Varaði við að byggð risi nærri álverinu 11. mars 2007 18:15 Fyrrverandi forstjóri álversins í Straumsvík fór fram á það við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að ný íbúabyggð myndi ekki rísa nærri álverinu. Þetta kemur fram í fréttaskýringaþættinum Kompási í kvöld. Í bréfinu, sem skrifað var fyrir tólf árum, segir að stækkun ÍSAL þýði meiri mengun frá álbræðslunni og hættu á árekstrum. Bréfið sendi forveri Rannveigar Rist í forstjórastóli, Christian Roth árið 1995. Þá hafði enn ekki verið ráðist Holtabyggð eða byggðina á Völlunum. Í bréfinu mælir hann eindreigið með að ný íbúðabyggð rísi ekki við álverið. Í bréfi hans segir "Í þessu sambandi viljum við benda á að stækkun ÍSAL þýðir 60% meiri losun á brennisteinsdíoxíði, koltvísýringi og flúorsýru frá álbræðslunni, og aukningu á hávaða og umferð. Jafnvel þótt útblásturinn skaði ekki umhverfið, eins og staðfest er í starfsleyfinu, sjáum við fram á hugsanlega árekstra ef íbúðabyggðin verður færð austar. Slík mistök hafa verið gerð víða í Evrópu og það er dýrt að leiðrétta þau eftir á. Til að koma í veg fyrir umræður og átök í framtíðinni mælir ÍSAL því eindregið með að ekki verði byggð ný hús nær verksmiðjunni en þau sem þegar eru í byggingu." Undir bréfið skrifar Christian Roth, þáverandi forstjóri ISAL og Bjarnar Ingimarsson, þáverandi fjármálastjóri. Sex dögum síðar fær Hafnarfjarðarbær bréf frá Finni Ingólfssyni, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, þar sem ráðuneytið telur ábendingu Ísal mjög eðlilega og telur að bærinn eigi að taka þetta mál til nánari athugunar. Að sögn Ingvars Viktorssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðar, þá var málið skoðað í bæjarstjórn á sínum tíma og ekkert sem gaf tilefni til annars en að halda við fyrra skipulag á byggðinni. Fréttir Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri álversins í Straumsvík fór fram á það við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að ný íbúabyggð myndi ekki rísa nærri álverinu. Þetta kemur fram í fréttaskýringaþættinum Kompási í kvöld. Í bréfinu, sem skrifað var fyrir tólf árum, segir að stækkun ÍSAL þýði meiri mengun frá álbræðslunni og hættu á árekstrum. Bréfið sendi forveri Rannveigar Rist í forstjórastóli, Christian Roth árið 1995. Þá hafði enn ekki verið ráðist Holtabyggð eða byggðina á Völlunum. Í bréfinu mælir hann eindreigið með að ný íbúðabyggð rísi ekki við álverið. Í bréfi hans segir "Í þessu sambandi viljum við benda á að stækkun ÍSAL þýðir 60% meiri losun á brennisteinsdíoxíði, koltvísýringi og flúorsýru frá álbræðslunni, og aukningu á hávaða og umferð. Jafnvel þótt útblásturinn skaði ekki umhverfið, eins og staðfest er í starfsleyfinu, sjáum við fram á hugsanlega árekstra ef íbúðabyggðin verður færð austar. Slík mistök hafa verið gerð víða í Evrópu og það er dýrt að leiðrétta þau eftir á. Til að koma í veg fyrir umræður og átök í framtíðinni mælir ÍSAL því eindregið með að ekki verði byggð ný hús nær verksmiðjunni en þau sem þegar eru í byggingu." Undir bréfið skrifar Christian Roth, þáverandi forstjóri ISAL og Bjarnar Ingimarsson, þáverandi fjármálastjóri. Sex dögum síðar fær Hafnarfjarðarbær bréf frá Finni Ingólfssyni, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, þar sem ráðuneytið telur ábendingu Ísal mjög eðlilega og telur að bærinn eigi að taka þetta mál til nánari athugunar. Að sögn Ingvars Viktorssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðar, þá var málið skoðað í bæjarstjórn á sínum tíma og ekkert sem gaf tilefni til annars en að halda við fyrra skipulag á byggðinni.
Fréttir Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira