Hinn þekkti motocross þjálfari hjá MX skóla Gary Semics, Dean Olsen, hefur staðfest komu sína til Íslands nú í sumar. Hann mun þjálfa íslenska motocross ökumenn í allt sumar, alla flokka, og einnig taka þátt í sumum mótum. Þetta er gífurleg lyftistöng fyrir sportið og sennilega hefur jafn þekktur þjálfari á heimsvísu ekki komið áður til Íslands til að þjálfa. Olsen, sem er 44 ára gamall, býr í Bandaríkjunum og vinnur við MX kennslu í hinum heimsþekkta MX skóla Gary Semics í USA. Dean Olsen mun keppa á Kawasaki í sumar og hugsanlegt er að ungur sonur hans muni taka þátt í einhverjum motocross keppnum sumarsins, en heyrst hefur að hann sé ótrúlega hraður. Það er bifhjólaverslunin Nitro sem á veg og vanda að komu Olsen til Íslands og aðspurður sagðist Haukur vera mjög spenntur fyrir öflugri þjálfunaráætlun sumarsins. Haukur vildi þó taka það sérstaklega fram að þótt mikill tími færi í að þjálfa Team Nitro Kawasaki, þá myndi Olsen einnig þjálfa ökumenn annarra hjólategunda. Frekari upplýsingar varðandi skráningu, tímasetningu og framkvæmd æfinga verða birtar á heimasíðu Nitro, www.nitro.is. Frekari upplýsingar um Dean Olsen er hægt að nálgast á síðunni www.gsmxsn.com. Akstursíþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti
Hinn þekkti motocross þjálfari hjá MX skóla Gary Semics, Dean Olsen, hefur staðfest komu sína til Íslands nú í sumar. Hann mun þjálfa íslenska motocross ökumenn í allt sumar, alla flokka, og einnig taka þátt í sumum mótum. Þetta er gífurleg lyftistöng fyrir sportið og sennilega hefur jafn þekktur þjálfari á heimsvísu ekki komið áður til Íslands til að þjálfa. Olsen, sem er 44 ára gamall, býr í Bandaríkjunum og vinnur við MX kennslu í hinum heimsþekkta MX skóla Gary Semics í USA. Dean Olsen mun keppa á Kawasaki í sumar og hugsanlegt er að ungur sonur hans muni taka þátt í einhverjum motocross keppnum sumarsins, en heyrst hefur að hann sé ótrúlega hraður. Það er bifhjólaverslunin Nitro sem á veg og vanda að komu Olsen til Íslands og aðspurður sagðist Haukur vera mjög spenntur fyrir öflugri þjálfunaráætlun sumarsins. Haukur vildi þó taka það sérstaklega fram að þótt mikill tími færi í að þjálfa Team Nitro Kawasaki, þá myndi Olsen einnig þjálfa ökumenn annarra hjólategunda. Frekari upplýsingar varðandi skráningu, tímasetningu og framkvæmd æfinga verða birtar á heimasíðu Nitro, www.nitro.is. Frekari upplýsingar um Dean Olsen er hægt að nálgast á síðunni www.gsmxsn.com.