Körfubolti

Stóráfangi hjá Rögnvaldi Hreiðarssyni

Rögnvaldur (til hægri) dæmir tímamótaleik sinn á sunnudag
Rögnvaldur (til hægri) dæmir tímamótaleik sinn á sunnudag mynd/anton brink

Körfuknattleiksdómarinn Rögnvaldur Hreiðarsson nær merkum áfanga í dómgæslunni á sunnudaginn þegar hann dæmir leik Grindavíkur og Snæfells í bikarkeppni Lýsingar. Þetta verður þúsundasti leikurinn sem Rögnvaldur dæmir á vegum KKÍ og verður hann aðeins annar dómarinn í sögunni til að dæma svo marga leiki.

Reyndasti dómarinn til þessa er Jón Otti Ólafsson sem lagði flautuna á hilluna árið 1994, en hann átti þá að baki 1673 leiki fyrir Körfuknattleikssambandið.

Rögnvaldur dæmdi sinn fyrsta leik í janúar árið 1995 þegar hann dæmdi leik KR og Grindavíkur í stúlknaflokki og aðeins ári síðar fékk hann A-réttindin og dæmdi sinn fyrsta leik í úrvalsdeild. Það var viðureign Breiðabliks og Hauka. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×