Hinn þekkti motocross þjálfari hjá MX skóla Gary Semics, Dean Olsen, hefur staðfest komu sína til Íslands nú í sumar. Hann mun þjálfa íslenska motocross ökumenn í allt sumar, alla flokka, og einnig taka þátt í sumum mótum. Þetta er gífurleg lyftistöng fyrir sportið og sennilega hefur jafn þekktur þjálfari á heimsvísu ekki komið áður til Íslands til að þjálfa. Olsen, sem er 44 ára gamall, býr í Bandaríkjunum og vinnur við MX kennslu í hinum heimsþekkta MX skóla Gary Semics í USA. Dean Olsen mun keppa á Kawasaki í sumar og hugsanlegt er að ungur sonur hans muni taka þátt í einhverjum motocross keppnum sumarsins, en heyrst hefur að hann sé ótrúlega hraður. Það er bifhjólaverslunin Nitro sem á veg og vanda að komu Olsen til Íslands og aðspurður sagðist Haukur vera mjög spenntur fyrir öflugri þjálfunaráætlun sumarsins. Haukur vildi þó taka það sérstaklega fram að þótt mikill tími færi í að þjálfa Team Nitro Kawasaki, þá myndi Olsen einnig þjálfa ökumenn annarra hjólategunda. Frekari upplýsingar varðandi skráningu, tímasetningu og framkvæmd æfinga verða birtar á heimasíðu Nitro, www.nitro.is. Frekari upplýsingar um Dean Olsen er hægt að nálgast á síðunni www.gsmxsn.com. Akstursíþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti
Hinn þekkti motocross þjálfari hjá MX skóla Gary Semics, Dean Olsen, hefur staðfest komu sína til Íslands nú í sumar. Hann mun þjálfa íslenska motocross ökumenn í allt sumar, alla flokka, og einnig taka þátt í sumum mótum. Þetta er gífurleg lyftistöng fyrir sportið og sennilega hefur jafn þekktur þjálfari á heimsvísu ekki komið áður til Íslands til að þjálfa. Olsen, sem er 44 ára gamall, býr í Bandaríkjunum og vinnur við MX kennslu í hinum heimsþekkta MX skóla Gary Semics í USA. Dean Olsen mun keppa á Kawasaki í sumar og hugsanlegt er að ungur sonur hans muni taka þátt í einhverjum motocross keppnum sumarsins, en heyrst hefur að hann sé ótrúlega hraður. Það er bifhjólaverslunin Nitro sem á veg og vanda að komu Olsen til Íslands og aðspurður sagðist Haukur vera mjög spenntur fyrir öflugri þjálfunaráætlun sumarsins. Haukur vildi þó taka það sérstaklega fram að þótt mikill tími færi í að þjálfa Team Nitro Kawasaki, þá myndi Olsen einnig þjálfa ökumenn annarra hjólategunda. Frekari upplýsingar varðandi skráningu, tímasetningu og framkvæmd æfinga verða birtar á heimasíðu Nitro, www.nitro.is. Frekari upplýsingar um Dean Olsen er hægt að nálgast á síðunni www.gsmxsn.com.