Dómur fallinn í Bubbamáli 1. mars 2007 19:22 Fyrrverandi ritstjóri Hér og Nú, Garðar Örn Úlfarsson var í dag dæmdur í Hæstarétti til þess að greiða Bubba Morthens 700 þúsund krónur í miskabætur fyrir umfjöllun blaðsins undir yfirskriftinni "Bubbi fallinn". Forsíðufyrirsögnin "Bubbi fallinn" er dæmd ærumeiðandi og dauð og ómerk. Í reifun dómsins segir að ekki sé unnt að skilja fyrirsögnina öðruvísi en að fullyrt sé að Bubbi sé byrjaður að neyta vímuefna að nýju. Þorra þjóðarinnar væri kunnugt um vímuefnaneyslu hans fyrr á árum. Í umfjöllun blaðsins var vísað til þess að Bubbi væri fallin á reykingabindindi. Þá féllst Hæstiréttur einnig á að þau rök Bubba að birting á myndum af honum í bíl sínum hafi verið brot á friðhelgi einkalífsins. Slík birting væri eingöngu réttlætanleg ef hún teldist þáttur í þjóðfélagsumræðu og ætti erindi við almenning. Þau rök ættu ekki við um ljósmyndirnar. Bubbi vildi 20 milljónir í bætur en fær 700 þúsund en auk þess er ritstjórinn fyrrverandi dæmdur til að borga milljón í málskostnað fyrir héraði og Hæstarétti. Málið dæmdu Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson. Lögmaður ritstjórans og 365 miðla segir til skoðunar að vísa málinu til Mannréttindadómstólsins í Strassburg. Fréttir Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Sjá meira
Fyrrverandi ritstjóri Hér og Nú, Garðar Örn Úlfarsson var í dag dæmdur í Hæstarétti til þess að greiða Bubba Morthens 700 þúsund krónur í miskabætur fyrir umfjöllun blaðsins undir yfirskriftinni "Bubbi fallinn". Forsíðufyrirsögnin "Bubbi fallinn" er dæmd ærumeiðandi og dauð og ómerk. Í reifun dómsins segir að ekki sé unnt að skilja fyrirsögnina öðruvísi en að fullyrt sé að Bubbi sé byrjaður að neyta vímuefna að nýju. Þorra þjóðarinnar væri kunnugt um vímuefnaneyslu hans fyrr á árum. Í umfjöllun blaðsins var vísað til þess að Bubbi væri fallin á reykingabindindi. Þá féllst Hæstiréttur einnig á að þau rök Bubba að birting á myndum af honum í bíl sínum hafi verið brot á friðhelgi einkalífsins. Slík birting væri eingöngu réttlætanleg ef hún teldist þáttur í þjóðfélagsumræðu og ætti erindi við almenning. Þau rök ættu ekki við um ljósmyndirnar. Bubbi vildi 20 milljónir í bætur en fær 700 þúsund en auk þess er ritstjórinn fyrrverandi dæmdur til að borga milljón í málskostnað fyrir héraði og Hæstarétti. Málið dæmdu Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson. Lögmaður ritstjórans og 365 miðla segir til skoðunar að vísa málinu til Mannréttindadómstólsins í Strassburg.
Fréttir Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Sjá meira