Sport

Tveir slasast eftir að hestur missir stjórn á sér

Í vikunni vann brokkhesturinn Loopylou stórsigur í kerrukappreiðum sem haldnar voru í Noregi en nokkrum mínútum eftir sigurinn varð hann fyrir bíl á þjóðvegi eitt í Þrándheim. Þetta vildi til eftir að knapinn var búinn að ríða heiðurshringinn þá fældist hesturinn af einhverjum orsökum og missti knapinn stjórn á honum og féll úr vagninum sem hesturinn dró á eftir sér.

Með tóma kerruna hljóp Loopylou stjórnlaust inn á knapasvæðið á bak við keppnisvöllinn og á annan hest með þeim afleiðingum að hann prjónaði yfir sig og yfir þann knapa sem hélt í hann sem slasaðist þó nokkuð og varð ein kona fyrir honum líka sem slasaðist þó minna. Vegna mistaka vallarvarða var hlið út af leikvanginum opið og tók Loopylou á rás út á aðal þjóðveg Þrándheims og varð þar fyrir bíl og stórslasaðist.

Loopylou er nú í aðhlynningu hjá færustu dýralæknum Noregs og telja þeir að Loopylou eigi þó afturkvæmt á keppnisvöllinn eftir einhverja mánuði þegar hann hefur náð sér að fullu eftir meiðslin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×