Breiðablik lagði Fjölni

Breiðablik bar sigurorð af Fjölni í Kópavoginum 2-1 í síðari leik kvöldsins í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Margrét Magnúsdóttir kom Fjölni yfir en Guðrún Sóley Gunnarsdóttir jafnaði metin. Katherine Moss skoraði svo sigurmark Breiðabliks sem er komið með tíu stig eftir sjö leiki.