Um netlögreglu 5. mars 2007 17:56 Nú ætla ég ekki að halda því fram að það hafi verið illa meint hjá Steingrími J. Sigfússyni þegar hann talaði um netlögreglu. Ég held ekki að hann hafi verið að boða allsherjar ritskoðun. Hins vegar er ljóst að gera þarf mikið átak ef framfylgja á íslenskum lögum sem banna klám. Ein hugmynd er að setja upp risastóra síu sem velur vefsíður ofan í þjóðina. Það getur þó orkað tvímælis. Búnaður sem síar burt allar síður sem innihalda orðið sex myndi líka loka aðgangi að öllum sænskum netsíðum þar sem kemur fyrir talan sex. Stundum er sagt að sjónvarpið hafi valdið því að Múrinn féll. Það er ekki alveg fjarri sanni. Það var ekki hægt að koma í veg fyrir að íbúar kommúnistaríkja sæju hvað fólkið vestanmegin hafði það miklu betra. Á sama hátt hafa menn látið sig dreyma um að internetið hefði mikil áhrif í átt til lýðræðis og opnara samfélags. Það er þó ekki alveg einhlítt. Um daginn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Egyptalandi, Abdel Karim Nabil Suleima, 22 ára piltur frá Alexandríu. Hann hélt úti bloggsíðu þar sem hann gagnrýndi Mubarak einræðisherra í Egyptalandi og hreyfingar öfgasinnaðra íslamstrúarmanna. Íslamistarnir vildu reyndar að Abdel yrði dæmdur til dauða. Enn hefur ekkert heyrst um alþjóðlega hreyfingu til að bjarga Abdel úr fangelsi. Getur hann þó varla talist annað en málfrelsishetja. Er hugsanlegt að hluta skýringarinnar á áhugaleysinu sé að leita í hinum stóreinkennilega vinskap milli íslamista og vinstri hreyfinga á Vesturlöndum? Á Kúbu er bara hægt að komast á netið með því að standa í löngum biðröðum fyrir framan netkaffihús þar sem er vandlega fylgst með því að enginn skoði síður með andbyltingarsinnuðum áróðri. Talið er að aðeins tvö prósent Kúbverja hafi farið á netið. Þannig er þjóðinni haldið fávísri og fátækri. Hið sama er að segja um einræðisríki eins og Búrma, Norður-Kóreu, mörg Afríkuríki og ríki í arabaheiminum. Ritskoðun er flóknara fyrirbæri. Rétt eins og það væri flókið að koma í veg fyrir að Íslendingar geti séð klámsíður. Í löndum eins og Kína og Saudi-Arabíu er ritskoðunin á netinu býsna háþróuð. Í Kína er lokaður aðgangur að síðum kínverskra lýðræðissinna og stöðum á netinu þar sem er sagt frá fjöldamorðum og hungri á tíma Maós. Oft er ekki hægt að ná sambandi við BBC og CNN - og frægt er hvernig Google leitarvélin ritskoðar sjálfa sig eftir samkomulag fyrirtækisins við stjórn alþýðulýðveldisins. Sagt er að netrisinn Yahoo hafi hjálpað kínversku lögreglunni við að hafa hendur í hári netnotenda sem eiga að hafa brotið lög. Talið er að um 50 þúsund netlöggur starfi í Kína. Í Saudi Arabíu hafa konungsættin og trúarleiðtogar látið loka á netsíðum sem fjalla um kristni, gyðingdóm, hindúisma, að ógleymdum síðum sem fjalla um réttindi samkynhneigðra og kvenna. Eiginlega allt sem viðkemur kvenfrelsi sætir banni í því landi. Internetið er náttúrlega óskapnaður, bara eins og lífið sjálft, og kannski ekki jafn hættulegur óvinur pólítískrar kúgunar og menn héldu á upphafsárum þess. Það má nota til að gagnrýna stjórnvöld - nú eða fyrirtæki eins og hann Friðjón sem stillti flugfélögunum upp við vegg og afhjúpaði hvernig þau svindla í útreikningum á miðaverði - en eins og kemur fram hér að ofan starfa netlöggur víða og verður bara vel ágengt, líka þeim sem eru í gervi skrifstofumanna. *Myndin hér að ofan er af Chacha sem er tákn internetlögreglunnar í Kína. Ég tek fram að nokkrir punktar úr þessum pistli sem var fluttur í Silfri Egils á sunnudaginn eru fengnir úr grein eftir breska blaðamanninn Nick Cohen. