Innlent

Tap Dagsbrúnar 3,2 milljarðar króna

Dagsbrún tapaði 3,2 milljörðum króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er nokkuð verri afkoma en reiknað var með en gert var ráð fyrir 2,8 milljarða króna tapi. Þá tapaði félagið 4.678 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 554 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Tekjur félagsins þrefölduðust á milli ára.

Í uppgjör Dagsbrúnar segir að tekjur Dagsbrúnar (nú 365 hf.) hafi numið 36.132 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins til samanburðar við 10.866 milljónir kr. á sama tíma í fyrra. Tekjurnar námu 15.956 milljónum króna á þriðja fjórðungi ársins sem er 12.101 milljóna króna aukning á milli ára.

Rekstrarhagnaður af reglulegri starfssemi (EBITDA) fyrir óvenjulega liði fyrstu níu mánuði ársins nam 3.789 milljónum króna samanborið við 2.319 milljónir króna fyrir sama tímabil 2005. Óvenjulegir liðir sem höfðu áhrif á EBITDA á fyrstu níu mánuðum ársins námu 1.191 milljón króna og varð því EBITDA að teknu tilliti til þeirra liða 2.598 milljónir króna.

EBITDA af reglulegri starfssemi fyrir óvenjulega liði á þriðja ársfjórðungi nam 1.693 milljónum króna en óvenjulegir liðir sem höfðu áhrif á EBITDA ársfjórðungsins námu 1.007 milljónum króna.

Þá nam gjaldfært virðisrýrnunartap vegna viðskiptavildar 2.500 milljónum á 3. ársfjórðungi.

Uppgjör Dagsbrúnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×