Áhrif frá ýmsum löndum 18. maí 2007 06:00 Guðrún fékk snemma áhuga á framandi matargerð. MYND/GVA Guðrún Kristjánsdóttir kynningarstjóri Listahátíðar hefur mjög gaman af því að elda. Þar sem Listahátíð stendur yfir er mikið að gera hjá henni og hún reynir því að hafa matreiðsluna einfalda og fljótlega þessa dagana. „Ég hef mjög mikla ánægju af að elda,“ segir Guðrún og bætir við að hún reyni að elda að minnsta kosti fimm sinnum í viku. „Svo fer ég í matarboð kannski einu sinni í viku og svona einu sinni í viku út að borða,“ segir hún. Guðrún segist hafa fengið áhuga á matargerð mjög ung. „Mér fannst einhvern veginn að hlyti að vera fleira til í heiminum en sá matur sem boðið var upp á þá þannig að ég fór að skoða ótroðnar slóðir,“ segir hún. Framandi matargerð höfðar mjög til Guðrúnar og hún segist taka tímabil þar sem hún tekur fyrir mismunandi lönd í eldhúsinu. „Núna er ég dálítið mikið í einfaldleikanum því það er svo mikið að gera en mér finnst aðal málið að hafa gott hráefni og ég er búin að læra svolítið inn á það. Ég er svolítið á ítölsku línunnu eftir að hafa farið til rómar í vetur en þá féll ég aftur fyrir ítölskum mat á nýjan hátt. Ég hef líka tekið tímabil þar sem ég hef verið í frönsku, taílensku, kínversku og indversku og ég er aðeins að byrja að þreifa mig áfram með afrískan mat, en mér finnst dálítið skemmtileg kúskús stemmning þar.“ Guðrún segist þó ekki fara á matreiðslunámskeið heldur læra af því að prófa sig áfram. „Ég klóra mig alltaf bara í gegnum matreiðslubækurnar sjálf en ég á mikið og gott safn af matreiðslubókum. Ég kaupi þær gjarnan þegar ég fer til útlanda og úrvalið er náttúrulega alltaf að aukast hér. Ég safna líka talsvert á netinu og er með möppu fyrir uppskriftir á vefnum. Svo ganga náttúrulega uppskriftir á milli skemmtilegra kvenna og ég á uppskriftabók sem ég skrifa í. Hún er ekki mjög fögur að utan en það sem er inni í henni eru alveg dásamlegt,“ segir Guðrún og hlær. Matur Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf
Guðrún Kristjánsdóttir kynningarstjóri Listahátíðar hefur mjög gaman af því að elda. Þar sem Listahátíð stendur yfir er mikið að gera hjá henni og hún reynir því að hafa matreiðsluna einfalda og fljótlega þessa dagana. „Ég hef mjög mikla ánægju af að elda,“ segir Guðrún og bætir við að hún reyni að elda að minnsta kosti fimm sinnum í viku. „Svo fer ég í matarboð kannski einu sinni í viku og svona einu sinni í viku út að borða,“ segir hún. Guðrún segist hafa fengið áhuga á matargerð mjög ung. „Mér fannst einhvern veginn að hlyti að vera fleira til í heiminum en sá matur sem boðið var upp á þá þannig að ég fór að skoða ótroðnar slóðir,“ segir hún. Framandi matargerð höfðar mjög til Guðrúnar og hún segist taka tímabil þar sem hún tekur fyrir mismunandi lönd í eldhúsinu. „Núna er ég dálítið mikið í einfaldleikanum því það er svo mikið að gera en mér finnst aðal málið að hafa gott hráefni og ég er búin að læra svolítið inn á það. Ég er svolítið á ítölsku línunnu eftir að hafa farið til rómar í vetur en þá féll ég aftur fyrir ítölskum mat á nýjan hátt. Ég hef líka tekið tímabil þar sem ég hef verið í frönsku, taílensku, kínversku og indversku og ég er aðeins að byrja að þreifa mig áfram með afrískan mat, en mér finnst dálítið skemmtileg kúskús stemmning þar.“ Guðrún segist þó ekki fara á matreiðslunámskeið heldur læra af því að prófa sig áfram. „Ég klóra mig alltaf bara í gegnum matreiðslubækurnar sjálf en ég á mikið og gott safn af matreiðslubókum. Ég kaupi þær gjarnan þegar ég fer til útlanda og úrvalið er náttúrulega alltaf að aukast hér. Ég safna líka talsvert á netinu og er með möppu fyrir uppskriftir á vefnum. Svo ganga náttúrulega uppskriftir á milli skemmtilegra kvenna og ég á uppskriftabók sem ég skrifa í. Hún er ekki mjög fögur að utan en það sem er inni í henni eru alveg dásamlegt,“ segir Guðrún og hlær.
Matur Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp