Ósamræmi hjá lögreglu 16. mars 2007 05:00 Baugsmál Ósamræmi var í framburði saksóknara sem hafði yfirumsjón með rannsókn Baugsmálsins og eins af lögreglufulltrúunum sem rannsakaði málið, þegar þeir voru spurðir um fyrstu yfirheyrsluna yfir Jóni Gerald Sullenberger í dómsal í gær. Jón H. Snorrason, fyrrverandi saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sem stýrði rannsókninni í Baugsmálinu, sagði að fyrsta yfirheyrslan yfir Jóni Gerald hefði farið fram laugardaginn 24. ágúst 2002. Sveinn Ingiberg Magnússon, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra, sagði það hljóta að vera misminni, fyrsta yfirheyrslan hefði farið fram sunnudaginn 25. ágúst. Það myndi hann vel því hann hefði verið á ættarmóti á laugardeginum, og því fjölmörg vitni sem væri hægt að kalla fyrir dóminn til að bera um það. Jón H. skýrði einnig hvernig það hafi komið til að hann hafi sótt Jón Gerald þennan morgun. Hann sagðist hafa átt erindi í Hafnarfjörð, og því hafi hentað betur að sækja Jón Gerald í Kópavoginn heldur en að láta hann koma sjálfan, enda skrifstofan lokuð um helgina og enginn í móttökunni. Verjendur spurðu bæði Jón H. og Svein um nokkur tilvik þar sem sakborningar eða vitni komu með ábendingar um eitthvað sem þyrfti að rannsaka, og ekki var sinnt af lögreglu. Báðir sögðu að ávallt hefðu verið rannsakaðar þær ábendingar sem þóttu koma atvikum sem voru til rannsóknar við, og Jón H. sagði að hætt hefði verið við að rannsaka frekar tugi atvika vegna ábendinga sakborninga þar sem grunur var um eitthvert saknæmt í upphafi. Þannig hafi jafnt verið rannsökuð atriði sem þóttu horfa til sýknu og þau sem þóttu horfa til sektar. Þannig spurði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jón H. hvers vegna samskipti Baugs við Simon's Agentur hafi ekki verið rannsökuð eftir að Jón Ásgeir benti ítrekað á að þau væru sambærileg og viðskiptin við Nordica. „Mér finnst þetta vera eins og að bera saman epli og appelsínur," sagði Jón H., sem sagði að engin ástæða hefði verið til að hefja rannsókn á samskiptum Baugs og Simon's Agentur. Ummæli Jóns Ásgeirs í yfirheyrslum hafi hann ekki litið á sem ábendingu, enda hafi Jón Ásgeir minnst á það tvisvar, en ekki óskað sérstaklega eftir því að þetta yrði rannsakað. Jón H. var einnig spurður út í símtal sem hann átti við Helga Sigurðsson, lögmann hjá Kaupþingi, um svipað leyti og upprunaleg ákæra var gefin út, í byrjun júlí 2005. Helgi hafði fyrir dómi lýst því hvernig símtalið endaði á því að fagnaðarlæti sem minntu á lætin á fótboltaleik hafi brotist út á skrifstofu Jóns H. þegar hann skýrði frá því að hann hefði engin gögn fundið sem styddu skýringar sakborninga. „Þetta er auðvitað alveg fráleitt," sagði Jón H., sem sagðist muna vel eftir þessu símtali. Hann hafi verið einn á skrifstofu sinni og skildi til að byrja með ekki hverju hann hefði átt að vera að fagna. Fréttir Tengdar fréttir Orðrétt úr Baugsmálinu „Þetta er nú svona meginlínan, svo dansar saksóknarinn þar, og öryggisnetið er hérna hjá dómaranum.“ Arngrímur Ísberg dómsformaður skýrði þann línudans sem saksóknari og verjendur áttu að stunda með það hvort spyrja mætti endurskoðendur frá Deloitte sem sérfræðivitni í málinu. 16. mars 2007 04:00 Baugsmálið í dag Tveir dagar eru eftir af vitnaleiðslum í málinu og í dag munu meðal annarra koma fyrir dóminn þeir Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. 16. mars 2007 06:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Baugsmál Ósamræmi var í framburði saksóknara sem hafði yfirumsjón með rannsókn Baugsmálsins og eins af lögreglufulltrúunum sem rannsakaði málið, þegar þeir voru spurðir um fyrstu yfirheyrsluna yfir Jóni Gerald Sullenberger í dómsal í gær. Jón H. Snorrason, fyrrverandi saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sem stýrði rannsókninni í Baugsmálinu, sagði að fyrsta yfirheyrslan yfir Jóni Gerald hefði farið fram laugardaginn 24. ágúst 2002. Sveinn Ingiberg Magnússon, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra, sagði það hljóta að vera misminni, fyrsta yfirheyrslan hefði farið fram sunnudaginn 25. ágúst. Það myndi hann vel því hann hefði verið á ættarmóti á laugardeginum, og því fjölmörg vitni sem væri hægt að kalla fyrir dóminn til að bera um það. Jón H. skýrði einnig hvernig það hafi komið til að hann hafi sótt Jón Gerald þennan morgun. Hann sagðist hafa átt erindi í Hafnarfjörð, og því hafi hentað betur að sækja Jón Gerald í Kópavoginn heldur en að láta hann koma sjálfan, enda skrifstofan lokuð um helgina og enginn í móttökunni. Verjendur spurðu bæði Jón H. og Svein um nokkur tilvik þar sem sakborningar eða vitni komu með ábendingar um eitthvað sem þyrfti að rannsaka, og ekki var sinnt af lögreglu. Báðir sögðu að ávallt hefðu verið rannsakaðar þær ábendingar sem þóttu koma atvikum sem voru til rannsóknar við, og Jón H. sagði að hætt hefði verið við að rannsaka frekar tugi atvika vegna ábendinga sakborninga þar sem grunur var um eitthvert saknæmt í upphafi. Þannig hafi jafnt verið rannsökuð atriði sem þóttu horfa til sýknu og þau sem þóttu horfa til sektar. Þannig spurði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jón H. hvers vegna samskipti Baugs við Simon's Agentur hafi ekki verið rannsökuð eftir að Jón Ásgeir benti ítrekað á að þau væru sambærileg og viðskiptin við Nordica. „Mér finnst þetta vera eins og að bera saman epli og appelsínur," sagði Jón H., sem sagði að engin ástæða hefði verið til að hefja rannsókn á samskiptum Baugs og Simon's Agentur. Ummæli Jóns Ásgeirs í yfirheyrslum hafi hann ekki litið á sem ábendingu, enda hafi Jón Ásgeir minnst á það tvisvar, en ekki óskað sérstaklega eftir því að þetta yrði rannsakað. Jón H. var einnig spurður út í símtal sem hann átti við Helga Sigurðsson, lögmann hjá Kaupþingi, um svipað leyti og upprunaleg ákæra var gefin út, í byrjun júlí 2005. Helgi hafði fyrir dómi lýst því hvernig símtalið endaði á því að fagnaðarlæti sem minntu á lætin á fótboltaleik hafi brotist út á skrifstofu Jóns H. þegar hann skýrði frá því að hann hefði engin gögn fundið sem styddu skýringar sakborninga. „Þetta er auðvitað alveg fráleitt," sagði Jón H., sem sagðist muna vel eftir þessu símtali. Hann hafi verið einn á skrifstofu sinni og skildi til að byrja með ekki hverju hann hefði átt að vera að fagna.
Fréttir Tengdar fréttir Orðrétt úr Baugsmálinu „Þetta er nú svona meginlínan, svo dansar saksóknarinn þar, og öryggisnetið er hérna hjá dómaranum.“ Arngrímur Ísberg dómsformaður skýrði þann línudans sem saksóknari og verjendur áttu að stunda með það hvort spyrja mætti endurskoðendur frá Deloitte sem sérfræðivitni í málinu. 16. mars 2007 04:00 Baugsmálið í dag Tveir dagar eru eftir af vitnaleiðslum í málinu og í dag munu meðal annarra koma fyrir dóminn þeir Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. 16. mars 2007 06:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Orðrétt úr Baugsmálinu „Þetta er nú svona meginlínan, svo dansar saksóknarinn þar, og öryggisnetið er hérna hjá dómaranum.“ Arngrímur Ísberg dómsformaður skýrði þann línudans sem saksóknari og verjendur áttu að stunda með það hvort spyrja mætti endurskoðendur frá Deloitte sem sérfræðivitni í málinu. 16. mars 2007 04:00
Baugsmálið í dag Tveir dagar eru eftir af vitnaleiðslum í málinu og í dag munu meðal annarra koma fyrir dóminn þeir Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. 16. mars 2007 06:30
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði