Ekki stíll KR að skora 61 stig í leik 2. apríl 2007 00:01 Tyson Patterson KR-ingar eru komnir upp að vegg í úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar eftir tap í þriðja leiknum gegn Snæfelli á laugardag. Áhyggjur KR-inga ná einnig til ástandsins á leikstjórnanda liðsins, Tyson Patterson, sem var ekkert með síðustu átta mínútur síðasta leiks vegna meiðsla á kálfa. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en þau eru samt að stríða mér. Stundum getum maður spilað í gegnum meiðslin en stundum ekki,” sagði Tyson sem skoraði aðeins 4 stig í þriðja leiknum. „Við verðum að vinna í kvöld. Við höfum tapað tveimur leikjum í röð þar sem sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var,” segir Tyson sem er ekkert farinn að hugsa um sumafríið. „Við höfum enn mikla trú á okkar liði. Við höfum verið í þessari stöðu áður og komum þá sterkir og baráttuglaðir til baka og unnum,” sagði Tyson en einn besti leikur KR-liðsins var einmitt í sigri á ÍR-ingum í Seljaskólanum. Með þeim sigri nældu KR-ingar sér í oddaleik á heimavelli og það er markmiðið í leiknum í kvöld. „Vörnin er góð en sóknarleikurinn hefur oft verið í tómu rugli. Brynjar er frábær leikmaður og bar okkur í síðasta leik en við þurfum meira framlag frá öllum liðinu, það þurfa fleiri að skora. Það er ekki stíll KR-liðsins að skora 61 stig því við erum vanir því að skora 80 eða 90 stig í leik,” segir Tyson sem er ekkert að skorast undan því að hann sjálfur þurfi að gera meira. „Við þurfum að fá meira af þessum auðveldu körfum úr hraðaupphlaupum. Fannar þarf að skora meira, ég þarf að skora meira líkt og JJ. Það að allir séu að skora er einn okkar helsti styrkur,” segir Tyson sem horfði upp á Justin Shouse skora sigurkörfuna í síðasta leik. „Ég vona að ég þurfi ekki að skora sigurkörfuna í kvöld því það er ekki stefnan að leikurinn verði svo jafn í lokin. Ég legg áherslu á að halda öllum inni í leiknum og láta boltann ganga. Þegar allir snerta boltann og allir eru með í sókninni þá erum við sterkastir. Við mætum fullir sjálfstrausts í Hólminn. Við vitum að við getum unnið þá. Þeir eru með gott lið en við vitum að okkar lið er betra,” sagði Tyson. Leikur Snæfells og KR hefst klukkan 19.15 en klukkan 20.00 spila Grindavík og Njarðvík í Grindavík og þar geta Íslandsmeistarar Njarðvíkur komist í lokaúrslitin með sigri. Dominos-deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
KR-ingar eru komnir upp að vegg í úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar eftir tap í þriðja leiknum gegn Snæfelli á laugardag. Áhyggjur KR-inga ná einnig til ástandsins á leikstjórnanda liðsins, Tyson Patterson, sem var ekkert með síðustu átta mínútur síðasta leiks vegna meiðsla á kálfa. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en þau eru samt að stríða mér. Stundum getum maður spilað í gegnum meiðslin en stundum ekki,” sagði Tyson sem skoraði aðeins 4 stig í þriðja leiknum. „Við verðum að vinna í kvöld. Við höfum tapað tveimur leikjum í röð þar sem sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var,” segir Tyson sem er ekkert farinn að hugsa um sumafríið. „Við höfum enn mikla trú á okkar liði. Við höfum verið í þessari stöðu áður og komum þá sterkir og baráttuglaðir til baka og unnum,” sagði Tyson en einn besti leikur KR-liðsins var einmitt í sigri á ÍR-ingum í Seljaskólanum. Með þeim sigri nældu KR-ingar sér í oddaleik á heimavelli og það er markmiðið í leiknum í kvöld. „Vörnin er góð en sóknarleikurinn hefur oft verið í tómu rugli. Brynjar er frábær leikmaður og bar okkur í síðasta leik en við þurfum meira framlag frá öllum liðinu, það þurfa fleiri að skora. Það er ekki stíll KR-liðsins að skora 61 stig því við erum vanir því að skora 80 eða 90 stig í leik,” segir Tyson sem er ekkert að skorast undan því að hann sjálfur þurfi að gera meira. „Við þurfum að fá meira af þessum auðveldu körfum úr hraðaupphlaupum. Fannar þarf að skora meira, ég þarf að skora meira líkt og JJ. Það að allir séu að skora er einn okkar helsti styrkur,” segir Tyson sem horfði upp á Justin Shouse skora sigurkörfuna í síðasta leik. „Ég vona að ég þurfi ekki að skora sigurkörfuna í kvöld því það er ekki stefnan að leikurinn verði svo jafn í lokin. Ég legg áherslu á að halda öllum inni í leiknum og láta boltann ganga. Þegar allir snerta boltann og allir eru með í sókninni þá erum við sterkastir. Við mætum fullir sjálfstrausts í Hólminn. Við vitum að við getum unnið þá. Þeir eru með gott lið en við vitum að okkar lið er betra,” sagði Tyson. Leikur Snæfells og KR hefst klukkan 19.15 en klukkan 20.00 spila Grindavík og Njarðvík í Grindavík og þar geta Íslandsmeistarar Njarðvíkur komist í lokaúrslitin með sigri.
Dominos-deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira