Ég er kominn í rétta stöðu 12. júní 2007 09:30 Bjarni Guðjónsson fagnar hér marki með Skagamaönnum en hann hefur verið að leika vel í sumar. Skagamenn innbyrtu sinn fyrsta sigur á sunnudagskvöld þegar KR kom í heimsókn. Bjarni Guðjónsson átti frábæran leik fyrir ÍA. Var sem kóngur á miðjunni, stýrði spili ÍA eins og hershöfðingi, sinnti varnarskyldunni vel og skoraði mark. „Við höfum lagt upp með að spila góðan fótbolta síðan kallinn tók við og æfingarnar í vetur voru byggðar upp á fótbolta og lítið um hlaup. Það er rétt stefna að mínu mati," sagði Bjarni en ÍA lék engan kraftabolta gegn KR heldur hraðan og léttleikandi fótbolta. Smá áherslubreytingar voru á leik ÍA en Helgi Pétur var djúpur fyrir aftan Bjarna og Jón Vilhelm og segir Bjarni að þetta leikkerfi henti sér mjög vel. „Þessi staða hentar mér betur en þær stöður sem ég spilaði áður. Nú get ég farið meira fram á við og það hentar mér betur," sagði Bjarni sem hefur mikla ábyrgð í liðinu en honum líkar það vel. „Ég geri þá kröfu á sjálfan mig að spila vel og við reynslumeiri mennirnir eigum að draga vagninn. Það er bara sjálfsögð krafa." Það gekk afar illa hjá ÍA að fá erlendan liðsstyrk fyrir mótið en að lokum komu tveir sterkir Króatar sem hafa þegar sett mikinn svip á ÍA-liðið. „Það skiptir öllu að fá þessa menn inn enda sárvantaði okkur slíka menn. Hefðu þeir komið fyrr þá værum við ofar í deildinni," sagði Bjarni sem telur ekki að FH muni stinga af enda hafi ÍA og Fylkir sýnt hvað sé hægt að gera gegn FH. Það hefur mikið verið talað um skort á vel spilandi miðjumönnum í íslenska landsliðinu og mörgum finnst það skrítið að Eyjólfur gangi fram hjá mönnum á borð við Bjarna og bróður hans, Jóhannesi Karli. „Ég tók þá ákvörðun sem atvinnumaður að hætta að svekkja mig á því þegar ég er ekki valinn í landsliðið. Þegar ég var atvinnumaður var það gríðarlega svekkjandi að vera ekki valinn en er það ekki lengur," sagði Bjarni sem hefur síður en svo gefið það upp á bátinn að leika aftur með landsliðinu. „Ég hef ekki lagt landsliðsskónum en velti mér ekki upp úr því þó ég sé ekki valinn. Ég gef enn kost á mér og yrði ánægður ef kallið kæmi," sagði Bjarni Guðjónsson. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira
Skagamenn innbyrtu sinn fyrsta sigur á sunnudagskvöld þegar KR kom í heimsókn. Bjarni Guðjónsson átti frábæran leik fyrir ÍA. Var sem kóngur á miðjunni, stýrði spili ÍA eins og hershöfðingi, sinnti varnarskyldunni vel og skoraði mark. „Við höfum lagt upp með að spila góðan fótbolta síðan kallinn tók við og æfingarnar í vetur voru byggðar upp á fótbolta og lítið um hlaup. Það er rétt stefna að mínu mati," sagði Bjarni en ÍA lék engan kraftabolta gegn KR heldur hraðan og léttleikandi fótbolta. Smá áherslubreytingar voru á leik ÍA en Helgi Pétur var djúpur fyrir aftan Bjarna og Jón Vilhelm og segir Bjarni að þetta leikkerfi henti sér mjög vel. „Þessi staða hentar mér betur en þær stöður sem ég spilaði áður. Nú get ég farið meira fram á við og það hentar mér betur," sagði Bjarni sem hefur mikla ábyrgð í liðinu en honum líkar það vel. „Ég geri þá kröfu á sjálfan mig að spila vel og við reynslumeiri mennirnir eigum að draga vagninn. Það er bara sjálfsögð krafa." Það gekk afar illa hjá ÍA að fá erlendan liðsstyrk fyrir mótið en að lokum komu tveir sterkir Króatar sem hafa þegar sett mikinn svip á ÍA-liðið. „Það skiptir öllu að fá þessa menn inn enda sárvantaði okkur slíka menn. Hefðu þeir komið fyrr þá værum við ofar í deildinni," sagði Bjarni sem telur ekki að FH muni stinga af enda hafi ÍA og Fylkir sýnt hvað sé hægt að gera gegn FH. Það hefur mikið verið talað um skort á vel spilandi miðjumönnum í íslenska landsliðinu og mörgum finnst það skrítið að Eyjólfur gangi fram hjá mönnum á borð við Bjarna og bróður hans, Jóhannesi Karli. „Ég tók þá ákvörðun sem atvinnumaður að hætta að svekkja mig á því þegar ég er ekki valinn í landsliðið. Þegar ég var atvinnumaður var það gríðarlega svekkjandi að vera ekki valinn en er það ekki lengur," sagði Bjarni sem hefur síður en svo gefið það upp á bátinn að leika aftur með landsliðinu. „Ég hef ekki lagt landsliðsskónum en velti mér ekki upp úr því þó ég sé ekki valinn. Ég gef enn kost á mér og yrði ánægður ef kallið kæmi," sagði Bjarni Guðjónsson.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira