Eyðir kynbundnum launamun í boltanum ef hún nær kjöri 18. janúar 2007 18:45 Halla Gunnarsdóttir er ein þriggja frambjóðenda til formanns KSÍ. Ef hún nær kjör ætlar hún að jafna kjör karla og kvenna í landsliðum fótbolta. Halla Gunnarsdóttir blaðamaður hefur fyrst kvenna boðið sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Nái hún kosningu hyggst hún leiðrétta launamun leikmanna í landsliði karla og kvenna í fótbolta. Halla Gunnarsdóttir er blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur stundað knattspyrnu og þjálfað bæði hér heima og erlendis. Hún greindi frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi á veitingastaðnum Fish and Chips í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Formannsslagir eru sárasjaldgæfir í knattspyrnusambandinu en síðast var kosið um formann fyrir 18 árum, þegar Eggert Magnússon fráfarandi formaður var kosinn. KSÍ hefur átt sjö formenn frá upphafi og varla þarf að taka fram að allir voru þeir karlmenn. Ein kona situr í 16 manna stjórn. Tveir að auki bjóða sig fram til formanns, þeir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Jafet Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri VBS fjárfestingarbanka. Formannskjörið fer fram á ársþingi sambandsins þann 10. febrúar. En er hún að senda kynjapólitísk skilaboð með framboði sínu? „Ef þú ert að spyrja mig hvort ég er að fara í framboð af því að ég er kona, þá er svarið einfaldlega: Ég er að fara í framboð þótt ég sé kona.“ Halla segir kyn sitt ekki höfuðatriði í sínu framboði heldur ástríða fyrir leiknum. Hitt sé þó staðreynd að ekki hafi nægilega verið hlúð að kvennaknattspyrnu. „Og hvað til dæmis þegar það er klippt á útsendingu á bikarúrslitaleik kvenna út af fréttum. Hvar er formaður KSÍ þá? Hann á alltaf að verja knattspyrnuna.“ Halla segist myndu halda áfram því góða starfi sem unnið hafi verið innan KSÍ og efla grasrótina. Aðspurð hvort hún myndi leiðrétta kynbundinn launamun hjá landsliðum kvenna og karla í fótbolta svaraði hún: „Bara í samræmi við landslög, já.“ Fréttir Innlent Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir blaðamaður hefur fyrst kvenna boðið sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Nái hún kosningu hyggst hún leiðrétta launamun leikmanna í landsliði karla og kvenna í fótbolta. Halla Gunnarsdóttir er blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur stundað knattspyrnu og þjálfað bæði hér heima og erlendis. Hún greindi frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi á veitingastaðnum Fish and Chips í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Formannsslagir eru sárasjaldgæfir í knattspyrnusambandinu en síðast var kosið um formann fyrir 18 árum, þegar Eggert Magnússon fráfarandi formaður var kosinn. KSÍ hefur átt sjö formenn frá upphafi og varla þarf að taka fram að allir voru þeir karlmenn. Ein kona situr í 16 manna stjórn. Tveir að auki bjóða sig fram til formanns, þeir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Jafet Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri VBS fjárfestingarbanka. Formannskjörið fer fram á ársþingi sambandsins þann 10. febrúar. En er hún að senda kynjapólitísk skilaboð með framboði sínu? „Ef þú ert að spyrja mig hvort ég er að fara í framboð af því að ég er kona, þá er svarið einfaldlega: Ég er að fara í framboð þótt ég sé kona.“ Halla segir kyn sitt ekki höfuðatriði í sínu framboði heldur ástríða fyrir leiknum. Hitt sé þó staðreynd að ekki hafi nægilega verið hlúð að kvennaknattspyrnu. „Og hvað til dæmis þegar það er klippt á útsendingu á bikarúrslitaleik kvenna út af fréttum. Hvar er formaður KSÍ þá? Hann á alltaf að verja knattspyrnuna.“ Halla segist myndu halda áfram því góða starfi sem unnið hafi verið innan KSÍ og efla grasrótina. Aðspurð hvort hún myndi leiðrétta kynbundinn launamun hjá landsliðum kvenna og karla í fótbolta svaraði hún: „Bara í samræmi við landslög, já.“
Fréttir Innlent Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira