Kaupréttur vegna hagsmuna hluthafa 8. mars 2007 06:45 Vitnaleiðslur Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, settist í vitnastúkuna í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar vitnaleiðslum í Baugsmálinu var fram haldið. MYNDGVA Forstjóri Glitnis kannaðist við að kveðið hafi verið á um kauprétt æðstu stjórnenda í samningum þegar Baugur var stofnaður, en sagði stjórn hafa átt að ákveða hverjir fengu slík kaupréttarákvæði. Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í gær og var Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, kallaður fyrir dóminn. Hann sagði frá aðkomu bankans að stofnun Baugs, og samningum um hlutafjárkaup. Raunar var það ekki Glitnir sem kom að stofnuninni heldur Fjárfestingarbanki atvinnulífsins (FBA), sem sameinaðist Íslandsbanka, sem síðar breytti um nafn og varð Glitnir. Bjarni sagði að hann myndi til þess að í samningi við stofnun Baugs hafi verið kveðið á um að fjórum prósentum af bréfum í fyrirtækinu yrði ráðstafað til stjórnenda með kaupréttarákvæðum. Hann sagði það hafa verið hagsmunir hluthafa að tengja laun stjórnenda gengi fyrirtækisins með þessum hætti. Það hafi svo verið stjórnar að ákveða hverjir ættu að njóta kaupréttar. Fram hefur komið við vitnaleiðslur af stjórnarmönnum og endurskoðendum að þeir hafi ekki vitað af kaupréttinum sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson aðstoðarforstjóri og Óskar Magnússon stjórnarformaður nutu frá stofnun félagsins 1998. Bjarni var einnig spurður um kaup norska fyrirtækisins Reitangruppen á 20 prósenta hlut í Baugi, og þær skýringar núverandi og fyrrverandi stjórnenda Baugs að Baugur hafi fengið hlut af söluþóknun sem FBA og Kaupþing áttu að fá fyrir að selja bréfin, þar sem Baugur hafi kynnt Reitangruppen til sögunnar. Bjarni staðfesti að rætt hefði verið að Baugur fengi hlut í þóknun vegna þessa, en hann gat ekki staðfest að af því hefði orðið. Árni Pétur Jónsson, sem var yfirmaður matvörusviðs Baugs frá árinu 2001, sagði dóminum frá samskiptum sínum við Jón Gerald Sullenberger, eiganda fyrirtækisins Nordica í Bandaríkjunum og einn ákærða í málinu. Hann lýsti meðal annars endalokum viðskiptasambandsins milli Nordica og Baugs og sagðist aldrei hafa verið sáttur við viðskiptin. Árni lýsti símtali sem hann sagðist hafa átt við Jón Gerald, þar sem sá síðarnefndi hafi í reiði hótað því að valda Baugi gríðarlegum ímyndarskaða. Hann sagðist í kjölfarið hafa rætt þessa hótun við Jón Ásgeir, sem hafi sagt honum að taka sínar ákvarðanir um viðskipti við Nordica út frá faglegum viðskiptalegum forsendum, það væri ekkert sem Jón Gerald gæti gert til að skaða fyrirtækið. Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Forstjóri Glitnis kannaðist við að kveðið hafi verið á um kauprétt æðstu stjórnenda í samningum þegar Baugur var stofnaður, en sagði stjórn hafa átt að ákveða hverjir fengu slík kaupréttarákvæði. Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í gær og var Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, kallaður fyrir dóminn. Hann sagði frá aðkomu bankans að stofnun Baugs, og samningum um hlutafjárkaup. Raunar var það ekki Glitnir sem kom að stofnuninni heldur Fjárfestingarbanki atvinnulífsins (FBA), sem sameinaðist Íslandsbanka, sem síðar breytti um nafn og varð Glitnir. Bjarni sagði að hann myndi til þess að í samningi við stofnun Baugs hafi verið kveðið á um að fjórum prósentum af bréfum í fyrirtækinu yrði ráðstafað til stjórnenda með kaupréttarákvæðum. Hann sagði það hafa verið hagsmunir hluthafa að tengja laun stjórnenda gengi fyrirtækisins með þessum hætti. Það hafi svo verið stjórnar að ákveða hverjir ættu að njóta kaupréttar. Fram hefur komið við vitnaleiðslur af stjórnarmönnum og endurskoðendum að þeir hafi ekki vitað af kaupréttinum sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson aðstoðarforstjóri og Óskar Magnússon stjórnarformaður nutu frá stofnun félagsins 1998. Bjarni var einnig spurður um kaup norska fyrirtækisins Reitangruppen á 20 prósenta hlut í Baugi, og þær skýringar núverandi og fyrrverandi stjórnenda Baugs að Baugur hafi fengið hlut af söluþóknun sem FBA og Kaupþing áttu að fá fyrir að selja bréfin, þar sem Baugur hafi kynnt Reitangruppen til sögunnar. Bjarni staðfesti að rætt hefði verið að Baugur fengi hlut í þóknun vegna þessa, en hann gat ekki staðfest að af því hefði orðið. Árni Pétur Jónsson, sem var yfirmaður matvörusviðs Baugs frá árinu 2001, sagði dóminum frá samskiptum sínum við Jón Gerald Sullenberger, eiganda fyrirtækisins Nordica í Bandaríkjunum og einn ákærða í málinu. Hann lýsti meðal annars endalokum viðskiptasambandsins milli Nordica og Baugs og sagðist aldrei hafa verið sáttur við viðskiptin. Árni lýsti símtali sem hann sagðist hafa átt við Jón Gerald, þar sem sá síðarnefndi hafi í reiði hótað því að valda Baugi gríðarlegum ímyndarskaða. Hann sagðist í kjölfarið hafa rætt þessa hótun við Jón Ásgeir, sem hafi sagt honum að taka sínar ákvarðanir um viðskipti við Nordica út frá faglegum viðskiptalegum forsendum, það væri ekkert sem Jón Gerald gæti gert til að skaða fyrirtækið.
Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira