Bubbi: Þetta verður svakalegur bardagi 19. janúar 2007 14:48 Bubbi spáir flugeldasýningu á Sýn annað kvöld, þar sem hann og Ómar Ragnarsson munu m.a. lýsa bardaga Ricky Hatton og Juan Urango mynd/gva Bubbi Morthens segist eiga von á mikilli flugeldasýningu annað kvöld þegar sjónvarpsstöðin Sýn býður upp á frábæra hnefaleikaveislu í beinni útsendingu. Bubbi segir Ricky Hatton vera besta hnefaleikara Breta í þrjá áratugi og á von á því að heyra stóran dynk ef annar keppendanna í fyrri stórviðureigninni verður settur í strigann. "Þetta verður auðvitað ein lengsta íþróttaútsending í sögu Sýnar þar sem fjörið byrjar um níu og stendur til fimm um morguninn. Í fyrri bardaganum erum við að sjá stærsta boxara hnefaleikasögunnar í Nicolay Valuev sem er 213 cm hár og 150 kíló. Vinstri stungurnar hans eru álíka þungar og góð hægrihandarhögg frá venjulegum mönnum og svo er andstæðingur hans engin smásmíði heldur - svo ég reikna með því að muni heyrast hávær dynkur ef annar þeirra nær hinum í gólfið," sagði Bubbi í samtali við Vísir í dag. Síðari bardaginn er svo með Ricky Hatton sem er besti boxari Breta síðustu þrjátíu ára - betri boxari en Lennox Lewis, sem ég myndi setja í annað sætið þar. Ég spái því að þetta verði rosalegur bardagi annað kvöld. Hatton er að berjast þarna við Kólumbíumann, þaðan koma oft mjög sterkir boxarar og þessi er sannarlega í A-flokki. Ég spái því að Hatton muni skerast fljótlega í þessum bardaga, því hann er með þannig andlit. Honum á það til að blæða svolítið en hans sterkasta hlið er skrokkhöggin. Þessi bardagi skiptir Hatton líka gríðarlega miklu máli, því ef hann stendur sig vel á morgun, mun það opna dyrnar endanlega fyrir honum í Bandaríkjunum - þar eru peningarnir og hann getur orðið stórstjarna þar með sigri. Þetta verður flugeldasýning - svakalegur bardagi - og ég ber miklar væntingar til hans. Svo má líka ekki gleyma mönnum eins og Jose Luis Castillo sem eru þarna líka að berjast og ég hvet fólk til að fylgjast með öllum bardögunum í útsendingunni," sagði Bubbi. Box Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Sjá meira
Bubbi Morthens segist eiga von á mikilli flugeldasýningu annað kvöld þegar sjónvarpsstöðin Sýn býður upp á frábæra hnefaleikaveislu í beinni útsendingu. Bubbi segir Ricky Hatton vera besta hnefaleikara Breta í þrjá áratugi og á von á því að heyra stóran dynk ef annar keppendanna í fyrri stórviðureigninni verður settur í strigann. "Þetta verður auðvitað ein lengsta íþróttaútsending í sögu Sýnar þar sem fjörið byrjar um níu og stendur til fimm um morguninn. Í fyrri bardaganum erum við að sjá stærsta boxara hnefaleikasögunnar í Nicolay Valuev sem er 213 cm hár og 150 kíló. Vinstri stungurnar hans eru álíka þungar og góð hægrihandarhögg frá venjulegum mönnum og svo er andstæðingur hans engin smásmíði heldur - svo ég reikna með því að muni heyrast hávær dynkur ef annar þeirra nær hinum í gólfið," sagði Bubbi í samtali við Vísir í dag. Síðari bardaginn er svo með Ricky Hatton sem er besti boxari Breta síðustu þrjátíu ára - betri boxari en Lennox Lewis, sem ég myndi setja í annað sætið þar. Ég spái því að þetta verði rosalegur bardagi annað kvöld. Hatton er að berjast þarna við Kólumbíumann, þaðan koma oft mjög sterkir boxarar og þessi er sannarlega í A-flokki. Ég spái því að Hatton muni skerast fljótlega í þessum bardaga, því hann er með þannig andlit. Honum á það til að blæða svolítið en hans sterkasta hlið er skrokkhöggin. Þessi bardagi skiptir Hatton líka gríðarlega miklu máli, því ef hann stendur sig vel á morgun, mun það opna dyrnar endanlega fyrir honum í Bandaríkjunum - þar eru peningarnir og hann getur orðið stórstjarna þar með sigri. Þetta verður flugeldasýning - svakalegur bardagi - og ég ber miklar væntingar til hans. Svo má líka ekki gleyma mönnum eins og Jose Luis Castillo sem eru þarna líka að berjast og ég hvet fólk til að fylgjast með öllum bardögunum í útsendingunni," sagði Bubbi.
Box Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Sjá meira