Körfubolti

Washington stöðvaði Dallas

Gilbert Arenas og félagar í Washington bundu enda á sigurgöngu Dallas
Gilbert Arenas og félagar í Washington bundu enda á sigurgöngu Dallas NordicPhotos/GettyImages

Tólf leikja sigurgöngu Dallas Mavericks í NBA deildinni lauk í nótt þegar liðið tapaði fyrir Washington 106-97 á útivelli. Gilbert Arenas skoraði 38 stig fyrir Washington en Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas.

New York lagði Memphis 98-90 þar sem Eddy Curry skoraði 26 stig og hirti 15 fráköst fyrir New York en Hakim Warrick skoraði 19 stig fyrir Memphis.

San Antonio valtaði yfir Golden State 129-89 þar sem varamenn San Antonio skoruðu 75 stig. Anthony Robertson skoraði 21 stig fyrir Golden State en Brent Barry skoraði 18 stig fyrir San Antonio, en enginn byrjunarliðsmanna liðsins spilaði meira en 28 mínútur.

Chicago vann sinn fimmta leik í röð með því að leggja Boston örugglega 100-82. Tony Allen skoraði 20 stig fyrir Boston en Andres Nocioni skoraði 20 stig og hirti 7 fráköst fyrir Chicago.

Utah lagði vann öruggan sigur á Milwaukee 101-88 þar sem Carlos Boozer skoraði 30 stig og hirti 13 fráköst fyrir Utah en Charlie Bell skoraði 23 stig fyrir Milwaukee. Þetta var 999. sigur Jerry Sloan þjálfara Utah, en hann getur orðið fimmti þjálfarinn í sögu NBA til að ná 1000. sigrum næstkomandi föstudagskvöld.

Orlando vann góðan útisigur á Sacramento 92-89. Dwight Howard skoraði 18 stig og hirti 16 fráköst fyrir Orlando en Mike Bibby skoraði 19 stig fyrir Sacramento í þriðja tapi liðsins í röð.

Loks vann LA Lakers auðveldan 101-87 sigur á Indiana þrátt fyrir að Kobe Bryant þyrfti frá að hverfa vegna ökklameiðsla. Bryant var þó stigahæstur hjá Lakers með 21 stig, en Jermaine O´Neal skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst fyrir Indiana. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×