Viðskipti innlent

Vanskil einstaklinga og fyrirtækja ekki minni í sex ár

MYND/Hari

Hlutfall vanskila af útlánum innlánsstofnanna lækkaði úr tæplega 0,7 prósentum í lok þriðja ársfjórðungs í fyrra í rúmlega 0,5 prósent í lok síðasta árs og hafa vanskil ekki verið jafn lítil í sex ár, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu, sem hefur tekið saman tölur um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum miðað við árslok 2006 og samanburð við næstu ársfjórðunga á undan.

Talnaefnið nær til vanskila sem staðið hafa lengur en 1 mánuð.

Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri FME segir á vef eftirlitsins að vanskil útlána fyrirtækja og einstaklinga hafa verið með lægsta móti í lok árs 2006. „Ein skýring á lágum vanskilum er aukin hlutdeild lána með veði í íbúðarhúsnæði á síðustu misserum en reynslan sýnir að þeim fylgja minni vanskil og tapshætta. Að því leytinu er útlánaáhætta banka og sparisjóða dreifðari en áður var," segir Ragnar.

Vefur Fjármálaeftirlitsins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×