Heiðra skaltu grunngildin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 1. október 2007 00:01 Nixon stjórnin í Bandaríkjunum þótti sérlega ófyrirleitin í garð andstæðinga sinna á fyrri hluta áttunda áratugarins. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á njósnum og öðru áreiti FBI, sérsveitum stjórnarinnar, var John Lennon en eftir að slitnaði upp úr bandi hans og Pauls og hinna Bítlanna sótti hann það fast að fá að búa í New York með Yoko. Þeirri sömu Yoko sem nú er að koma til landsins að vígja friðarsúlu - og ætlar að hafa með sér Paul og Ringo til marks um löngun sína til að lifa í friði við aðra menn.Lennon og BítlagæslumennirnirNema hvað: í Bandaríkjunum fást birt gömul skjöl þótt óþægileg séu fyrir ráðamenn. Og þau votta að Nixon-stjórnin og sérsveit ríkislögreglustjórans J. Edgars Hoovers töldu það miklu varða að koma John Lennon úr landi og réru að því öllum árum að honum yrði neitað um dvalarleyfi í landinu. Þetta var vegna þess að hann tók á þessum árum virkan þátt í mótmælum gegn stefnu stjórnarinnar í Víetnamstríðinu sem náði þá sínu villimannlega hámarki með glórulausum loftárásum á Víetnam og Kambódíu.Þeir töldu að mótmæli Lennons stríddu gegn þeim „grunngildum" sem þeir trúðu á og töldu vera grunngildi samfélagsins. En jafnvel þessir ofstækisfullu og óprúttnu menn sáu að þeim myndu þurfa að bera fram haldbetri ástæðu fyrir því að vísa honum úr landi en að hann bryti „gegn grunngildum samfélagsins".Þessi í stað vísuðu þeir til þess að í fórum Ono-hjónanna hefði fundist lítilræði af marjúana í London nokkrum árum fyrr. Eins og skjölin votta var þetta augljóst yfirvarp, ekki síst á þessum árum þegar flestir töldu hampefni skaðlítinn gleðigjafa og áhrif þeirra á geðheilsu manna voru mjög vanmetin.KylfukláðiÍ síðustu viku flutti fréttastofa Ríkisútvarpsins okkur þær fregnir að íslenska lögreglan hefði farið fram á það við Útlendingastofnun að enskum jarðfræðingi Miriam Rose yrði meinuð landvist hér þótt hún eigi íslenskan unnusta og íslenska tengdafjölskyldu og hafi þannig þegar skotið rótum hér. Ekki mun hún uppvís að glæpastarfsemi í landinu en klifraði víst einhvern tímann upp í krana í mótmæla- aðgerðum Saving Iceland og truflaði vinnu um hríð.Ástæðan sem lögreglan gefur fyrir beiðni sinni er þessi: Miriam Rose ógnar „grunn- gildum samfélagsins“ með mótmælum sínum gegn stóriðju. Af einhverjum ástæðum virðist ríkislögreglustjóri standa í þeirri trú að helsta hlutverk lögreglunnar hér á landi sé að standa vörð um álversframkvæmdir. Í því skyni að bæla niður ímyndaðar óeirðir kringum þær hefur hann stóreflt óeirðalögreglu, svonefnda „sérsveit“, á kostnað annarra deilda með þeim afleiðingum að sárlega hefur skort lögreglumenn til raunveru- legra löggæslustarfa, en eins og kunnugt er felast slík störf hér á landi einkum í því að stöðva séríslenskar ölæðisaðgerðir.Skörin er farin að færast upp í bekkinn hvað þessa ál-meinloku lögreglunnar varðar þegar hún er farin að senda út tilmæli um að manneskja sem allt bendir til að geti orðið nýtur borgari skuli flæmd úr landi fyrir þær sakir að hafa barist fyrir náttúruvernd. Vissulega hefur manni á köflum fundist Saving Iceland fremur sýna veikleika andstöð- unnar við virkjanir hér á landi en styrk, og þá verr af stað farið en heima setið í aðgerðum í mál- efnum þar sem helst þyrfti að höfða til almennings og smáborgaranna alveg sérstaklega.En það er bara eins og hver önnur skoðun á aðgerðum fólks í frjálsu landi, röng eða rétt eftir atvikum. Lögreglan á hins vegar ekki að hafa skoðun á réttmæti mótmælaaðgerða. Almennt á hún ekki að skipta sér af mótmælaaðgerðum nema greiða fyrir þeim og passa að þær fari ekki úr böndunum. Framganga lögreglunnar við Saving Iceland hefur vitnað um einhvern hvimleiðan kylfukláða og sýnir vanþroskað lýðræðisskyn.Það fer vel á því að hugleidd séu „grunngildi samfélagsins“ þegar umsókn Miriam Rose verður tekin fyrir af Útlendinga- stofnun því hluti af þeim er rétturinn til að mótmæla, rétturinn til að hafa aðra skoðun en stjórnvöld og rétturinn til að láta óvinsæla skoðun í ljós með þeim hætti að eftir sé tekið – allt þetta sem Hirsi Ali var á dögunum að hrósa okkur fyrir. Ætli niðurstaðan verði ekki sú að Miriam Rose hafi einmitt starfað í anda þessara grunngilda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Nixon stjórnin í Bandaríkjunum þótti sérlega ófyrirleitin í garð andstæðinga sinna á fyrri hluta áttunda áratugarins. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á njósnum og öðru áreiti FBI, sérsveitum stjórnarinnar, var John Lennon en eftir að slitnaði upp úr bandi hans og Pauls og hinna Bítlanna sótti hann það fast að fá að búa í New York með Yoko. Þeirri sömu Yoko sem nú er að koma til landsins að vígja friðarsúlu - og ætlar að hafa með sér Paul og Ringo til marks um löngun sína til að lifa í friði við aðra menn.Lennon og BítlagæslumennirnirNema hvað: í Bandaríkjunum fást birt gömul skjöl þótt óþægileg séu fyrir ráðamenn. Og þau votta að Nixon-stjórnin og sérsveit ríkislögreglustjórans J. Edgars Hoovers töldu það miklu varða að koma John Lennon úr landi og réru að því öllum árum að honum yrði neitað um dvalarleyfi í landinu. Þetta var vegna þess að hann tók á þessum árum virkan þátt í mótmælum gegn stefnu stjórnarinnar í Víetnamstríðinu sem náði þá sínu villimannlega hámarki með glórulausum loftárásum á Víetnam og Kambódíu.Þeir töldu að mótmæli Lennons stríddu gegn þeim „grunngildum" sem þeir trúðu á og töldu vera grunngildi samfélagsins. En jafnvel þessir ofstækisfullu og óprúttnu menn sáu að þeim myndu þurfa að bera fram haldbetri ástæðu fyrir því að vísa honum úr landi en að hann bryti „gegn grunngildum samfélagsins".Þessi í stað vísuðu þeir til þess að í fórum Ono-hjónanna hefði fundist lítilræði af marjúana í London nokkrum árum fyrr. Eins og skjölin votta var þetta augljóst yfirvarp, ekki síst á þessum árum þegar flestir töldu hampefni skaðlítinn gleðigjafa og áhrif þeirra á geðheilsu manna voru mjög vanmetin.KylfukláðiÍ síðustu viku flutti fréttastofa Ríkisútvarpsins okkur þær fregnir að íslenska lögreglan hefði farið fram á það við Útlendingastofnun að enskum jarðfræðingi Miriam Rose yrði meinuð landvist hér þótt hún eigi íslenskan unnusta og íslenska tengdafjölskyldu og hafi þannig þegar skotið rótum hér. Ekki mun hún uppvís að glæpastarfsemi í landinu en klifraði víst einhvern tímann upp í krana í mótmæla- aðgerðum Saving Iceland og truflaði vinnu um hríð.Ástæðan sem lögreglan gefur fyrir beiðni sinni er þessi: Miriam Rose ógnar „grunn- gildum samfélagsins“ með mótmælum sínum gegn stóriðju. Af einhverjum ástæðum virðist ríkislögreglustjóri standa í þeirri trú að helsta hlutverk lögreglunnar hér á landi sé að standa vörð um álversframkvæmdir. Í því skyni að bæla niður ímyndaðar óeirðir kringum þær hefur hann stóreflt óeirðalögreglu, svonefnda „sérsveit“, á kostnað annarra deilda með þeim afleiðingum að sárlega hefur skort lögreglumenn til raunveru- legra löggæslustarfa, en eins og kunnugt er felast slík störf hér á landi einkum í því að stöðva séríslenskar ölæðisaðgerðir.Skörin er farin að færast upp í bekkinn hvað þessa ál-meinloku lögreglunnar varðar þegar hún er farin að senda út tilmæli um að manneskja sem allt bendir til að geti orðið nýtur borgari skuli flæmd úr landi fyrir þær sakir að hafa barist fyrir náttúruvernd. Vissulega hefur manni á köflum fundist Saving Iceland fremur sýna veikleika andstöð- unnar við virkjanir hér á landi en styrk, og þá verr af stað farið en heima setið í aðgerðum í mál- efnum þar sem helst þyrfti að höfða til almennings og smáborgaranna alveg sérstaklega.En það er bara eins og hver önnur skoðun á aðgerðum fólks í frjálsu landi, röng eða rétt eftir atvikum. Lögreglan á hins vegar ekki að hafa skoðun á réttmæti mótmælaaðgerða. Almennt á hún ekki að skipta sér af mótmælaaðgerðum nema greiða fyrir þeim og passa að þær fari ekki úr böndunum. Framganga lögreglunnar við Saving Iceland hefur vitnað um einhvern hvimleiðan kylfukláða og sýnir vanþroskað lýðræðisskyn.Það fer vel á því að hugleidd séu „grunngildi samfélagsins“ þegar umsókn Miriam Rose verður tekin fyrir af Útlendinga- stofnun því hluti af þeim er rétturinn til að mótmæla, rétturinn til að hafa aðra skoðun en stjórnvöld og rétturinn til að láta óvinsæla skoðun í ljós með þeim hætti að eftir sé tekið – allt þetta sem Hirsi Ali var á dögunum að hrósa okkur fyrir. Ætli niðurstaðan verði ekki sú að Miriam Rose hafi einmitt starfað í anda þessara grunngilda.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun