Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana 20. maí 2007 00:01 Frá björgunaraðgerðum í Reynisfjöru. MYND/Þórir N. Kjartansson Bandarísk kona lést eftir að brimalda hreif hana með sér úr fjörunni vestan við Reynisfjall við Vík í Mýrdal síðdegis í gær. Konan var 74 ára. Hún var í hópi bandarískra ferðamanna sem gerði stans í Reynisfjöru til að virða fyrir sér brimið. Fólkið gætti ekki að því hversu hættulegt brimið getur verið. Lögreglan á Hvolsvelli segir mildi að dóttir konunnar, sem stóð við hlið hennar þegar atvikið átti sér stað, hafi komist undan brimskaflinum. Þrír ferðafélagar konunnar óðu út í hafið til að reyna bjarga henni en sneru aftur að landi þegar þeir fundu hve straumþunginn var mikill. Neyðarkall barst stundarfjórðung í fjögur og var allt tiltækt lið í landi kallað út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um klukkustund síðar fundu björgunarsveitarmenn frá Vík í Mýrdal hana skammt frá landi. Hópurinn var á ferð með Kynnisferðum. Áætluð heimferð fólksins er á mánudag. Fulltrúar Rauða krossins og bandaríska sendiráðsins tóku á móti ferðafélögum konunnar þegar þeir komu til hótels síns í Reykjavík og veittu áfallahjálp. „Við tókum ákvörðun síðasta þriðjudag um að þarna yrðu sett aðvörunarskilti og björgunarhringur. Ferlið var komið í gang en því miður ekki lengra en þetta," segir Einar Bárðarson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal. Hann minnir þó á að öllum eigi að vera kunnugt um að hafið geti verið varhugavert og að ekki sé hægt að áfellast nokkra manneskju í þessu máli. „Við erum skelfingu lostin yfir þessum atburði. Leiðsögumaður okkar hafði varað hópinn við því að fara of nálægt sjónum og stóð rétt hjá. Það gat enginn átt von á svona stórri öldu," segir Sigríður Hallgrímsdóttir, starfsmaður Kynnisferða. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki hægt að áfellast neinn „Það er mjög varhugavert að áfellast leiðsögumanninn í máli eins og þessu. Ég veit það að leiðsögumaðurinn varaði fólkið við hættunni. Fólk ber svo ábyrgð á sjálfu sér. Það er ekki auðvelt að ferðast um landið okkar og því fögnum við öllum merkingum sem gætu orðið til að leiðbeina fólki,“ segir Ragnheiður Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. 21. maí 2007 03:15 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Bandarísk kona lést eftir að brimalda hreif hana með sér úr fjörunni vestan við Reynisfjall við Vík í Mýrdal síðdegis í gær. Konan var 74 ára. Hún var í hópi bandarískra ferðamanna sem gerði stans í Reynisfjöru til að virða fyrir sér brimið. Fólkið gætti ekki að því hversu hættulegt brimið getur verið. Lögreglan á Hvolsvelli segir mildi að dóttir konunnar, sem stóð við hlið hennar þegar atvikið átti sér stað, hafi komist undan brimskaflinum. Þrír ferðafélagar konunnar óðu út í hafið til að reyna bjarga henni en sneru aftur að landi þegar þeir fundu hve straumþunginn var mikill. Neyðarkall barst stundarfjórðung í fjögur og var allt tiltækt lið í landi kallað út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um klukkustund síðar fundu björgunarsveitarmenn frá Vík í Mýrdal hana skammt frá landi. Hópurinn var á ferð með Kynnisferðum. Áætluð heimferð fólksins er á mánudag. Fulltrúar Rauða krossins og bandaríska sendiráðsins tóku á móti ferðafélögum konunnar þegar þeir komu til hótels síns í Reykjavík og veittu áfallahjálp. „Við tókum ákvörðun síðasta þriðjudag um að þarna yrðu sett aðvörunarskilti og björgunarhringur. Ferlið var komið í gang en því miður ekki lengra en þetta," segir Einar Bárðarson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal. Hann minnir þó á að öllum eigi að vera kunnugt um að hafið geti verið varhugavert og að ekki sé hægt að áfellast nokkra manneskju í þessu máli. „Við erum skelfingu lostin yfir þessum atburði. Leiðsögumaður okkar hafði varað hópinn við því að fara of nálægt sjónum og stóð rétt hjá. Það gat enginn átt von á svona stórri öldu," segir Sigríður Hallgrímsdóttir, starfsmaður Kynnisferða.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki hægt að áfellast neinn „Það er mjög varhugavert að áfellast leiðsögumanninn í máli eins og þessu. Ég veit það að leiðsögumaðurinn varaði fólkið við hættunni. Fólk ber svo ábyrgð á sjálfu sér. Það er ekki auðvelt að ferðast um landið okkar og því fögnum við öllum merkingum sem gætu orðið til að leiðbeina fólki,“ segir Ragnheiður Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. 21. maí 2007 03:15 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Ekki hægt að áfellast neinn „Það er mjög varhugavert að áfellast leiðsögumanninn í máli eins og þessu. Ég veit það að leiðsögumaðurinn varaði fólkið við hættunni. Fólk ber svo ábyrgð á sjálfu sér. Það er ekki auðvelt að ferðast um landið okkar og því fögnum við öllum merkingum sem gætu orðið til að leiðbeina fólki,“ segir Ragnheiður Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. 21. maí 2007 03:15