Villt um og snúið út úr í yfirheyrslum 2. mars 2007 00:30 Jóhanna Waagfjörd, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, var ósátt við yfirheyrsluaðferðir lögreglu. MYND/Vilhelm Tveir fyrrverandi starfsmenn Baugs sögðu nafngreindan lögreglumann hafa reynt að villa um fyrir þeim í yfirheyrslum, og ítrekað snúið út úr ummælum þeirra, þegar þeir báru vitni í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Þetta var ótrúleg lífsreynsla, maður á ekki von á því að þurfa að fara að láta lögreglu taka af sér skýrslu, maður var hálfhræddur,“ sagði Jóhanna Waagfjörd, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs. Hún sagði að Arnar Jensson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn, hefði ítrekað sagt sér að Baugur hefði veitt stjórnendum og tengdum félögum ólögleg lán. Í ákæru er því haldið fram að slíkar ólöglegar lánveitingar hafi átt sér stað, en því hafa sakborningar ítrekað neitað og sagt að um eðlileg viðskipti hafi verið að ræða. Auðbjörg Friðgeirsdóttir, sem starfaði við innra eftirlit hjá Baugi til ársins 2005 og var mikið í sambandi við lögreglu til að afla umbeðinna upplýsinga úr bókhaldi Baugs, sagði svipaða sögu. Hún sagðist hafa upplifað yfirheyrslur, sér í lagi hjá Arnari, þannig að reynt væri að snúa út úr því sem hún sagði, ekki hefði verið hlustað á það sem hún hafði að segja og reynt hefði verið að villa um fyrir henni. „Þeir reyndu að láta mér finnast eins og ég væri á mörkum þess að vera sek,“ sagði Auðbjörg, sem sagði að hún hefði ítrekað verið minnt á að ólöglegt væri að fremja meinsæri, og gert í því að draga úr trúverðugleika hennar. Auðbjörg svaraði í gær spurningum um frægan kreditreikning frá Nordica í Bandaríkjunum til Baugs, og sagði hún skýringar stjórnenda Baugs á tilkomu reikningsins geta staðist miðað við umfang viðskiptanna. Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson, tveir ákærðu í málinu, hafa gefið þær skýringar á reikningnum frá Nordica að hann hefði komið til vegna þess að lager hefði safnast upp af vörum frá Nordica, sem Nordica hefði tekið þátt í að greiða með þessum kreditreikningi. Það stangast hins vegar á við framburð Jóns Geralds Sullenberger, eiganda Nordica, sem einnig er ákærður í málinu. Hann segir reikninginn algerlega tilhæfulausan. Fréttir Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Tveir fyrrverandi starfsmenn Baugs sögðu nafngreindan lögreglumann hafa reynt að villa um fyrir þeim í yfirheyrslum, og ítrekað snúið út úr ummælum þeirra, þegar þeir báru vitni í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Þetta var ótrúleg lífsreynsla, maður á ekki von á því að þurfa að fara að láta lögreglu taka af sér skýrslu, maður var hálfhræddur,“ sagði Jóhanna Waagfjörd, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs. Hún sagði að Arnar Jensson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn, hefði ítrekað sagt sér að Baugur hefði veitt stjórnendum og tengdum félögum ólögleg lán. Í ákæru er því haldið fram að slíkar ólöglegar lánveitingar hafi átt sér stað, en því hafa sakborningar ítrekað neitað og sagt að um eðlileg viðskipti hafi verið að ræða. Auðbjörg Friðgeirsdóttir, sem starfaði við innra eftirlit hjá Baugi til ársins 2005 og var mikið í sambandi við lögreglu til að afla umbeðinna upplýsinga úr bókhaldi Baugs, sagði svipaða sögu. Hún sagðist hafa upplifað yfirheyrslur, sér í lagi hjá Arnari, þannig að reynt væri að snúa út úr því sem hún sagði, ekki hefði verið hlustað á það sem hún hafði að segja og reynt hefði verið að villa um fyrir henni. „Þeir reyndu að láta mér finnast eins og ég væri á mörkum þess að vera sek,“ sagði Auðbjörg, sem sagði að hún hefði ítrekað verið minnt á að ólöglegt væri að fremja meinsæri, og gert í því að draga úr trúverðugleika hennar. Auðbjörg svaraði í gær spurningum um frægan kreditreikning frá Nordica í Bandaríkjunum til Baugs, og sagði hún skýringar stjórnenda Baugs á tilkomu reikningsins geta staðist miðað við umfang viðskiptanna. Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson, tveir ákærðu í málinu, hafa gefið þær skýringar á reikningnum frá Nordica að hann hefði komið til vegna þess að lager hefði safnast upp af vörum frá Nordica, sem Nordica hefði tekið þátt í að greiða með þessum kreditreikningi. Það stangast hins vegar á við framburð Jóns Geralds Sullenberger, eiganda Nordica, sem einnig er ákærður í málinu. Hann segir reikninginn algerlega tilhæfulausan.
Fréttir Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira