Nú árið er fokið Guðmundur Andri Thorsson skrifar 31. desember 2007 07:00 Það er svo mikið rok þessa dagana að engu er líkara en að maður sé staddur á lokasíðu Hundrað ára einsemdar eftir Marquez. Árið fýkur burt. Því er þeytt í eitthvert svartholið í Miklahvelli þar sem fram fer endurvinnsla á pörtum þess sem birtast okkur svo aftur í nýrri mynd... Dagur reiði? Nei nei. En maður má hafa sig allan við að standa í lappirnar, og öfugt við þá niðja Búendía-ættarinnar sem vitraðist allt á lokasíðunni þá sér maður ósköp fátt þegar tíðindi ársins þjóta hjá manni í velktum blöðum - aðallega þvæld rifrildi... Hundur í óskilumSumt er ys og þys út af engu: dagleg skýrsla um bandarískar barnastjörnur á glapstigum með kornflögunum - og einhvern Peter Doherty með hattkúf sem maður er kominn með ævilanga óbeit á og svo var það hundurinn Lúkas...Með fullri virðingu fyrir tónmenntakennurunum snjöllu, Hjörleifi og Eiríki, þá er Lúkas hundur í óskilum ársins. Hann hvarf á Akureyri og það barst frá bloggi til bloggs að tiltekinn maður að sunnan hefði sett hann í poka og sparkað honum sem fótbolta væri hingað og þangað af fúlmennsku sinni. Þetta hefði sést og hlaut að vera satt því ekki lýgur bloggið. Nú upphófst mikil múgsefjun og piltkorninu bárust hroðalegar hótanir, allt þar til hundurinn fannst undir Hlíðarfjalli og þurfti að lokka hann heim með sérstöku hundanammi. Málið hefur verið haft til marks um takmarkanir bloggsins: þar geta allir bullað að vild, en aðstæðurnar sem fólkið skrifar við eru þess eðlis að það gerir sér ekki grein fyrir því að það er í rauninni að tjá sig á opinberum vettvangi um lifandi fólk með raunverulegt líf.Má vera. En æsingurinn - þetta deyfða raunveruleikaskyn - var líka birtingarmynd ákveðins hugarástands, einhvers konar vímu, sem DV hafði espað upp með þjóðinni um langa hríð áður en það lagði upp laupana í þáverandi mynd. Guðni Elísson lýsti þessu annarlega ástandi skilmerkilega í tveimur Skírnisgreinum og kenndi við gotneska heimsmynd ritstjóranna sem gerðu einmitt mjög eindregið tilkall til að teljast raunsæir sannleiksboðberar þótt nú viðurkenni Mikael Torfason að hafa iðulega þurft að bæta einu núlli við glæpina úr hversdagsgrámanum.„Geiflaðir hrækjaftar jöpluðu á tuggunni siðferði" orti Sigfús Daðason fyrir mörgum árum um slíka blaðamennsku en samt kann blaðið þrátt fyrir allt að hafa haft viss jákvæð áhrif á íslenskt þjóðlíf með öllum hroðanum og ýkjunum, því það vakti máls - á sinn brútala hátt - á ýmsum meinum sem legið hafa í þagnargildi um árabil: einkum kynferðismisnotkun og illri meðferð á börnum.Ár hinna forsmáðu barnaEftir að öldurnar lægði og hávaðinn hjaðnaði fórum við smám saman að greina raddir úr þjóðardjúpinu sem höfðu að segja sögur sem við þurftum að heyra.Þetta var umfram allt ár krakkanna af vistheimilum hér og þar upp úr miðri tuttugustu öld. Börnin sem voru í rauninni eins konar niðursetningar sögðu nú sögu sína eftir öll þessi ár: fyrstir komu strákarnir úr Breiðavík í ógleymanlegum Kastljósþáttum - strákar á aldri við mig sem höfðu verið teknir burt frá foreldrum sínum og sendir í þessa andstyggilegu vist, og síðan hafa aðrar hetjur stigið fram ein af annarri og deilt með okkur sárum minningum sínum. Þá er hollt að minnast þess að sérhver á rétt á sínum minningum, og til lítils að þrátta við fólk um sannleiksgildi þeirra, en við verðum líka að muna hitt, að sannleikurinn á sér aldrei bara eina vídd, hvað þá bara eina hlið.Kannski var þetta merkisár á sinn hátt: kannski árið þegar hinn viti borni maður fer fyrir alvöru að beina hugarorku sinni að því að draga raunverulega úr mengun andrúmsloftsins í stað þess að spila Svarta-Pétur á ráðstefnum.Hér heima eignuðumst við hálfa vinstri stjórn sem kannski er betri en engin - en þó verri en heil, eins og ráðningarmál hins nýja héraðsdómara vottar. Slík stjórn komst til valda í Reykjavík eftir hina furðulegu atburðarás í kjölfar REI-málsins: fyndnasta mótbáran við útrás íslenskra orkufyrirtækja var óneitanlega sú að í fyrirhuguðum samstarfslöndum væri svo ótryggt stjórnarfar að ekki væri á samninga treystandi: þetta var sagt nokkrum vikum áður en forráðamenn REI urðu að gjalti vegna þess að þeir höfðu ekki tryggt sér pólitískan stuðning við fyrirætlanir sínar.Kannski var þetta ágætt ár. Og vonandi verður það næsta öllum gott. Gleðilegt ár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Það er svo mikið rok þessa dagana að engu er líkara en að maður sé staddur á lokasíðu Hundrað ára einsemdar eftir Marquez. Árið fýkur burt. Því er þeytt í eitthvert svartholið í Miklahvelli þar sem fram fer endurvinnsla á pörtum þess sem birtast okkur svo aftur í nýrri mynd... Dagur reiði? Nei nei. En maður má hafa sig allan við að standa í lappirnar, og öfugt við þá niðja Búendía-ættarinnar sem vitraðist allt á lokasíðunni þá sér maður ósköp fátt þegar tíðindi ársins þjóta hjá manni í velktum blöðum - aðallega þvæld rifrildi... Hundur í óskilumSumt er ys og þys út af engu: dagleg skýrsla um bandarískar barnastjörnur á glapstigum með kornflögunum - og einhvern Peter Doherty með hattkúf sem maður er kominn með ævilanga óbeit á og svo var það hundurinn Lúkas...Með fullri virðingu fyrir tónmenntakennurunum snjöllu, Hjörleifi og Eiríki, þá er Lúkas hundur í óskilum ársins. Hann hvarf á Akureyri og það barst frá bloggi til bloggs að tiltekinn maður að sunnan hefði sett hann í poka og sparkað honum sem fótbolta væri hingað og þangað af fúlmennsku sinni. Þetta hefði sést og hlaut að vera satt því ekki lýgur bloggið. Nú upphófst mikil múgsefjun og piltkorninu bárust hroðalegar hótanir, allt þar til hundurinn fannst undir Hlíðarfjalli og þurfti að lokka hann heim með sérstöku hundanammi. Málið hefur verið haft til marks um takmarkanir bloggsins: þar geta allir bullað að vild, en aðstæðurnar sem fólkið skrifar við eru þess eðlis að það gerir sér ekki grein fyrir því að það er í rauninni að tjá sig á opinberum vettvangi um lifandi fólk með raunverulegt líf.Má vera. En æsingurinn - þetta deyfða raunveruleikaskyn - var líka birtingarmynd ákveðins hugarástands, einhvers konar vímu, sem DV hafði espað upp með þjóðinni um langa hríð áður en það lagði upp laupana í þáverandi mynd. Guðni Elísson lýsti þessu annarlega ástandi skilmerkilega í tveimur Skírnisgreinum og kenndi við gotneska heimsmynd ritstjóranna sem gerðu einmitt mjög eindregið tilkall til að teljast raunsæir sannleiksboðberar þótt nú viðurkenni Mikael Torfason að hafa iðulega þurft að bæta einu núlli við glæpina úr hversdagsgrámanum.„Geiflaðir hrækjaftar jöpluðu á tuggunni siðferði" orti Sigfús Daðason fyrir mörgum árum um slíka blaðamennsku en samt kann blaðið þrátt fyrir allt að hafa haft viss jákvæð áhrif á íslenskt þjóðlíf með öllum hroðanum og ýkjunum, því það vakti máls - á sinn brútala hátt - á ýmsum meinum sem legið hafa í þagnargildi um árabil: einkum kynferðismisnotkun og illri meðferð á börnum.Ár hinna forsmáðu barnaEftir að öldurnar lægði og hávaðinn hjaðnaði fórum við smám saman að greina raddir úr þjóðardjúpinu sem höfðu að segja sögur sem við þurftum að heyra.Þetta var umfram allt ár krakkanna af vistheimilum hér og þar upp úr miðri tuttugustu öld. Börnin sem voru í rauninni eins konar niðursetningar sögðu nú sögu sína eftir öll þessi ár: fyrstir komu strákarnir úr Breiðavík í ógleymanlegum Kastljósþáttum - strákar á aldri við mig sem höfðu verið teknir burt frá foreldrum sínum og sendir í þessa andstyggilegu vist, og síðan hafa aðrar hetjur stigið fram ein af annarri og deilt með okkur sárum minningum sínum. Þá er hollt að minnast þess að sérhver á rétt á sínum minningum, og til lítils að þrátta við fólk um sannleiksgildi þeirra, en við verðum líka að muna hitt, að sannleikurinn á sér aldrei bara eina vídd, hvað þá bara eina hlið.Kannski var þetta merkisár á sinn hátt: kannski árið þegar hinn viti borni maður fer fyrir alvöru að beina hugarorku sinni að því að draga raunverulega úr mengun andrúmsloftsins í stað þess að spila Svarta-Pétur á ráðstefnum.Hér heima eignuðumst við hálfa vinstri stjórn sem kannski er betri en engin - en þó verri en heil, eins og ráðningarmál hins nýja héraðsdómara vottar. Slík stjórn komst til valda í Reykjavík eftir hina furðulegu atburðarás í kjölfar REI-málsins: fyndnasta mótbáran við útrás íslenskra orkufyrirtækja var óneitanlega sú að í fyrirhuguðum samstarfslöndum væri svo ótryggt stjórnarfar að ekki væri á samninga treystandi: þetta var sagt nokkrum vikum áður en forráðamenn REI urðu að gjalti vegna þess að þeir höfðu ekki tryggt sér pólitískan stuðning við fyrirætlanir sínar.Kannski var þetta ágætt ár. Og vonandi verður það næsta öllum gott. Gleðilegt ár!
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun