Stjórn Plastprents hf hefur ráðið Ólaf Steinarsson sem forstjóra félagsins frá og með gærdeginum, 1. mars. Á sama tíma lét Sigurður Bragi Guðmundsson, fráfarandi forstjóri, af störfum hjá fyrirtækiinu.
Í tilkynningu frá Plastprenti kemur fram að Ólafur er rekstrarfræðingur að mennt og hefur áður starfað hjá Samskipum, Ísfelli og Hans Petersen.