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Nú ætla ég ekki að halda því fram að það hafi verið illa meint hjá Steingrími J. Sigfússyni þegar hann talaði um netlögreglu. Ég held ekki að hann hafi verið að boða allsherjar ritskoðun. Hins vegar er ljóst að gera þarf mikið átak ef framfylgja á íslenskum lögum sem banna klám. Ein hugmynd er að setja upp risastóra síu sem velur vefsíður ofan í þjóðina. Það getur þó orkað tvímælis. Búnaður sem síar burt allar síður sem innihalda orðið sex myndi líka loka aðgangi að öllum sænskum netsíðum þar sem kemur fyrir talan sex. Stundum er sagt að sjónvarpið hafi valdið því að Múrinn féll. Það er ekki alveg fjarri sanni. Það var ekki hægt að koma í veg fyrir að íbúar kommúnistaríkja sæju hvað fólkið vestanmegin hafði það miklu betra. Á sama hátt hafa menn látið sig dreyma um að internetið hefði mikil áhrif í átt til lýðræðis og opnara samfélags. Það er þó ekki alveg einhlítt. Um daginn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Egyptalandi, Abdel Karim Nabil Suleima, 22 ára piltur frá Alexandríu. Hann hélt úti bloggsíðu þar sem hann gagnrýndi Mubarak einræðisherra í Egyptalandi og hreyfingar öfgasinnaðra íslamstrúarmanna. Íslamistarnir vildu reyndar að Abdel yrði dæmdur til dauða. Enn hefur ekkert heyrst um alþjóðlega hreyfingu til að bjarga Abdel úr fangelsi. Getur hann þó varla talist annað en málfrelsishetja. Er hugsanlegt að hluta skýringarinnar á áhugaleysinu sé að leita í hinum stóreinkennilega vinskap milli íslamista og vinstri hreyfinga á Vesturlöndum? Á Kúbu er bara hægt að komast á netið með því að standa í löngum biðröðum fyrir framan netkaffihús þar sem er vandlega fylgst með því að enginn skoði síður með andbyltingarsinnuðum áróðri. Talið er að aðeins tvö prósent Kúbverja hafi farið á netið. Þannig er þjóðinni haldið fávísri og fátækri. Hið sama er að segja um einræðisríki eins og Búrma, Norður-Kóreu, mörg Afríkuríki og ríki í arabaheiminum. Ritskoðun er flóknara fyrirbæri. Rétt eins og það væri flókið að koma í veg fyrir að Íslendingar geti séð klámsíður. Í löndum eins og Kína og Saudi-Arabíu er ritskoðunin á netinu býsna háþróuð. Í Kína er lokaður aðgangur að síðum kínverskra lýðræðissinna og stöðum á netinu þar sem er sagt frá fjöldamorðum og hungri á tíma Maós. Oft er ekki hægt að ná sambandi við BBC og CNN - og frægt er hvernig Google leitarvélin ritskoðar sjálfa sig eftir samkomulag fyrirtækisins við stjórn alþýðulýðveldisins. Sagt er að netrisinn Yahoo hafi hjálpað kínversku lögreglunni við að hafa hendur í hári netnotenda sem eiga að hafa brotið lög. Talið er að um 50 þúsund netlöggur starfi í Kína. Í Saudi Arabíu hafa konungsættin og trúarleiðtogar látið loka á netsíðum sem fjalla um kristni, gyðingdóm, hindúisma, að ógleymdum síðum sem fjalla um réttindi samkynhneigðra og kvenna. Eiginlega allt sem viðkemur kvenfrelsi sætir banni í því landi. Internetið er náttúrlega óskapnaður, bara eins og lífið sjálft, og kannski ekki jafn hættulegur óvinur pólítískrar kúgunar og menn héldu á upphafsárum þess. Það má nota til að gagnrýna stjórnvöld - nú eða fyrirtæki eins og hann Friðjón sem stillti flugfélögunum upp við vegg og afhjúpaði hvernig þau svindla í útreikningum á miðaverði - en eins og kemur fram hér að ofan starfa netlöggur víða og verður bara vel ágengt, líka þeim sem eru í gervi skrifstofumanna. *Myndin hér að ofan er af Chacha sem er tákn internetlögreglunnar í Kína. Ég tek fram að nokkrir punktar úr þessum pistli sem var fluttur í Silfri Egils á sunnudaginn eru fengnir úr grein eftir breska blaðamanninn Nick Cohen.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun