Meiningarlausar spurningar saksóknara 14. febrúar 2007 10:58 Deilt var á Sigurð Tómas Magnússon settan saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að fylgja ekki eftir áætlun um yfirheyrslu vitna í Baugsmálinu. Jakob Möller lögmaður Tryggva Jónssonar sagði um mikil afglöp að ræða hjá settum saksóknara og að menn þyrftu að sitja undir; "sumpart meiningarlausum spurningum." Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jakob bentu á að áætlunin væri gengin verulega úr skorðum. Arngrímur Ísberg dómari sagði óskandi að málið gengi hraðar fyrir sig. Hann ítrekaði að spurningar mættu vera markvissari hjá saksóknara. Fram kom í máli Sigurðar Tómasar að hann teldi að það tæki allt að tvo daga, daginn í dag og morgundaginn, að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri, en ákveðið hefur verið að Jón Ásgeir komi fyrir dóminn eftir hádegi á morgun. Yfirheyrslum yfir honum átti að ljúka á hádegi í dag. Þeim verður haldið áfram eftir hádegi og lýkur líklega eftir hádegi á morgun. Dómari sagðist vona að það myndi standa en saksóknari sagðist engu geta lofað um það. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs sagðist aldrei hafa kynnst því áður á 30 ára ferli sínum sem lögfræðingur að áætlanir hafi farið svo mikið úr skorðum. Ákæruvaldið hafi þegar notað meiri tíma í yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri en gefið hafði verið út. Sigurður Tómas benti á að gert væri ráð fyrir að minni tími færi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni en áætlað hafði verið og þar myndi tíminn jafnast út. Gestur spurði skjólstæðing sinn út í ákæruliði 10-13 sem snúa að meintum bókhaldsbrotum tengum Baugi. Sigurður Tómas tók þá við að yfirheyra Jón Ásgeir um 14. lið ákærunnar sem jafnframt snýr að rangfærslum í bókhaldi Baugs í tengslum við viðskipti með bréf Arcadia. Þær yfirheyrslur standa enn yfir og ekki er ljóst hvort þeim lýkur fyrir hádegi. Fréttir Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Deilt var á Sigurð Tómas Magnússon settan saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að fylgja ekki eftir áætlun um yfirheyrslu vitna í Baugsmálinu. Jakob Möller lögmaður Tryggva Jónssonar sagði um mikil afglöp að ræða hjá settum saksóknara og að menn þyrftu að sitja undir; "sumpart meiningarlausum spurningum." Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jakob bentu á að áætlunin væri gengin verulega úr skorðum. Arngrímur Ísberg dómari sagði óskandi að málið gengi hraðar fyrir sig. Hann ítrekaði að spurningar mættu vera markvissari hjá saksóknara. Fram kom í máli Sigurðar Tómasar að hann teldi að það tæki allt að tvo daga, daginn í dag og morgundaginn, að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri, en ákveðið hefur verið að Jón Ásgeir komi fyrir dóminn eftir hádegi á morgun. Yfirheyrslum yfir honum átti að ljúka á hádegi í dag. Þeim verður haldið áfram eftir hádegi og lýkur líklega eftir hádegi á morgun. Dómari sagðist vona að það myndi standa en saksóknari sagðist engu geta lofað um það. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs sagðist aldrei hafa kynnst því áður á 30 ára ferli sínum sem lögfræðingur að áætlanir hafi farið svo mikið úr skorðum. Ákæruvaldið hafi þegar notað meiri tíma í yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri en gefið hafði verið út. Sigurður Tómas benti á að gert væri ráð fyrir að minni tími færi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni en áætlað hafði verið og þar myndi tíminn jafnast út. Gestur spurði skjólstæðing sinn út í ákæruliði 10-13 sem snúa að meintum bókhaldsbrotum tengum Baugi. Sigurður Tómas tók þá við að yfirheyra Jón Ásgeir um 14. lið ákærunnar sem jafnframt snýr að rangfærslum í bókhaldi Baugs í tengslum við viðskipti með bréf Arcadia. Þær yfirheyrslur standa enn yfir og ekki er ljóst hvort þeim lýkur fyrir hádegi.
Fréttir Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira