Rjóminn á Cannes Staða kvikmyndarinnar á tækniöld og máttur skemmtanaiðnaðarins hafa verið mikið í umræðunni í Cannes þetta árið. Hanna Björk Valsdóttir fylgist með þegar Hollywood-myndir utan keppni stela senunni og stjörnurnar kynna eigin verkef 26. maí 2007 00:01 Brangelina Eftirsóttasta par Hollywood var í alvarlega gírnum á frumsýningu Mighty Heart. Kvikmyndahátíðin í Cannes stendur nú yfir og á hátíðin 60 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni voru 33 helstu leikstjórar heimsins fengnir til að gera þriggja mínútna stuttmynd um kvikmyndina sem listform og eru þessar stuttmyndir sýndar á undan bíósýningum og einnig sem ein heild undir titilinum „To Each His Own Cinema“. Það var því mikið um dýrðir þegar þetta stórskotalið kvikmyndaheimsins var mætt á rauða dregilinn. Leikstjórar á borð við Joel og Ethan Coen, Gus Van Sant, Wim Wenders, Roman Polanski, Wong Kar Wai, Olivier Assayas, Billie August, David Cronenberg og Alejandro Gonzalez Inarritu. Fyrr um daginn höfðu allir leikstjórarnir komið saman til að ræða við blaðamenn um stöðu kvikmyndarinnar í fjölmiðlaumhverfi nútímans. Margir þessara leikstjóra voru ekki bjartsýnir fyrir hönd kvikmyndanna í framtíðinni og sjá fyrir sér endalok kvikmyndaformsins eins og við þekkjum það. Þegar hægt er að horfa á kvikmyndir á smáskjáum í síma, tölvu eða iPod hefur eitthvað tapast. Kanadíski leikstjórinn Atom Egoyan (sem fékk einmitt heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndarhátíðarinnar í Reykjavík í fyrra) og Roman Polanski rökræddu þetta sín á milli fram og aftur en sá síðarnefndi var þeirrar skoðunar að kvikmyndin myndi lifa af allt tækniflóðið og að leikstjórar myndu halda áfram að taka upp á filmu og áhorfendur mæta í kvikmyndahús til að sjá listrænar myndir í stórum sölum. Polanski svararði flestum spurningum blaðamanna á fundinum en rauk svo út í fússi eftir að hafa fengið heimskulega spurningu frá einum blaðamanni. „Það er til skammar að fá svona lélegar og yfirborðslegar spurningar frá ykkur,“ sagði Polanski áður en hann rauk út og bætti við. „Ég held það sé tölvan sem hefur fært ykkur niður á þetta plan.“ Með þessari uppákomu sýndi hann fram á að kvikmyndir snúast ennþá um tilfinningar. Nokkrar myndir þykja standa upp úr og er mynd Polanskis ein þeirra. Í þriggja mínútna mynd var hægt að þekkja stíl flestra leikstjóranna og þótti takast mjög vel til og gefa áhorfendum von um að kvikmyndin sé ekki feig.Eina konanRoman Polanski ásamt franska leikstjóranum claude lelouch Polanski sýndi mestu tilþrifin á hátíðinni þegar hann húðskammaði blaðamenn og rauk út í fússi.Það vakti reyndar athygli að aðeins einn kvenleikstjóri var í þessum föngulega hópi leikstjóra. Jane Campion sem vann Gullpálmann fyrir Píanó árið 1993 var eina konan sem var fengin til að taka þátt. „Það er hálf dapurlegt að vera eina konan í þessum hópi og ég er viss um að karlmennirnir eru sammála, þeir myndu örugglega vilja hafa fleiri konur hér. En þeir hafa tekið mér mjög vel og ég er ekki einmana,“ sagði Campion þegar hún var spurð hvað henni fyndist um að vera eina konan. Mynd hennar var líka einhvers konar ákall til kvenverunnar og hvatti hún allar konur til að láta í sér heyra og sagði það miður að heiminum væri stjórnað að svo miklu leyti af karlmönnum og átti hún þá líka við kvikmyndaheiminn. „Við erum gyðjur, við erum fallegar, heimurinn væri betri staður ef rödd kvenna fengi að heyrast,“ sagði hún.Hollywood-maskínanLeonardo di caprio á frumsýningu 11th hour Umhverfisvænn Leo reynir að fá fólk til að hugsa sinn gang.Þó að í Cannes séu sýndar listrænar kvikmyndir frá öllum heimshornum þá er Hollywood ekki langt undan og nokkrar myndir sem ekki taka þátt í keppninni hafa verið frumsýndar í höllinni. Þrátt fyrir allt eru það líka Hollywood-stjörnurnar sem fá mesta athyglina. Þannig var hart barist um sæti á blaðamannafundinum sem aðstandendur Ocean’s 13 héldu síðastliðinn fimmtudag. Myndin er eftir leikstjórann Steven Soderbergh sem nýtur mikillar virðingar í kvikmyndaheiminum og vann Gullpálmann í Cannes fyrir átján árum fyrir Sex, Lies and Videotapes og sló í gegn með Traffic árið 2000. Það voru margir sem veltu fyrir sér hvers vegna leikstjóri eins og hann tæki þátt í Hollywood-verkefnum af þessu tagi. Soderbergh svaraði að fyrst og fremst vildi hann gera bíómyndir. „Ef ég myndi bara gera myndir eins og Sex, Lies and Videotapes eða bara myndir eins og Ocean’s myndirnar þá væri ég fastur. Hollywood-framleiðslan leyfir mér að leika mér með miðilinn sem ég hefði annars ekki tækifæri til.“ Ocean’s 13 er nákvæmlega eins og fyrri myndirnar, Ocean’s 11 og Ocean’s 12. Hollywood-formúlan er til staðar og sér til þess að áhorfandanum leiðist ekki en myndir skilur nákvæmlega ekkert eftir sig og er ekkert nema afþreying.Brad, Matt og ClooneyMyndin skartar helstu stjörnum Hollywood. Al Pacino var reyndar fjarri góðu gamni í Cannes en Andy Garcia, Brad Pitt, Matt Damon og George Clooney léku við hvern sinn fingur á blaðamannafundinum. Clooney sló á létta strengi og sagði: „Af hverju erum við ekki í keppninni? Ég hélt við værum í keppninni.“ Og Matt Damon bætti við: „Við héldum að við myndum vinna.“ Það er einhvers konar tíska núna hjá Hollywood-stjörnum að taka þátt í verkefnum sem bæta og breyta heiminum á einhvern hátt og hafa bæði Clooney og Pitt verið duglegir við það en þeir viðurkenndu líka á fundinum að hafa gaman af því að leika í myndum eins og Ocean’s 13. „Ég hef fyrst og fremst gaman af kvikmyndum og vil helst taka þátt í ólíkum verkefnum. Það er mjög gaman að fá að leika með þessum leikurum og þetta snýst bara um skemmtun,“ útskýrði Clooney.Samfélagsleg meðvitundÞað eru allir sammála um mátt kvikmyndarinnar til að vekja athygli á ýmsum málefnum og ekki spillir fyrir þegar stór nöfn skemmtanaiðnaðarins leggja sitt af mörkum. Þannig fékk myndin Mighty Heart, sem skartar Angelinu Jolie í aðalhlutverki og er framleidd af Brad Pitt, verðskuldaða athygli þegar hún var frumsýnd utan keppni á Cannes. Mariane Pearl, ekkja blaðamannsins Daniels Pearl, sem myndin fjallar um var líka mætt til að ræða við blaðamenn. „Ástæðan fyrir því að ég ákvað að samþykkja að gera þessa bíómynd er vegna þess að það þarf að koma boðskapnum á framfæri. Sífellt fleiri blaðamönnum eru rænt og þeir teknir af lífi og ástandið er nú þannig að þeir sem segja sannleikann eru í hættu,“ sagði hún.DiCaprio til bjargar jörðinniVatnsgreiddur og klæddur í smóking mætti Leonardo DiCaprio á rauða dregilinn til að sýna The 11th Hour sem hann framleiðir og kemur fram í sem sögumaður. Myndin er ákall til móður jarðar og sýnir vísindamenn og sérfræðinga ræða um ástand jarðarinnar og hvað við erum að gera til að eyðileggja hana henni en einnig hvernig við getum snúið við blaðinu og bjargað jörðinni og okkur sjálfum. Myndin hefði aldrei verið sýnd á Cannes eða fengið svipaða athygli ef DiCaprio hefði ekki komið við sögu þó að leikstjórar myndarinnar, systurnar Nadia Conners og Leila Conners Petersen, vildu nú ekki samþykkja það og töldu viðfangsefnið standa fyrir sig sjálft.Keppnin stendur sem hæstEn burtséð frá umhverfisvænum Hollywood-stjörnum og pólitískum áróðri þá stendur keppnin um Gullpálmann sem hæst. Í keppnina eru valdar myndir hvaðanæva úr heiminum sem þykja bestar og skipta stjörnur þá engu máli, en nokkrar nýjar stjörnur fæðast á hverju ári í Cannes. Nokkur stærri nöfn eru þó á dagskránni svo sem Coen-bræður með No Country For Old Men, Wong Kar Wai með My Blueberry Nights, Quentin Tarantino með Death Proof, David Fincher með Zodiac og Emir Kusturica með Promise Me This. Kusturica-myndin hefur enn ekki verið frumsýnd og verður síðasta myndin sem sýnd er í keppninni og gæti breytt stöðunni en úrslitin verða kynnt á sunnudagskvöld við hátíðlega athöfn. Að svo komnu er það rúmanska myndin 4 Months, 3 Weeks And 2 Days eftir Christian Mungiu sem hefur fengið bestu dóma gagnrýnanda og þykir sigurstranglegust ásamt Coen-myndinni og frönsku myndinni eftir Julian Schnabel: The Diving Bell And The Butterfly og fjallar um ritstjóra Elle sem fékk heilablóðfall aðeins 43 ára gamall og gat ekki tjáð sig eftir það nema með því að depla öðru auganu. Myndin þykir einstaklega áhrifamikil. Það er þó aldrei að vita hvað dómnefndin ákveður og verður spennandi að fylgjast með hvernig þessum keppnismyndum á eftir að ganga í bíóhúsum um allan heim. Eins og Steven Soderbergh sagði á blaðamannafundi Ocean’s 13: „Það eru margar stórkostlegar myndir á hátíðinni sem eiga aldrei eftir að ná til áhorfenda vegna þess hvernig kvikmyndaiðnaðurinn virkar, og það er miður.“ Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Kvikmyndahátíðin í Cannes stendur nú yfir og á hátíðin 60 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni voru 33 helstu leikstjórar heimsins fengnir til að gera þriggja mínútna stuttmynd um kvikmyndina sem listform og eru þessar stuttmyndir sýndar á undan bíósýningum og einnig sem ein heild undir titilinum „To Each His Own Cinema“. Það var því mikið um dýrðir þegar þetta stórskotalið kvikmyndaheimsins var mætt á rauða dregilinn. Leikstjórar á borð við Joel og Ethan Coen, Gus Van Sant, Wim Wenders, Roman Polanski, Wong Kar Wai, Olivier Assayas, Billie August, David Cronenberg og Alejandro Gonzalez Inarritu. Fyrr um daginn höfðu allir leikstjórarnir komið saman til að ræða við blaðamenn um stöðu kvikmyndarinnar í fjölmiðlaumhverfi nútímans. Margir þessara leikstjóra voru ekki bjartsýnir fyrir hönd kvikmyndanna í framtíðinni og sjá fyrir sér endalok kvikmyndaformsins eins og við þekkjum það. Þegar hægt er að horfa á kvikmyndir á smáskjáum í síma, tölvu eða iPod hefur eitthvað tapast. Kanadíski leikstjórinn Atom Egoyan (sem fékk einmitt heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndarhátíðarinnar í Reykjavík í fyrra) og Roman Polanski rökræddu þetta sín á milli fram og aftur en sá síðarnefndi var þeirrar skoðunar að kvikmyndin myndi lifa af allt tækniflóðið og að leikstjórar myndu halda áfram að taka upp á filmu og áhorfendur mæta í kvikmyndahús til að sjá listrænar myndir í stórum sölum. Polanski svararði flestum spurningum blaðamanna á fundinum en rauk svo út í fússi eftir að hafa fengið heimskulega spurningu frá einum blaðamanni. „Það er til skammar að fá svona lélegar og yfirborðslegar spurningar frá ykkur,“ sagði Polanski áður en hann rauk út og bætti við. „Ég held það sé tölvan sem hefur fært ykkur niður á þetta plan.“ Með þessari uppákomu sýndi hann fram á að kvikmyndir snúast ennþá um tilfinningar. Nokkrar myndir þykja standa upp úr og er mynd Polanskis ein þeirra. Í þriggja mínútna mynd var hægt að þekkja stíl flestra leikstjóranna og þótti takast mjög vel til og gefa áhorfendum von um að kvikmyndin sé ekki feig.Eina konanRoman Polanski ásamt franska leikstjóranum claude lelouch Polanski sýndi mestu tilþrifin á hátíðinni þegar hann húðskammaði blaðamenn og rauk út í fússi.Það vakti reyndar athygli að aðeins einn kvenleikstjóri var í þessum föngulega hópi leikstjóra. Jane Campion sem vann Gullpálmann fyrir Píanó árið 1993 var eina konan sem var fengin til að taka þátt. „Það er hálf dapurlegt að vera eina konan í þessum hópi og ég er viss um að karlmennirnir eru sammála, þeir myndu örugglega vilja hafa fleiri konur hér. En þeir hafa tekið mér mjög vel og ég er ekki einmana,“ sagði Campion þegar hún var spurð hvað henni fyndist um að vera eina konan. Mynd hennar var líka einhvers konar ákall til kvenverunnar og hvatti hún allar konur til að láta í sér heyra og sagði það miður að heiminum væri stjórnað að svo miklu leyti af karlmönnum og átti hún þá líka við kvikmyndaheiminn. „Við erum gyðjur, við erum fallegar, heimurinn væri betri staður ef rödd kvenna fengi að heyrast,“ sagði hún.Hollywood-maskínanLeonardo di caprio á frumsýningu 11th hour Umhverfisvænn Leo reynir að fá fólk til að hugsa sinn gang.Þó að í Cannes séu sýndar listrænar kvikmyndir frá öllum heimshornum þá er Hollywood ekki langt undan og nokkrar myndir sem ekki taka þátt í keppninni hafa verið frumsýndar í höllinni. Þrátt fyrir allt eru það líka Hollywood-stjörnurnar sem fá mesta athyglina. Þannig var hart barist um sæti á blaðamannafundinum sem aðstandendur Ocean’s 13 héldu síðastliðinn fimmtudag. Myndin er eftir leikstjórann Steven Soderbergh sem nýtur mikillar virðingar í kvikmyndaheiminum og vann Gullpálmann í Cannes fyrir átján árum fyrir Sex, Lies and Videotapes og sló í gegn með Traffic árið 2000. Það voru margir sem veltu fyrir sér hvers vegna leikstjóri eins og hann tæki þátt í Hollywood-verkefnum af þessu tagi. Soderbergh svaraði að fyrst og fremst vildi hann gera bíómyndir. „Ef ég myndi bara gera myndir eins og Sex, Lies and Videotapes eða bara myndir eins og Ocean’s myndirnar þá væri ég fastur. Hollywood-framleiðslan leyfir mér að leika mér með miðilinn sem ég hefði annars ekki tækifæri til.“ Ocean’s 13 er nákvæmlega eins og fyrri myndirnar, Ocean’s 11 og Ocean’s 12. Hollywood-formúlan er til staðar og sér til þess að áhorfandanum leiðist ekki en myndir skilur nákvæmlega ekkert eftir sig og er ekkert nema afþreying.Brad, Matt og ClooneyMyndin skartar helstu stjörnum Hollywood. Al Pacino var reyndar fjarri góðu gamni í Cannes en Andy Garcia, Brad Pitt, Matt Damon og George Clooney léku við hvern sinn fingur á blaðamannafundinum. Clooney sló á létta strengi og sagði: „Af hverju erum við ekki í keppninni? Ég hélt við værum í keppninni.“ Og Matt Damon bætti við: „Við héldum að við myndum vinna.“ Það er einhvers konar tíska núna hjá Hollywood-stjörnum að taka þátt í verkefnum sem bæta og breyta heiminum á einhvern hátt og hafa bæði Clooney og Pitt verið duglegir við það en þeir viðurkenndu líka á fundinum að hafa gaman af því að leika í myndum eins og Ocean’s 13. „Ég hef fyrst og fremst gaman af kvikmyndum og vil helst taka þátt í ólíkum verkefnum. Það er mjög gaman að fá að leika með þessum leikurum og þetta snýst bara um skemmtun,“ útskýrði Clooney.Samfélagsleg meðvitundÞað eru allir sammála um mátt kvikmyndarinnar til að vekja athygli á ýmsum málefnum og ekki spillir fyrir þegar stór nöfn skemmtanaiðnaðarins leggja sitt af mörkum. Þannig fékk myndin Mighty Heart, sem skartar Angelinu Jolie í aðalhlutverki og er framleidd af Brad Pitt, verðskuldaða athygli þegar hún var frumsýnd utan keppni á Cannes. Mariane Pearl, ekkja blaðamannsins Daniels Pearl, sem myndin fjallar um var líka mætt til að ræða við blaðamenn. „Ástæðan fyrir því að ég ákvað að samþykkja að gera þessa bíómynd er vegna þess að það þarf að koma boðskapnum á framfæri. Sífellt fleiri blaðamönnum eru rænt og þeir teknir af lífi og ástandið er nú þannig að þeir sem segja sannleikann eru í hættu,“ sagði hún.DiCaprio til bjargar jörðinniVatnsgreiddur og klæddur í smóking mætti Leonardo DiCaprio á rauða dregilinn til að sýna The 11th Hour sem hann framleiðir og kemur fram í sem sögumaður. Myndin er ákall til móður jarðar og sýnir vísindamenn og sérfræðinga ræða um ástand jarðarinnar og hvað við erum að gera til að eyðileggja hana henni en einnig hvernig við getum snúið við blaðinu og bjargað jörðinni og okkur sjálfum. Myndin hefði aldrei verið sýnd á Cannes eða fengið svipaða athygli ef DiCaprio hefði ekki komið við sögu þó að leikstjórar myndarinnar, systurnar Nadia Conners og Leila Conners Petersen, vildu nú ekki samþykkja það og töldu viðfangsefnið standa fyrir sig sjálft.Keppnin stendur sem hæstEn burtséð frá umhverfisvænum Hollywood-stjörnum og pólitískum áróðri þá stendur keppnin um Gullpálmann sem hæst. Í keppnina eru valdar myndir hvaðanæva úr heiminum sem þykja bestar og skipta stjörnur þá engu máli, en nokkrar nýjar stjörnur fæðast á hverju ári í Cannes. Nokkur stærri nöfn eru þó á dagskránni svo sem Coen-bræður með No Country For Old Men, Wong Kar Wai með My Blueberry Nights, Quentin Tarantino með Death Proof, David Fincher með Zodiac og Emir Kusturica með Promise Me This. Kusturica-myndin hefur enn ekki verið frumsýnd og verður síðasta myndin sem sýnd er í keppninni og gæti breytt stöðunni en úrslitin verða kynnt á sunnudagskvöld við hátíðlega athöfn. Að svo komnu er það rúmanska myndin 4 Months, 3 Weeks And 2 Days eftir Christian Mungiu sem hefur fengið bestu dóma gagnrýnanda og þykir sigurstranglegust ásamt Coen-myndinni og frönsku myndinni eftir Julian Schnabel: The Diving Bell And The Butterfly og fjallar um ritstjóra Elle sem fékk heilablóðfall aðeins 43 ára gamall og gat ekki tjáð sig eftir það nema með því að depla öðru auganu. Myndin þykir einstaklega áhrifamikil. Það er þó aldrei að vita hvað dómnefndin ákveður og verður spennandi að fylgjast með hvernig þessum keppnismyndum á eftir að ganga í bíóhúsum um allan heim. Eins og Steven Soderbergh sagði á blaðamannafundi Ocean’s 13: „Það eru margar stórkostlegar myndir á hátíðinni sem eiga aldrei eftir að ná til áhorfenda vegna þess hvernig kvikmyndaiðnaðurinn virkar, og það er miður.“
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira