Tónlist

Músin á toppinn

Modest Mouse. Bandaríska hljómsveitin fór beint á toppinn í heimalandinu.
Modest Mouse. Bandaríska hljómsveitin fór beint á toppinn í heimalandinu.

Nýjasta plata bandarísku hljómsveitarinnar Modest Mouse, We Were Dead Before the Ship Even Sank, fór beint á topp sölulistans í Bandaríkjnum. Hún kom út þar á bæ þann 20. mars en í Evrópu kemur hún út 2. apríl.

Modest Mouse var stofnuð árið 1993 í bænum Issaquah í Washington-ríki. Síðasta plata sveitarinnar, Good News for People Who Love Bad News, kom út árið 2004 og fékk mjög góðar viðtökur.

Modest Mouse, sem leidd er áfram af söngvaranum og gítarleikaranum Isaac Brock, spilaði á Gauki á Stöng árið 2001 við góðar undirtektir. Þá hitaði Maus upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×