Ósamræmi í framburði 21. febrúar 2007 06:45 Bunki dagsins. Sigurður Tómas Magnússon, sækjandi í Baugsmálinu (til hægri), afhenti sakborningi og verjendum hluta þeirra gagna sem farið var yfir í gær, við upphaf dags í héraðsdómi. MYND/GVA Forstjóra og fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs bar alls ekki saman fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um fyrirtæki sem sagt er að forsvarsmenn Baugs hafi stofnað á Bahama-eyjum, og kemur við sögu í Baugsmálinu. Tryggvi Jónsson, sem var aðstoðarforstjóri og síðar forstjóri Baugs, sagði þegar aðalmeðferð í Baugsmálinu var fram haldið í gær, að fyrirtækið Miramar hafi verið stofnað á Bahama-eyjum árið 1997. Þá hafi hann sjálfur, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, og Jón Gerald Sullenberger, framkvæmdastjóri Nordica í Bandaríkjunum, farið til Bahama-eyja og stofnað fyrirtækið. Tryggvi sagði í samtali við Fréttablaðið að Miramar hafi verið stofnað til að stunda fasteigna- og landakaup, en aldrei hafi orðið af því að það hæfi starfsemi. Það hafi því verið lagt niður árið 1999, tveimur árum eftir stofnun. Þetta er í algerri mótsögn við það sem Jón Ásgeir Jóhannesson sagði við þessi sömu réttarhöld síðastliðinn fimmtudag, þegar hann hélt því statt og stöðugt fram að þetta félag hafi aldrei verið stofnað. Hann sagði að spurt hafi verið um þetta félag áður við rannsókn málsins, en það væri ekki annað en „hugarburður" lögreglu og saksóknara. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í málinu, spurði Jón Ásgeir nánar út í Miramar, og bar undir hann tölvupóst sem virðist koma frá Tryggva. Þar segir Tryggvi að Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, hafi átt Miramar. Jón Ásgeir sagði að það væri „vitleysa" hjá Tryggva, og ítrekaði að félagið hefði aldrei verið stofnað. Ákæruvaldið heldur því fram að Miramar tengist skemmtibátnum Thee Viking, en Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir fyrir fjárdrátt úr Baugi til að fjármagna bátinn. Telur ákæruvaldið að til hafi staðið að færa eignarhald Fjárfestingafélagsins Gaums, fjölskyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs, í Thee Viking yfir til Miramar. Jón Ásgeir hefur þó alltaf haldið því fram að hvorki hann né Gaumur hafi nokkurn tíma átt hlut í bátnum, og Jón Gerald var einn skráður eigandi hans. En Baugsmálið snýst ekki bara um skemmtibáta, og við skýrslutökur af Tryggva í gær viðurkenndi hann að „röð mistaka" hafi orðið til þess að kreditreikningur frá fyrirtækinu SMS í Færeyjum, sem var að hálfu leyti í eigu Baugs, hafi verið sendur til Baugs sumarið 2001, og færður inn í bókhaldið sem tekjur. Reikningurinn hljóðaði upp á tæpar 46,7 milljónir króna, og í ákæru segir að með því að færa þennan „tilhæfulausa" reikning sem tekjur hafi Jón Ásgeir og Tryggvi hagrætt bókhaldi Baugs til að gefa ranga mynd af stöðu fyrirtækisins í hálfs árs uppgjöri árið 2001. Tryggvi sagði að mistökin hefðu uppgötvast síðar þetta sama ár og verið leiðrétt, en sér hafi ekki liðið illa vegna þessara mistaka vegna þess að Baugur hefði átt 60-70 milljónir inni hjá SMS á þessum tíma vegna afsláttar sem hefði verið greiddur eftir á. Mistökin hafi því ekki haft óeðlileg áhrif á gengi bréfa í Baugi. Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Forstjóra og fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs bar alls ekki saman fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um fyrirtæki sem sagt er að forsvarsmenn Baugs hafi stofnað á Bahama-eyjum, og kemur við sögu í Baugsmálinu. Tryggvi Jónsson, sem var aðstoðarforstjóri og síðar forstjóri Baugs, sagði þegar aðalmeðferð í Baugsmálinu var fram haldið í gær, að fyrirtækið Miramar hafi verið stofnað á Bahama-eyjum árið 1997. Þá hafi hann sjálfur, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, og Jón Gerald Sullenberger, framkvæmdastjóri Nordica í Bandaríkjunum, farið til Bahama-eyja og stofnað fyrirtækið. Tryggvi sagði í samtali við Fréttablaðið að Miramar hafi verið stofnað til að stunda fasteigna- og landakaup, en aldrei hafi orðið af því að það hæfi starfsemi. Það hafi því verið lagt niður árið 1999, tveimur árum eftir stofnun. Þetta er í algerri mótsögn við það sem Jón Ásgeir Jóhannesson sagði við þessi sömu réttarhöld síðastliðinn fimmtudag, þegar hann hélt því statt og stöðugt fram að þetta félag hafi aldrei verið stofnað. Hann sagði að spurt hafi verið um þetta félag áður við rannsókn málsins, en það væri ekki annað en „hugarburður" lögreglu og saksóknara. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í málinu, spurði Jón Ásgeir nánar út í Miramar, og bar undir hann tölvupóst sem virðist koma frá Tryggva. Þar segir Tryggvi að Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, hafi átt Miramar. Jón Ásgeir sagði að það væri „vitleysa" hjá Tryggva, og ítrekaði að félagið hefði aldrei verið stofnað. Ákæruvaldið heldur því fram að Miramar tengist skemmtibátnum Thee Viking, en Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir fyrir fjárdrátt úr Baugi til að fjármagna bátinn. Telur ákæruvaldið að til hafi staðið að færa eignarhald Fjárfestingafélagsins Gaums, fjölskyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs, í Thee Viking yfir til Miramar. Jón Ásgeir hefur þó alltaf haldið því fram að hvorki hann né Gaumur hafi nokkurn tíma átt hlut í bátnum, og Jón Gerald var einn skráður eigandi hans. En Baugsmálið snýst ekki bara um skemmtibáta, og við skýrslutökur af Tryggva í gær viðurkenndi hann að „röð mistaka" hafi orðið til þess að kreditreikningur frá fyrirtækinu SMS í Færeyjum, sem var að hálfu leyti í eigu Baugs, hafi verið sendur til Baugs sumarið 2001, og færður inn í bókhaldið sem tekjur. Reikningurinn hljóðaði upp á tæpar 46,7 milljónir króna, og í ákæru segir að með því að færa þennan „tilhæfulausa" reikning sem tekjur hafi Jón Ásgeir og Tryggvi hagrætt bókhaldi Baugs til að gefa ranga mynd af stöðu fyrirtækisins í hálfs árs uppgjöri árið 2001. Tryggvi sagði að mistökin hefðu uppgötvast síðar þetta sama ár og verið leiðrétt, en sér hafi ekki liðið illa vegna þessara mistaka vegna þess að Baugur hefði átt 60-70 milljónir inni hjá SMS á þessum tíma vegna afsláttar sem hefði verið greiddur eftir á. Mistökin hafi því ekki haft óeðlileg áhrif á gengi bréfa í Baugi.
Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira