Sport

Hvað er motocross ?

Kári Jónsson á flugi í motocrossmótinu á Akureyri 2005.
Kári Jónsson á flugi í motocrossmótinu á Akureyri 2005. MYND/Supersport.is

Margir hafa eflaust velt fyrir sér hvað motocross þýðir í raun og veru. Í þessari grein mun ég fara ofan í hvað motocross er í raun og veru og útskýra hvernig keppnir fara fram o.fl.

Motocross (oftast stytt í mx eða MotoX) er partur af motohjólasporti og torfærukeppni haldin á lokuðum og sérhönnuðum brautum.

Motocross á rætur að rekja til Frakklands og vott að uppruna frá Breskum torfærukeppnum. Nafnið "motocross" er stytting af orðunum "motocycle" og "Cross country".

Motocrossmót er oftast kallað motocrosskeppni eða bara "keppni". Hver keppni er flokkuð niður í "Moto" og eru oftast keyrð 2-3 "moto" í hverri keppni. Motocrosskeppni er skipt niður í flokka, 85cc, 125cc - 250cc, mx1 og mx2 (a og b flokkur). Motocrossbrautir eru yfirleitt mjög stórar (2-5 km) þar sem mikið ber á stórum stökkpöllum, svokölluðum þvottabrettum og kröppum beygjum.

Motocross er talið vera annað erfiðasta sport í heimi og reynir það mikið á úthald og styrkleika ökumannsins. Motocross er sport bæði fyrir börn og fullorðna og erlendis keppa börn allt niður í 4 ára aldurs.

Motocross er sívaxandi sport um allan heim og sérstaklega hér á Íslandi. Heilu fjölskyldurnar eru komnar í sportið og una því vel. Vandamál hefur verið með svæði fyrir þennan mikla fjölda hér á landi þar sem fólk hreinlega fattar ekki hve margir stunda þetta sport hér á landi og í staðinn fá motocrossfélögin litla sem enga styrki frá hinu opinbera og hvað þá úthlutuð svæði.

Aron Icemoto



Fleiri fréttir

Sjá meira


×