Tónlist

Ítölsk-íslensk veisla í kvöld

Jóhann verður í eldlínunni með Evil Madness í Stúdentakjallaranum í kvöld.
Jóhann verður í eldlínunni með Evil Madness í Stúdentakjallaranum í kvöld. MYND/Hörður

Ítölsk-íslensk raftónlistarveisla verður haldin í Stúdentakjallaranum í kvöld. Fram koma Evil Madness, Fabrizio Modonese Palumbo og Paul Beauchamp.

Fabrizio er meðlimur i hljómsveitinni Larsen, og hefur unnið med tónlistarmönnum á borð vid Jarboe, söngkonu Swans, Michael Gira, Xiu Xiu, Current 93, Matmos, Deathprod, John Duncan og fleirum.

Paul Beauchamp er meðlimur í Blind Cave Salamander ásamt Fabrizio og hefur einnig unnið med Steve Mackey úr Stooges, Psychic TV, Bastard Noise, Kamilsky og fleirum.

„Það er ekki oft sem við fáum svona ferskar raddir í raftónlistargeiranum og það er frábært að fá þá hingað,“ segir Jóhann Jóhannsson, meðlimur Evil Madness, um þá Fabrizio og Beauchamp.

Á meðal fleiri meðlima Ewil Madness má nefna Sigtrygg Berg Sigmarsson og Helga Þórsson úr Stilluppsteypu, Dj Musician og Curver. Fyrsta plata sveitarinnar, Demon Jukebox, kom út í fyrra og fékk hún góða dóma hjá gagnrýnendum bæði hér heima og erlendis.

„Þetta eru í rauninni þriðju tónleikarnir okkar,“ segir Jóhann. „Við spiluðum fyrst í Nýlistasafninu og síðan á Airwaves. Við höfum alltaf spilað nýtt efni á hverjum tónleikum og ég gæti trúað að það verði raunin. Auðvitað munum við líka spila einhverja smelli af plötunni okkar.“

Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22.00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×