Fimmti sigur LA Clippers í röð 13. nóvember 2006 05:21 NordicPhotos/GettyImages LA Clippers vann í nótt fimmta leik sinn í röð eftir tap í fyrsta leiknum þegar liðið skellti New Orleans 92-76 á heimavelli sínum. Þetta var þriðja tap New Orleans í röð, en liðið vann fjóra fyrstu leiki sína í upphafi leiktíðar. Elton Brand skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst hjá Clippers, en fimm aðrir leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira. Chris Paul var stigahæstur hjá New Orleans með 20 stig. New Jersey lagði Washington 105-93 eftir framlengdan leik, þar sem Vince Carter tryggði New Jersey framlengingu með þriggja stiga skoti sem datt ofan í körfuna á undarlegan hátt og skrifuðu menn það á nýja boltann. Carter varð því fyrsta súperstjarnan í deildinni til að hrósa nýja boltanum, því allir voru á einu máli um að gamli leðurboltinn hefði aldrei skoppað ofan í körfuna - enda var skot Carter alls ekki gott. Washington átti svo aldrei möguleika í framlengingunni og tapaði henni 18-6. Vince Carter var stigahæstur í liði New Jersey með 34 stig, en Gilbert Arenas skoraði 25 og hitti mjög illa hjá Washington. Jason Kidd hjá New Jersey náði 77. þreföldu tvennu sinni á ferlinum í nótt með 15 stigum, 18 stoðsendingum og 11 fráköstum og vantar nú aðeins eina þrennu til að komast upp fyrir Wilt Chamberlain í þriðja sæti yfir þá sem hafa afrekað það oftast í sögu NBA. Þá komst Kidd einnig í 7. sæti yfir þá leikmenn sem gefið hafa flestar stoðsendingar í sögu deildarinnar. Denver lagði Charlotte 108-101, þar sem Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver en Emeka Okafor skoraði 22 stig og hirti 15 fráköst hjá Charlotte. Houston burstaði Miami á útivelli 94-72, þar sem Yao Ming skoraði 34 stig og hirti 14 fráköst hjá Houston en Dwyane Wade skoraði 24 stig og hirti 7 fráköst hjá Miami og Shaquille O´Neal skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Dallas lagði Portland á útivelli 103-96 og vann þar með sinn annan leik í röð eftir skelfilega byrjun. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst og Jason Terry skoraði 24 stig. Jarrett Jack skoraði 20 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Portland og Zach Randolph skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst. Sacramento er taplaust á heimavelli eftir 107-92 sigur á Toronto. Kevin Martin skoraði 26 stig fyrir Sacramento og Ron Artest skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst. Chris Bosh skoraði 19 stig og hirti 7 fráköst fyrir Toronto. Loks vann LA Lakers sigur á Memphis á heimavelli sínum 91-81. Kobe Bryant skoraði 21 stig fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 20 stig, hirti 16 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Mike Miller skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst hjá Memphis. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
LA Clippers vann í nótt fimmta leik sinn í röð eftir tap í fyrsta leiknum þegar liðið skellti New Orleans 92-76 á heimavelli sínum. Þetta var þriðja tap New Orleans í röð, en liðið vann fjóra fyrstu leiki sína í upphafi leiktíðar. Elton Brand skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst hjá Clippers, en fimm aðrir leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira. Chris Paul var stigahæstur hjá New Orleans með 20 stig. New Jersey lagði Washington 105-93 eftir framlengdan leik, þar sem Vince Carter tryggði New Jersey framlengingu með þriggja stiga skoti sem datt ofan í körfuna á undarlegan hátt og skrifuðu menn það á nýja boltann. Carter varð því fyrsta súperstjarnan í deildinni til að hrósa nýja boltanum, því allir voru á einu máli um að gamli leðurboltinn hefði aldrei skoppað ofan í körfuna - enda var skot Carter alls ekki gott. Washington átti svo aldrei möguleika í framlengingunni og tapaði henni 18-6. Vince Carter var stigahæstur í liði New Jersey með 34 stig, en Gilbert Arenas skoraði 25 og hitti mjög illa hjá Washington. Jason Kidd hjá New Jersey náði 77. þreföldu tvennu sinni á ferlinum í nótt með 15 stigum, 18 stoðsendingum og 11 fráköstum og vantar nú aðeins eina þrennu til að komast upp fyrir Wilt Chamberlain í þriðja sæti yfir þá sem hafa afrekað það oftast í sögu NBA. Þá komst Kidd einnig í 7. sæti yfir þá leikmenn sem gefið hafa flestar stoðsendingar í sögu deildarinnar. Denver lagði Charlotte 108-101, þar sem Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver en Emeka Okafor skoraði 22 stig og hirti 15 fráköst hjá Charlotte. Houston burstaði Miami á útivelli 94-72, þar sem Yao Ming skoraði 34 stig og hirti 14 fráköst hjá Houston en Dwyane Wade skoraði 24 stig og hirti 7 fráköst hjá Miami og Shaquille O´Neal skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Dallas lagði Portland á útivelli 103-96 og vann þar með sinn annan leik í röð eftir skelfilega byrjun. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst og Jason Terry skoraði 24 stig. Jarrett Jack skoraði 20 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Portland og Zach Randolph skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst. Sacramento er taplaust á heimavelli eftir 107-92 sigur á Toronto. Kevin Martin skoraði 26 stig fyrir Sacramento og Ron Artest skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst. Chris Bosh skoraði 19 stig og hirti 7 fráköst fyrir Toronto. Loks vann LA Lakers sigur á Memphis á heimavelli sínum 91-81. Kobe Bryant skoraði 21 stig fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 20 stig, hirti 16 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Mike Miller skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst hjá Memphis.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira