Tónlist

Franskt rokk í kvöld

Frönsku rokkararnir í Daitro halda tvenna tónleika hér á landi.
Frönsku rokkararnir í Daitro halda tvenna tónleika hér á landi.

Franska rokksveitin Daitro heldur tvenna tónleika hérlendis í kvöld og annað kvöld. Daitro kemur frá borginni Lyon og hefur starfað saman í tæp sex ár. Hljómsveitin er oft nefnd konungur screamo-senunnar og á stóran aðdáendahóp þótt hún sé grasrótarhljómsveit. Spilar sveitin hráa, harða, en tilfinningaríka tónlist.

Fyrri tónleikar Daitro verða í Kaffi Hljómalind í kvöld klukkan 19.30 þar sem Fighting Shit og My Summer As A Salvation Soldier hita upp. Hinir síðari verða á Bar 11 annað kvöld og hefjast þeir klukkan 21.30. Miðaverð á báða tónleikana er 800 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×