Tafl þeirra hluta Guðmundur Andri Thorsson skrifar 15. október 2007 00:01 Eftir atburði síðustu viku blasir þetta við: Séu peningar afl þeirra hluta sem gera skal þá eru stjórnmálin tafl þeirra hluta. Þetta verður að haldast í hendur, eins og Sveinn frá Elivogum benti á í sinni frægu og dýru vísu þar sem seinni parturinn fæst með því að taka fyrsta stafinn úr öllum orðunum í fyrripartinum: Sléttum hróður, teflum taflið/ teygjum þráðinn snúna. /Léttum róður, eflum aflið / eygjum ráðin núna. Í hverju peði leynist drottingardraumur og í því ljósi má ef til vill sjá ólma og blinda framrás þeirra sex einstaklinga sem mynda - -með eða án Villa- - borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna og þrömmuðu staðföst beina leið út af skákborðinu. Og kóngurinn óvarinn, bara upp á punt og úti á þekju; sá ekkert og vissi ekkert og heyrði ekkert og skildi ekkert: Ha? Fengu þeir kauprétt? Nei ekki sýna mér blaðið - Ha? Tuttugu ár? Nei ekki segja mér frá því - Ha? Framsókn? Í framrás peðanna var eitthvert sambland af algjöru andvaraleysi og hofmóði, trúmennsku við Svörtuloft Flokksins og þvílíkum skorti á stjórnkænsku að það er næstum því sætt. Og hættulegri þvermóðsku: hefði prinsippunum um að félag í almannaeigu skuli ekki vasast á markaði verið fylgt og hlutur Orkuveitunnar í REI verið seldur hið snarasta - til dæmis Árna Magnússyni, fyrrum Framsóknarráðherra, sem stendur á bak við Glitnis-félagið sem kennir sig við græna orku Geysis - tja þá hefði leiðin verið greið að láta greipar sópa um verðmæti Orkuveitunnar - sem er ekki síst einokunarstaða hennar á markaði, eftirlæti íslenskra kapítalista. Sjálfstæðismenn aðhyllast einkarekstur en treysta engum til að stunda hann - nema kannski Friðriki Sophussyni. Sjálfstæðismenn aðhyllast kapítalisma en þola ekki kapítalista. Þó að þetta viðhorf til auðmanna eigi rætur að rekja til þess að Flokkurinn missti tök sín á viðskiptalífinu í kjölfar þess viðskiptafrelsis sem innleitt var hér með aðildinni að EES þá er þessi andúð á auðmönnum býsna útbreidd meðal þjóðarinnar og ekki alltaf að ósekju.AuðmennÞví auðmenn pirra: þeir nota stundum peningana sem þeir hafa milli handanna - og eru afl þeirra hluta sem skal gera - til að pirra okkur. Þetta eru okrarar sem kaupa lítilfjörleg fótboltalið í útlöndum fyrir gróðann af því að selja okkur grænmeti eða lyf; braskarar sem græða á því að selja og kaupa og selja dönsk héraðsflugfélög; uppskafningar sem komust í bankakaupin af því þeir voru í Framsókn - kunnu taflið til að komast í aflið; landeyður sem urðu ríkar af því að selja raunverulegum sjósóknurum kvóta, það er að segja réttinn á því að sækja sjó sem þeir fengu ókeypis. Þetta eru menn sem gætu breytt íslensku samfélagi til hins verra ef þeir fara sínu fram - samfélagi jafnaðar og kunningsskapar þar sem í einni fjölskyldu geta verið sjómenn, kennarar, bóhemar, jarðfræðingar, smiðir - og jafnvel auðmenn, og er dýnamíkin í okkar samfélagi. Eygjum ráðin núnaEn við sitjum uppi með þá. Og við þurfum að læra á þá – nota löngun þeirra til að skapa eitthvað með auði sínum og þrá þeirra eftir að fá að tilheyra á ný samfélagi okkar. Helsta hlutverk stjórnmálamannanna á okkar dögum er að læra á þessa auðmenn, læra að nota þá – læra að vinna með þeim að því að beina afli peninganna í farsælan farveg; tefla taflið til að efla aflið. Við viljum ekki stjórnmálamenn sem haldnir eru Baugsfóbíunni og eru enn að reyna að rétta hlut Davíðs Oddssonar í einhverjum væringum á tíunda áratug síðustu aldar en við viljum heldur ekki stjórnmálamenn sem standa ekki hnarreistir andspænis þeim. Við viljum ekki stjórnmálamenn sem betla far með þeim í þotunum þeirra, láta bjóða sér endaleysu á borð við kaupréttarsamninga í fyrirtæki í almannaeigu – láta bjóða sér eitthvert bull á ensku í stað raunverulegrar samningagerðar.Dagur Eggertsson og Svandís Svavarsdóttir eru stjórnmálamenn sem við þurfum á að halda núna – læknir og málvísindamaður, greinendur kvilla og merkingar – ærlegt fólk og vel menntað, laust við vanmetakennd eða oflæti – og ef þau misstíga sig þá er Birnu að mæta. Margrét Sverrisdóttir er geðfelldur stjórnmálamaður sem á örugglega eftir að fara vel með völd en Björn Ingi Hrafnsson fær hér tækifæri til að sýna fram á samfélagslegan þroska sinn. Hans bíður nú það verkefni að setja Framsóknarflokkinn í hundahreinsun – losa flokkinn við SÍSarminn, samband íslenskra sérgæskumanna. Það er lífsspursmál. Þá getur komið sér vel að Björn Ingi kann augljóslega að tefla taflið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Eftir atburði síðustu viku blasir þetta við: Séu peningar afl þeirra hluta sem gera skal þá eru stjórnmálin tafl þeirra hluta. Þetta verður að haldast í hendur, eins og Sveinn frá Elivogum benti á í sinni frægu og dýru vísu þar sem seinni parturinn fæst með því að taka fyrsta stafinn úr öllum orðunum í fyrripartinum: Sléttum hróður, teflum taflið/ teygjum þráðinn snúna. /Léttum róður, eflum aflið / eygjum ráðin núna. Í hverju peði leynist drottingardraumur og í því ljósi má ef til vill sjá ólma og blinda framrás þeirra sex einstaklinga sem mynda - -með eða án Villa- - borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna og þrömmuðu staðföst beina leið út af skákborðinu. Og kóngurinn óvarinn, bara upp á punt og úti á þekju; sá ekkert og vissi ekkert og heyrði ekkert og skildi ekkert: Ha? Fengu þeir kauprétt? Nei ekki sýna mér blaðið - Ha? Tuttugu ár? Nei ekki segja mér frá því - Ha? Framsókn? Í framrás peðanna var eitthvert sambland af algjöru andvaraleysi og hofmóði, trúmennsku við Svörtuloft Flokksins og þvílíkum skorti á stjórnkænsku að það er næstum því sætt. Og hættulegri þvermóðsku: hefði prinsippunum um að félag í almannaeigu skuli ekki vasast á markaði verið fylgt og hlutur Orkuveitunnar í REI verið seldur hið snarasta - til dæmis Árna Magnússyni, fyrrum Framsóknarráðherra, sem stendur á bak við Glitnis-félagið sem kennir sig við græna orku Geysis - tja þá hefði leiðin verið greið að láta greipar sópa um verðmæti Orkuveitunnar - sem er ekki síst einokunarstaða hennar á markaði, eftirlæti íslenskra kapítalista. Sjálfstæðismenn aðhyllast einkarekstur en treysta engum til að stunda hann - nema kannski Friðriki Sophussyni. Sjálfstæðismenn aðhyllast kapítalisma en þola ekki kapítalista. Þó að þetta viðhorf til auðmanna eigi rætur að rekja til þess að Flokkurinn missti tök sín á viðskiptalífinu í kjölfar þess viðskiptafrelsis sem innleitt var hér með aðildinni að EES þá er þessi andúð á auðmönnum býsna útbreidd meðal þjóðarinnar og ekki alltaf að ósekju.AuðmennÞví auðmenn pirra: þeir nota stundum peningana sem þeir hafa milli handanna - og eru afl þeirra hluta sem skal gera - til að pirra okkur. Þetta eru okrarar sem kaupa lítilfjörleg fótboltalið í útlöndum fyrir gróðann af því að selja okkur grænmeti eða lyf; braskarar sem græða á því að selja og kaupa og selja dönsk héraðsflugfélög; uppskafningar sem komust í bankakaupin af því þeir voru í Framsókn - kunnu taflið til að komast í aflið; landeyður sem urðu ríkar af því að selja raunverulegum sjósóknurum kvóta, það er að segja réttinn á því að sækja sjó sem þeir fengu ókeypis. Þetta eru menn sem gætu breytt íslensku samfélagi til hins verra ef þeir fara sínu fram - samfélagi jafnaðar og kunningsskapar þar sem í einni fjölskyldu geta verið sjómenn, kennarar, bóhemar, jarðfræðingar, smiðir - og jafnvel auðmenn, og er dýnamíkin í okkar samfélagi. Eygjum ráðin núnaEn við sitjum uppi með þá. Og við þurfum að læra á þá – nota löngun þeirra til að skapa eitthvað með auði sínum og þrá þeirra eftir að fá að tilheyra á ný samfélagi okkar. Helsta hlutverk stjórnmálamannanna á okkar dögum er að læra á þessa auðmenn, læra að nota þá – læra að vinna með þeim að því að beina afli peninganna í farsælan farveg; tefla taflið til að efla aflið. Við viljum ekki stjórnmálamenn sem haldnir eru Baugsfóbíunni og eru enn að reyna að rétta hlut Davíðs Oddssonar í einhverjum væringum á tíunda áratug síðustu aldar en við viljum heldur ekki stjórnmálamenn sem standa ekki hnarreistir andspænis þeim. Við viljum ekki stjórnmálamenn sem betla far með þeim í þotunum þeirra, láta bjóða sér endaleysu á borð við kaupréttarsamninga í fyrirtæki í almannaeigu – láta bjóða sér eitthvert bull á ensku í stað raunverulegrar samningagerðar.Dagur Eggertsson og Svandís Svavarsdóttir eru stjórnmálamenn sem við þurfum á að halda núna – læknir og málvísindamaður, greinendur kvilla og merkingar – ærlegt fólk og vel menntað, laust við vanmetakennd eða oflæti – og ef þau misstíga sig þá er Birnu að mæta. Margrét Sverrisdóttir er geðfelldur stjórnmálamaður sem á örugglega eftir að fara vel með völd en Björn Ingi Hrafnsson fær hér tækifæri til að sýna fram á samfélagslegan þroska sinn. Hans bíður nú það verkefni að setja Framsóknarflokkinn í hundahreinsun – losa flokkinn við SÍSarminn, samband íslenskra sérgæskumanna. Það er lífsspursmál. Þá getur komið sér vel að Björn Ingi kann augljóslega að tefla taflið.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun