Mikill verður meiri 17. maí 2007 11:00 BMW X5 er með stífari fjöðrun en flestir jeppar. Þetta gerir hann að mun skemmtilegra ökutæki. MYND/Vilhelm BMW X5 er afar skemmtilegur bíll. Hann hefur stækkað en þrátt fyrir það er hann enn mjög lipur. Það er ekki oft sem fyrirtæki hefur svo mikla trú á vöru sinni að það setur hana í sama flokk og nýja sinfóníu eftir Mozart. BMW gerir hins vegar nákvæmlega það með nýja kynslóð X5 jeppans. X5 er fullvaxinn jeppi. Hann hefur meira að segja stækkað milli kynslóða. Þrátt fyrir það er hann ótrúlega lipur og í raun furðulegt hvernig hægt er að láta svo stóran bíl leika svo vel í höndunum á ökumanni. X5 er þó ekki léttur í stýri í hefðbundnum skilningi en eins og fyrir einhverja töfra lætur hann svo vel að stjórn að stærðin gleymist fljótt. BMW hefur löngum verið í fremstu víglínu er kemur að dísilvélum og þriggja lítra línusexan í X5 er engin undantekning. 235 hestöfl og 520 Nm tog segja alla söguna og það á frekar hljóðlátan hátt. Til að hafa hemil á öllu þessu afli hefur BMW troðið öllum mögulegum og ómögulegum stöðugleikakerfum í bílinn. Þau gera sitt gagn og eru í raun nauðsynleg. Ekki ýta á takkann sem slekkur á stöðugleikastýringunni. Hann virkar svipað og stóri rauði takkinn í bíl James Bond. Þá gerist eitthvað rosalega skemmtilegt en svo springur eitthvað. X5 er einkar laglegur á að líta. Algengt er að fara þá leið með jeppa að gera þá kraftmikla í útliti og útblásna en ekki X5. Hann er rennilegur og stílhreinn, fágaður, hreinn og beinn. Búið er að hanna mælaborðið upp á nýtt í stíl við hönnunarlínu BMW. Útlit farþegarýmis og mælaborðsins verður að teljast helsti löstur X5. Nettir mælarnir passa illa við ímynd X5 og eiga mun frekar heima í BMW ás (enda eru mælarnir nánast eins þar). Rafræna stýring sjálfskiptingarinnar dró líka úr jeppatilfinningunni og þrátt fyrir að vera mjög þægileg passaði hún einfaldlega ekki við heildarmyndina. Það verður að teljast hæpið að fólk muni enn dást að X5 árgerð 2008 árið 2208 eins og við dáumst enn að Mozart. En í dag er hann eitt áhugaverðasta ökutækið sem hægt er að setjast undir stýrið á. Væri Mozart uppi á okkar tíma myndi hann án efa keyra um á X5 með allar rúður niðri og Don Giovanni í botni. Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
BMW X5 er afar skemmtilegur bíll. Hann hefur stækkað en þrátt fyrir það er hann enn mjög lipur. Það er ekki oft sem fyrirtæki hefur svo mikla trú á vöru sinni að það setur hana í sama flokk og nýja sinfóníu eftir Mozart. BMW gerir hins vegar nákvæmlega það með nýja kynslóð X5 jeppans. X5 er fullvaxinn jeppi. Hann hefur meira að segja stækkað milli kynslóða. Þrátt fyrir það er hann ótrúlega lipur og í raun furðulegt hvernig hægt er að láta svo stóran bíl leika svo vel í höndunum á ökumanni. X5 er þó ekki léttur í stýri í hefðbundnum skilningi en eins og fyrir einhverja töfra lætur hann svo vel að stjórn að stærðin gleymist fljótt. BMW hefur löngum verið í fremstu víglínu er kemur að dísilvélum og þriggja lítra línusexan í X5 er engin undantekning. 235 hestöfl og 520 Nm tog segja alla söguna og það á frekar hljóðlátan hátt. Til að hafa hemil á öllu þessu afli hefur BMW troðið öllum mögulegum og ómögulegum stöðugleikakerfum í bílinn. Þau gera sitt gagn og eru í raun nauðsynleg. Ekki ýta á takkann sem slekkur á stöðugleikastýringunni. Hann virkar svipað og stóri rauði takkinn í bíl James Bond. Þá gerist eitthvað rosalega skemmtilegt en svo springur eitthvað. X5 er einkar laglegur á að líta. Algengt er að fara þá leið með jeppa að gera þá kraftmikla í útliti og útblásna en ekki X5. Hann er rennilegur og stílhreinn, fágaður, hreinn og beinn. Búið er að hanna mælaborðið upp á nýtt í stíl við hönnunarlínu BMW. Útlit farþegarýmis og mælaborðsins verður að teljast helsti löstur X5. Nettir mælarnir passa illa við ímynd X5 og eiga mun frekar heima í BMW ás (enda eru mælarnir nánast eins þar). Rafræna stýring sjálfskiptingarinnar dró líka úr jeppatilfinningunni og þrátt fyrir að vera mjög þægileg passaði hún einfaldlega ekki við heildarmyndina. Það verður að teljast hæpið að fólk muni enn dást að X5 árgerð 2008 árið 2208 eins og við dáumst enn að Mozart. En í dag er hann eitt áhugaverðasta ökutækið sem hægt er að setjast undir stýrið á. Væri Mozart uppi á okkar tíma myndi hann án efa keyra um á X5 með allar rúður niðri og Don Giovanni í botni.
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira