Dómur fallinn í Bubbamáli 1. mars 2007 19:22 Fyrrverandi ritstjóri Hér og Nú, Garðar Örn Úlfarsson var í dag dæmdur í Hæstarétti til þess að greiða Bubba Morthens 700 þúsund krónur í miskabætur fyrir umfjöllun blaðsins undir yfirskriftinni "Bubbi fallinn". Forsíðufyrirsögnin "Bubbi fallinn" er dæmd ærumeiðandi og dauð og ómerk. Í reifun dómsins segir að ekki sé unnt að skilja fyrirsögnina öðruvísi en að fullyrt sé að Bubbi sé byrjaður að neyta vímuefna að nýju. Þorra þjóðarinnar væri kunnugt um vímuefnaneyslu hans fyrr á árum. Í umfjöllun blaðsins var vísað til þess að Bubbi væri fallin á reykingabindindi. Þá féllst Hæstiréttur einnig á að þau rök Bubba að birting á myndum af honum í bíl sínum hafi verið brot á friðhelgi einkalífsins. Slík birting væri eingöngu réttlætanleg ef hún teldist þáttur í þjóðfélagsumræðu og ætti erindi við almenning. Þau rök ættu ekki við um ljósmyndirnar. Bubbi vildi 20 milljónir í bætur en fær 700 þúsund en auk þess er ritstjórinn fyrrverandi dæmdur til að borga milljón í málskostnað fyrir héraði og Hæstarétti. Málið dæmdu Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson. Lögmaður ritstjórans og 365 miðla segir til skoðunar að vísa málinu til Mannréttindadómstólsins í Strassburg. Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fyrrverandi ritstjóri Hér og Nú, Garðar Örn Úlfarsson var í dag dæmdur í Hæstarétti til þess að greiða Bubba Morthens 700 þúsund krónur í miskabætur fyrir umfjöllun blaðsins undir yfirskriftinni "Bubbi fallinn". Forsíðufyrirsögnin "Bubbi fallinn" er dæmd ærumeiðandi og dauð og ómerk. Í reifun dómsins segir að ekki sé unnt að skilja fyrirsögnina öðruvísi en að fullyrt sé að Bubbi sé byrjaður að neyta vímuefna að nýju. Þorra þjóðarinnar væri kunnugt um vímuefnaneyslu hans fyrr á árum. Í umfjöllun blaðsins var vísað til þess að Bubbi væri fallin á reykingabindindi. Þá féllst Hæstiréttur einnig á að þau rök Bubba að birting á myndum af honum í bíl sínum hafi verið brot á friðhelgi einkalífsins. Slík birting væri eingöngu réttlætanleg ef hún teldist þáttur í þjóðfélagsumræðu og ætti erindi við almenning. Þau rök ættu ekki við um ljósmyndirnar. Bubbi vildi 20 milljónir í bætur en fær 700 þúsund en auk þess er ritstjórinn fyrrverandi dæmdur til að borga milljón í málskostnað fyrir héraði og Hæstarétti. Málið dæmdu Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson. Lögmaður ritstjórans og 365 miðla segir til skoðunar að vísa málinu til Mannréttindadómstólsins í Strassburg.
Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira