Neytendur reiðir vegna hækkana 9. febrúar 2007 09:47 Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna . MYND/Valgarður Gíslason Verslunin í landinu verður undir smásjá um mánaðarmótin þegar aðgerðir stjórnvalda til lækkunar á matvöruverði taka gildi. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna. Hann segir viðbrögð neytenda vegna hækkana birgja á mat- og hreinlætisvörum undanfarið ekki hafa látið á sér standa. Almenningur er reiður og finnist að með hækkununum sé verið að gera lítið úr aðgerðum stjórnvalda þegar matvara lækkar um mánaðarmótin. Neytendasamtökin birta reglulega yfirlit yfir hækkanir birgja og telja hækkanirnar mjög almennar. Þær eigi við um gjaldskrár sveitarfélaga, verð hjá heildsölum og framleiðendum og nú síðast tryggingafélögum. Almennt er skýringin lækkun á gengi íslensku krónunnar. Samtökin benda á að krónan hefur styrkst gagnvart helstu gjaldmiðlum um rúmlega 5 prósent frá áramótum. Þau hvetja birgja til að lækka nú verð með tilliti til gengisþróunar og hafa þannig samræmi í aðgerðum sínum. Alltof of oft skili sterk staða krónunnar sér seint og illa til neytenda, samanber á árunum 2004 og 2005 miðað við rannsókn Neytendasamtakanna á þeim tíma. Jóhannes segir greinilegt að fólk fylgist mjög vel með verðlagi og segir að ábendingum hafi fjölgað mjög. "Við fylgjum öllum slíkum málum eftir og látum seljendur gefa okkur skýringar." Hann leggur áherslu á að almenningur sé vakandi og láti samtökin vita. "ASÍ, Neytendastofa, Neytendasamtökin og almenningur munu hafa verslun undir smásjá frá mánaðarmótum." Fréttir Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Verslunin í landinu verður undir smásjá um mánaðarmótin þegar aðgerðir stjórnvalda til lækkunar á matvöruverði taka gildi. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna. Hann segir viðbrögð neytenda vegna hækkana birgja á mat- og hreinlætisvörum undanfarið ekki hafa látið á sér standa. Almenningur er reiður og finnist að með hækkununum sé verið að gera lítið úr aðgerðum stjórnvalda þegar matvara lækkar um mánaðarmótin. Neytendasamtökin birta reglulega yfirlit yfir hækkanir birgja og telja hækkanirnar mjög almennar. Þær eigi við um gjaldskrár sveitarfélaga, verð hjá heildsölum og framleiðendum og nú síðast tryggingafélögum. Almennt er skýringin lækkun á gengi íslensku krónunnar. Samtökin benda á að krónan hefur styrkst gagnvart helstu gjaldmiðlum um rúmlega 5 prósent frá áramótum. Þau hvetja birgja til að lækka nú verð með tilliti til gengisþróunar og hafa þannig samræmi í aðgerðum sínum. Alltof of oft skili sterk staða krónunnar sér seint og illa til neytenda, samanber á árunum 2004 og 2005 miðað við rannsókn Neytendasamtakanna á þeim tíma. Jóhannes segir greinilegt að fólk fylgist mjög vel með verðlagi og segir að ábendingum hafi fjölgað mjög. "Við fylgjum öllum slíkum málum eftir og látum seljendur gefa okkur skýringar." Hann leggur áherslu á að almenningur sé vakandi og láti samtökin vita. "ASÍ, Neytendastofa, Neytendasamtökin og almenningur munu hafa verslun undir smásjá frá mánaðarmótum."
Fréttir Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira