Örn Arnarson úr SH vann í dag til bronsverðlauna á EM í sundi sem fram fer í Helsinki. Örn synti 50 metra flugsund á 23,55 sekúndum og var þetta í þriðja sinn í dag sem kappinn bætir eigið Íslandsmet í greininni.
Króatíski sundmaðurinn Alexei Puninski sigraði í sundinu og kom í mark á tímanum 23,21 sekúndu.