Sumarfrí Blairs, landið kvatt, ónýtar byggingar, Hugo Chavez 10. janúar 2007 20:49 Tony Blair liggur undir ámæli fyrir að vilja ekki fórna fríum sínum sem hann tekur oft fjarri heimabyggð. Þetta þýðir að Blair þarf að fljúga langvegu, til staða eins og Bahamas eða Miami, með tilheyrandi útblæstri koltvísýrings. Breskir umhverfissinnar hafa látið skammirnar dynja á forsætisráðherranum fyrir þetta. Kannski ætti hann næst að fara til Brighton eða Bognor Regis í von um að komi sólarglenna til að skína á hvítan og krangalegan ráðherrakroppinn. Varðmenn loftslagsins eru næstu fanatíkerar sem við þurfum að eiga í höggi við - þeir verða hálfu verri en liðið sem hefur hrellt reykingamenn svo þeir geta hvergi lengur stundað iðju sína. Ég er heppinn. Í gær hitti ég starfsmann í umhverfisráðuneytinu og spurði hann hvort ég gæti kannski ekki framar flogið til fjarlægra áfangastaða? Hvort ég yrði framvegis að fara í frí í Munaðarnes? Hann sagði mér að vera rólegur, ég þyrfti bara að góðursetja trjáplöntur til að vega upp á móti skaðanum. Tré að andvirði svona 1000-2000 krónur myndu núlla út skaðann af einu flugfari til USA. --- --- --- Talandi um umhverfisöfga. Hvað á maður að halda um seremóníu þar sem Ung vinstri græn kveðja landið sem fer undir vatn eystra? Er þetta fullkomlega raunverulegt eða kannski einhvers konar mýstískt safnaðarstarf með létt ofsatrúarlegu ívafi? Landið er ekki annað en grjót, vita sálarlaust - og er þetta ekki svæðið sem sjálfur Hjörleifur Guttormsson sagði að væri ekkert sérstakt? Þar væri ekkert að sækja fyrir ferðamenn? Ég hef heldur ekki heyrt þetta fólk minnast einu orði á alla verkamennina sem hafa slasast eða beðið bana við Kárahnjúkavirkjun? Merkilegt hvað það virðist vekja lítinn áhuga meðal innfæddra í þessu landi. Það er bara ekki nokkur leið að starta umræðu um það. --- --- --- Maður var lengi búinn að heyra sögur af lélegum byggingum. Nú er þetta staðfest. Flísarnar eru að hrynja ofan á fólkið sem keypti rándýru íbúðirnar við Skúlagötuna, gólfin og svalirnar halla. Svona fer græðgin með okkur Íslendinga. Það kemur uppsveifla og menn ráða ekki við sig, alls konar sjoppukallar ætla að græða stórt. Þegar mestu braskararnir fóru að herja á byggingamarkaðinn mátti maður vita að ekki var von á góðu. Húsnæði byggt á árunum í kringum 2005 mun fá á sig svo slæmt orð að enginn vill kaupa það. Það fer allavega á útsölu. Kunningjakona mín ein keypti íbúð í nýuppgerðu húsi í Þingholtunum. Staðsetningin er góð, en þegar hún fór að skoða nánar komst hún að því að allt í íbúðinni var ónýtt - eldhúsinnréttingar, parkett, lagnir. Allt þurfti að rífa burt. Þetta er síður en svo einsdæmi. Hvernig er þetta í ódýru nýbyggingunum í Norðlingaholti eða Áslandi? --- --- --- Vandinn með karla eins og Hugo Chavez er að þeir bilast á endanum. Fyrst eru þeir menn fólksins, velgjörðarmenn alþýðunnar, svo brestur eitthvað og þeir fyllast mikilmennskubrjálæði. Á endanum leiða þeir þjóðir sínar til einræðis, fátæktar og ömurðar. Fyrr en varir fer Chavez sömu leið og Mugabe, annað eftirlæti vinstrimanna á Vesturlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun
Tony Blair liggur undir ámæli fyrir að vilja ekki fórna fríum sínum sem hann tekur oft fjarri heimabyggð. Þetta þýðir að Blair þarf að fljúga langvegu, til staða eins og Bahamas eða Miami, með tilheyrandi útblæstri koltvísýrings. Breskir umhverfissinnar hafa látið skammirnar dynja á forsætisráðherranum fyrir þetta. Kannski ætti hann næst að fara til Brighton eða Bognor Regis í von um að komi sólarglenna til að skína á hvítan og krangalegan ráðherrakroppinn. Varðmenn loftslagsins eru næstu fanatíkerar sem við þurfum að eiga í höggi við - þeir verða hálfu verri en liðið sem hefur hrellt reykingamenn svo þeir geta hvergi lengur stundað iðju sína. Ég er heppinn. Í gær hitti ég starfsmann í umhverfisráðuneytinu og spurði hann hvort ég gæti kannski ekki framar flogið til fjarlægra áfangastaða? Hvort ég yrði framvegis að fara í frí í Munaðarnes? Hann sagði mér að vera rólegur, ég þyrfti bara að góðursetja trjáplöntur til að vega upp á móti skaðanum. Tré að andvirði svona 1000-2000 krónur myndu núlla út skaðann af einu flugfari til USA. --- --- --- Talandi um umhverfisöfga. Hvað á maður að halda um seremóníu þar sem Ung vinstri græn kveðja landið sem fer undir vatn eystra? Er þetta fullkomlega raunverulegt eða kannski einhvers konar mýstískt safnaðarstarf með létt ofsatrúarlegu ívafi? Landið er ekki annað en grjót, vita sálarlaust - og er þetta ekki svæðið sem sjálfur Hjörleifur Guttormsson sagði að væri ekkert sérstakt? Þar væri ekkert að sækja fyrir ferðamenn? Ég hef heldur ekki heyrt þetta fólk minnast einu orði á alla verkamennina sem hafa slasast eða beðið bana við Kárahnjúkavirkjun? Merkilegt hvað það virðist vekja lítinn áhuga meðal innfæddra í þessu landi. Það er bara ekki nokkur leið að starta umræðu um það. --- --- --- Maður var lengi búinn að heyra sögur af lélegum byggingum. Nú er þetta staðfest. Flísarnar eru að hrynja ofan á fólkið sem keypti rándýru íbúðirnar við Skúlagötuna, gólfin og svalirnar halla. Svona fer græðgin með okkur Íslendinga. Það kemur uppsveifla og menn ráða ekki við sig, alls konar sjoppukallar ætla að græða stórt. Þegar mestu braskararnir fóru að herja á byggingamarkaðinn mátti maður vita að ekki var von á góðu. Húsnæði byggt á árunum í kringum 2005 mun fá á sig svo slæmt orð að enginn vill kaupa það. Það fer allavega á útsölu. Kunningjakona mín ein keypti íbúð í nýuppgerðu húsi í Þingholtunum. Staðsetningin er góð, en þegar hún fór að skoða nánar komst hún að því að allt í íbúðinni var ónýtt - eldhúsinnréttingar, parkett, lagnir. Allt þurfti að rífa burt. Þetta er síður en svo einsdæmi. Hvernig er þetta í ódýru nýbyggingunum í Norðlingaholti eða Áslandi? --- --- --- Vandinn með karla eins og Hugo Chavez er að þeir bilast á endanum. Fyrst eru þeir menn fólksins, velgjörðarmenn alþýðunnar, svo brestur eitthvað og þeir fyllast mikilmennskubrjálæði. Á endanum leiða þeir þjóðir sínar til einræðis, fátæktar og ömurðar. Fyrr en varir fer Chavez sömu leið og Mugabe, annað eftirlæti vinstrimanna á Vesturlöndum.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun