Þar er enn fremur sagt að alls hafi eignir lífeyrissjóðanna aukist um 205 milljarða króna á árinu og að gera megi ráð fyrir að eignir sjóðanna í lok árs verði um 130 prósent af landsframleiðslu.
Segir Glitnir hlutfallið mjög hátt í alþjóðlegum samanburði og að Ísland hafi með hæsta hlutfallið af OECD-löndunum í hitteðfyrra.Bent er á breytta fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðanna en þeir fjárfesta nú í auknum mæli í hlutabréfum og erlendum verðbréfum í stað ríkistryggðra skuldabréfa og sjóðsfélagalána áður fyrr.
„Fjárfesting í hlutabréfum árið 1990 var um 1% en er nú rúmlega 37%. Eignir sjóðanna í erlendum verðbréfum nema nú um 27% en voru ekki nema 2% árið 1995," segir í Morgunkorni Glitnis.