Innlent

Vægi íslensku bankanna í Úrvalsvísitölu eykst

MYND/Stefán

Íslensku bankarnir vega nærri þrjá fjórðu í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar á fyrri helmingi næsta árs sem er meiria en í núgildandi vísitölu. Þetta kemur í Vegvísi Landsbankans.

Þar segir að sömu félög verði í Úrvalsvísitölunni á fyrri helmingi ársins 2007 og eru í vísitölunni nú samkvæmt frétt frá Kauphöllinni. Samtals vega bankarnir fjórir, Glitnir, KB Banki, Landsbankinn og Straumur Burðarás 72,5 prósent í vísitölunni á fyrri helmingi næsta árs en vægi þeirra er 70,1 prósent nú. Þróun gengis bankanna mun því áfram verða ráðandi þáttur í Úrvalsvísitölunni.

Vægi bankanna hvers og eins innan vísitölunnar breytist þó á þann hátt að vægi Kaupþings minnkar um 3,8 prósent, vægi Landsbankans eykst um 3,7 prósent og vægi Straums-Burðaráss minnkar um 2,5 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×