Dísilbílarnir menga minnst 12. júlí 2007 05:00 Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB blaðsins, segir skilgreiningu á umhverfisvænum bíl vera þá að þeir blási frá sér minna en 120 grömmum af koltvísýringi á hvern ekinn kílómetra. MYND/GVA Umhverfisvænir bílar hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og hefur forseti Íslands nú bæst í hóp þeirra sem velja þann kost. Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB blaðsins, segir Svía lengst á veg komna með að skilgreina hvaða bílar séu umhverfisvænir. „Svíar skilgreina umhverfisvæna bíla þannig að þeir blása frá sér minna en 120 grömmum af koltvísýringi á hvern ekinn kílómetra. Þá er alveg sama hverju þeir brenna," segir Stefán og bætir því við að auðveldast sé að ná þeim markmiðum með dísilvélum. „Þess vegna eru fleiri dísilbílar sem falla í flokk umhverfisvænna bíla en bensínbílar og aðrir bílar, meira að segja þótt þeir brenni metanóli." Stefán nefnir litlu þríeinu bílana Toyota Aygo, Citroen C1 og Peugeot 107 sem allir séu vel undir mörkum en í raun sé þetta sami bíllinn með mismunandi útliti. BMW 7 línan er umhverfisvæn og bílarnir ganga fyrir vetni. Spurður hvort það sé á hvers manns færi í dag að vera á bíl sem gengur fyrir óhefðbundnu eldsneyti, segir Stefán: „Metanbílarnir hafa nú þann voðalega annmarka að metanið fæst ekki nema á einum stað í Reykjavík og hvergi annars staðar á landinu. Vegna þess að minni orka er í hverjum rúmmetra af metangasinu þá þarf oftar að fylla á metanbílana og maður kemst varla til Akureyrar á einum tanki af metangasi þannig að maður þyrfti þá að keyra á bensíni til baka." Stefán segir að þegar framleiðendur sjálfir auglýsi að bílar séu umhverfisvænir þá sé það ekki endilega sannleikanum samkvæmt. „Ég væri til dæmis ekkert endilega tilbúinn að samþykkja að tvinnbílar sem eru með bensínvél til að framleiða straum sem svo er notaður til að snúa hjólunum séu neitt sérstaklega umhverfisvænir. Þar er kominn inn aukamilliliður, aukin þyngd og flóknari búnaður og meiri orku þarf til að knýja bílinn áfram," segir Stefán og bætir við: Toyota Prius er tvinnbíll og segist Stefán ekki endilega tilbúinn að samþykkja að slíkir bílar séu sérstaklega umhverfisvænir eins og jafnan er haldið fram.MYND/E.ól „Snilldin í þessum bílum felst hins vegar í því að þegar maður bremsar þá breytir bíllinn hemlunarorkunni í straum og hleður honum inn á batteríið. Úti á vegum þegar ekki er mikið verið að hemla þá græðir maður ekkert á þessu." Stefán segir nýja forsetabílinn einmitt vera tvinnbíl og því fínan inni í borginni því þar eyði hann örugglega ekki miklu þar sem hann er alltaf að endurnýta hemlunarorkuna. Bílar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Umhverfisvænir bílar hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og hefur forseti Íslands nú bæst í hóp þeirra sem velja þann kost. Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB blaðsins, segir Svía lengst á veg komna með að skilgreina hvaða bílar séu umhverfisvænir. „Svíar skilgreina umhverfisvæna bíla þannig að þeir blása frá sér minna en 120 grömmum af koltvísýringi á hvern ekinn kílómetra. Þá er alveg sama hverju þeir brenna," segir Stefán og bætir því við að auðveldast sé að ná þeim markmiðum með dísilvélum. „Þess vegna eru fleiri dísilbílar sem falla í flokk umhverfisvænna bíla en bensínbílar og aðrir bílar, meira að segja þótt þeir brenni metanóli." Stefán nefnir litlu þríeinu bílana Toyota Aygo, Citroen C1 og Peugeot 107 sem allir séu vel undir mörkum en í raun sé þetta sami bíllinn með mismunandi útliti. BMW 7 línan er umhverfisvæn og bílarnir ganga fyrir vetni. Spurður hvort það sé á hvers manns færi í dag að vera á bíl sem gengur fyrir óhefðbundnu eldsneyti, segir Stefán: „Metanbílarnir hafa nú þann voðalega annmarka að metanið fæst ekki nema á einum stað í Reykjavík og hvergi annars staðar á landinu. Vegna þess að minni orka er í hverjum rúmmetra af metangasinu þá þarf oftar að fylla á metanbílana og maður kemst varla til Akureyrar á einum tanki af metangasi þannig að maður þyrfti þá að keyra á bensíni til baka." Stefán segir að þegar framleiðendur sjálfir auglýsi að bílar séu umhverfisvænir þá sé það ekki endilega sannleikanum samkvæmt. „Ég væri til dæmis ekkert endilega tilbúinn að samþykkja að tvinnbílar sem eru með bensínvél til að framleiða straum sem svo er notaður til að snúa hjólunum séu neitt sérstaklega umhverfisvænir. Þar er kominn inn aukamilliliður, aukin þyngd og flóknari búnaður og meiri orku þarf til að knýja bílinn áfram," segir Stefán og bætir við: Toyota Prius er tvinnbíll og segist Stefán ekki endilega tilbúinn að samþykkja að slíkir bílar séu sérstaklega umhverfisvænir eins og jafnan er haldið fram.MYND/E.ól „Snilldin í þessum bílum felst hins vegar í því að þegar maður bremsar þá breytir bíllinn hemlunarorkunni í straum og hleður honum inn á batteríið. Úti á vegum þegar ekki er mikið verið að hemla þá græðir maður ekkert á þessu." Stefán segir nýja forsetabílinn einmitt vera tvinnbíl og því fínan inni í borginni því þar eyði hann örugglega ekki miklu þar sem hann er alltaf að endurnýta hemlunarorkuna.
Bílar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira