Tafl þeirra hluta Guðmundur Andri Thorsson skrifar 15. október 2007 00:01 Eftir atburði síðustu viku blasir þetta við: Séu peningar afl þeirra hluta sem gera skal þá eru stjórnmálin tafl þeirra hluta. Þetta verður að haldast í hendur, eins og Sveinn frá Elivogum benti á í sinni frægu og dýru vísu þar sem seinni parturinn fæst með því að taka fyrsta stafinn úr öllum orðunum í fyrripartinum: Sléttum hróður, teflum taflið/ teygjum þráðinn snúna. /Léttum róður, eflum aflið / eygjum ráðin núna. Í hverju peði leynist drottingardraumur og í því ljósi má ef til vill sjá ólma og blinda framrás þeirra sex einstaklinga sem mynda - -með eða án Villa- - borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna og þrömmuðu staðföst beina leið út af skákborðinu. Og kóngurinn óvarinn, bara upp á punt og úti á þekju; sá ekkert og vissi ekkert og heyrði ekkert og skildi ekkert: Ha? Fengu þeir kauprétt? Nei ekki sýna mér blaðið - Ha? Tuttugu ár? Nei ekki segja mér frá því - Ha? Framsókn? Í framrás peðanna var eitthvert sambland af algjöru andvaraleysi og hofmóði, trúmennsku við Svörtuloft Flokksins og þvílíkum skorti á stjórnkænsku að það er næstum því sætt. Og hættulegri þvermóðsku: hefði prinsippunum um að félag í almannaeigu skuli ekki vasast á markaði verið fylgt og hlutur Orkuveitunnar í REI verið seldur hið snarasta - til dæmis Árna Magnússyni, fyrrum Framsóknarráðherra, sem stendur á bak við Glitnis-félagið sem kennir sig við græna orku Geysis - tja þá hefði leiðin verið greið að láta greipar sópa um verðmæti Orkuveitunnar - sem er ekki síst einokunarstaða hennar á markaði, eftirlæti íslenskra kapítalista. Sjálfstæðismenn aðhyllast einkarekstur en treysta engum til að stunda hann - nema kannski Friðriki Sophussyni. Sjálfstæðismenn aðhyllast kapítalisma en þola ekki kapítalista. Þó að þetta viðhorf til auðmanna eigi rætur að rekja til þess að Flokkurinn missti tök sín á viðskiptalífinu í kjölfar þess viðskiptafrelsis sem innleitt var hér með aðildinni að EES þá er þessi andúð á auðmönnum býsna útbreidd meðal þjóðarinnar og ekki alltaf að ósekju.AuðmennÞví auðmenn pirra: þeir nota stundum peningana sem þeir hafa milli handanna - og eru afl þeirra hluta sem skal gera - til að pirra okkur. Þetta eru okrarar sem kaupa lítilfjörleg fótboltalið í útlöndum fyrir gróðann af því að selja okkur grænmeti eða lyf; braskarar sem græða á því að selja og kaupa og selja dönsk héraðsflugfélög; uppskafningar sem komust í bankakaupin af því þeir voru í Framsókn - kunnu taflið til að komast í aflið; landeyður sem urðu ríkar af því að selja raunverulegum sjósóknurum kvóta, það er að segja réttinn á því að sækja sjó sem þeir fengu ókeypis. Þetta eru menn sem gætu breytt íslensku samfélagi til hins verra ef þeir fara sínu fram - samfélagi jafnaðar og kunningsskapar þar sem í einni fjölskyldu geta verið sjómenn, kennarar, bóhemar, jarðfræðingar, smiðir - og jafnvel auðmenn, og er dýnamíkin í okkar samfélagi. Eygjum ráðin núnaEn við sitjum uppi með þá. Og við þurfum að læra á þá – nota löngun þeirra til að skapa eitthvað með auði sínum og þrá þeirra eftir að fá að tilheyra á ný samfélagi okkar. Helsta hlutverk stjórnmálamannanna á okkar dögum er að læra á þessa auðmenn, læra að nota þá – læra að vinna með þeim að því að beina afli peninganna í farsælan farveg; tefla taflið til að efla aflið. Við viljum ekki stjórnmálamenn sem haldnir eru Baugsfóbíunni og eru enn að reyna að rétta hlut Davíðs Oddssonar í einhverjum væringum á tíunda áratug síðustu aldar en við viljum heldur ekki stjórnmálamenn sem standa ekki hnarreistir andspænis þeim. Við viljum ekki stjórnmálamenn sem betla far með þeim í þotunum þeirra, láta bjóða sér endaleysu á borð við kaupréttarsamninga í fyrirtæki í almannaeigu – láta bjóða sér eitthvert bull á ensku í stað raunverulegrar samningagerðar.Dagur Eggertsson og Svandís Svavarsdóttir eru stjórnmálamenn sem við þurfum á að halda núna – læknir og málvísindamaður, greinendur kvilla og merkingar – ærlegt fólk og vel menntað, laust við vanmetakennd eða oflæti – og ef þau misstíga sig þá er Birnu að mæta. Margrét Sverrisdóttir er geðfelldur stjórnmálamaður sem á örugglega eftir að fara vel með völd en Björn Ingi Hrafnsson fær hér tækifæri til að sýna fram á samfélagslegan þroska sinn. Hans bíður nú það verkefni að setja Framsóknarflokkinn í hundahreinsun – losa flokkinn við SÍSarminn, samband íslenskra sérgæskumanna. Það er lífsspursmál. Þá getur komið sér vel að Björn Ingi kann augljóslega að tefla taflið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Eftir atburði síðustu viku blasir þetta við: Séu peningar afl þeirra hluta sem gera skal þá eru stjórnmálin tafl þeirra hluta. Þetta verður að haldast í hendur, eins og Sveinn frá Elivogum benti á í sinni frægu og dýru vísu þar sem seinni parturinn fæst með því að taka fyrsta stafinn úr öllum orðunum í fyrripartinum: Sléttum hróður, teflum taflið/ teygjum þráðinn snúna. /Léttum róður, eflum aflið / eygjum ráðin núna. Í hverju peði leynist drottingardraumur og í því ljósi má ef til vill sjá ólma og blinda framrás þeirra sex einstaklinga sem mynda - -með eða án Villa- - borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna og þrömmuðu staðföst beina leið út af skákborðinu. Og kóngurinn óvarinn, bara upp á punt og úti á þekju; sá ekkert og vissi ekkert og heyrði ekkert og skildi ekkert: Ha? Fengu þeir kauprétt? Nei ekki sýna mér blaðið - Ha? Tuttugu ár? Nei ekki segja mér frá því - Ha? Framsókn? Í framrás peðanna var eitthvert sambland af algjöru andvaraleysi og hofmóði, trúmennsku við Svörtuloft Flokksins og þvílíkum skorti á stjórnkænsku að það er næstum því sætt. Og hættulegri þvermóðsku: hefði prinsippunum um að félag í almannaeigu skuli ekki vasast á markaði verið fylgt og hlutur Orkuveitunnar í REI verið seldur hið snarasta - til dæmis Árna Magnússyni, fyrrum Framsóknarráðherra, sem stendur á bak við Glitnis-félagið sem kennir sig við græna orku Geysis - tja þá hefði leiðin verið greið að láta greipar sópa um verðmæti Orkuveitunnar - sem er ekki síst einokunarstaða hennar á markaði, eftirlæti íslenskra kapítalista. Sjálfstæðismenn aðhyllast einkarekstur en treysta engum til að stunda hann - nema kannski Friðriki Sophussyni. Sjálfstæðismenn aðhyllast kapítalisma en þola ekki kapítalista. Þó að þetta viðhorf til auðmanna eigi rætur að rekja til þess að Flokkurinn missti tök sín á viðskiptalífinu í kjölfar þess viðskiptafrelsis sem innleitt var hér með aðildinni að EES þá er þessi andúð á auðmönnum býsna útbreidd meðal þjóðarinnar og ekki alltaf að ósekju.AuðmennÞví auðmenn pirra: þeir nota stundum peningana sem þeir hafa milli handanna - og eru afl þeirra hluta sem skal gera - til að pirra okkur. Þetta eru okrarar sem kaupa lítilfjörleg fótboltalið í útlöndum fyrir gróðann af því að selja okkur grænmeti eða lyf; braskarar sem græða á því að selja og kaupa og selja dönsk héraðsflugfélög; uppskafningar sem komust í bankakaupin af því þeir voru í Framsókn - kunnu taflið til að komast í aflið; landeyður sem urðu ríkar af því að selja raunverulegum sjósóknurum kvóta, það er að segja réttinn á því að sækja sjó sem þeir fengu ókeypis. Þetta eru menn sem gætu breytt íslensku samfélagi til hins verra ef þeir fara sínu fram - samfélagi jafnaðar og kunningsskapar þar sem í einni fjölskyldu geta verið sjómenn, kennarar, bóhemar, jarðfræðingar, smiðir - og jafnvel auðmenn, og er dýnamíkin í okkar samfélagi. Eygjum ráðin núnaEn við sitjum uppi með þá. Og við þurfum að læra á þá – nota löngun þeirra til að skapa eitthvað með auði sínum og þrá þeirra eftir að fá að tilheyra á ný samfélagi okkar. Helsta hlutverk stjórnmálamannanna á okkar dögum er að læra á þessa auðmenn, læra að nota þá – læra að vinna með þeim að því að beina afli peninganna í farsælan farveg; tefla taflið til að efla aflið. Við viljum ekki stjórnmálamenn sem haldnir eru Baugsfóbíunni og eru enn að reyna að rétta hlut Davíðs Oddssonar í einhverjum væringum á tíunda áratug síðustu aldar en við viljum heldur ekki stjórnmálamenn sem standa ekki hnarreistir andspænis þeim. Við viljum ekki stjórnmálamenn sem betla far með þeim í þotunum þeirra, láta bjóða sér endaleysu á borð við kaupréttarsamninga í fyrirtæki í almannaeigu – láta bjóða sér eitthvert bull á ensku í stað raunverulegrar samningagerðar.Dagur Eggertsson og Svandís Svavarsdóttir eru stjórnmálamenn sem við þurfum á að halda núna – læknir og málvísindamaður, greinendur kvilla og merkingar – ærlegt fólk og vel menntað, laust við vanmetakennd eða oflæti – og ef þau misstíga sig þá er Birnu að mæta. Margrét Sverrisdóttir er geðfelldur stjórnmálamaður sem á örugglega eftir að fara vel með völd en Björn Ingi Hrafnsson fær hér tækifæri til að sýna fram á samfélagslegan þroska sinn. Hans bíður nú það verkefni að setja Framsóknarflokkinn í hundahreinsun – losa flokkinn við SÍSarminn, samband íslenskra sérgæskumanna. Það er lífsspursmál. Þá getur komið sér vel að Björn Ingi kann augljóslega að tefla taflið.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun