Innlent

Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir vexti sennilega verða hækkaða

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. MYND/Vísir

Stýrivextir Seðlabanka Íslands verða sennilega hækkaðir í næsta mánuði. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sagði í morgun í viðtali við fréttastofu Bloomberg að vísbendingar séu um að bankinn þyrfti að hækka vexti sína til að ná markmiði um 2,5% verðbólgu innan ásættanlegs tíma. Frá þessu er sagt í Morgunkorni Glitnis.

Stýrivextir er nú 14%. Ákveðið var að halda stýrivöxtum óbreyttum á vaxtaákvörðunardegi bankans 2. nóvember síðastliðinn. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, útilokaði þá ekki frekari stýrivaxtahækkanir en næsti vaxtaákvörðunardagur bankans er 21. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×