Körfubolti

Bryant með 23 stig í fyrsta leik

Kobe Bryant skemmti sér vel á vellinum í nótt.
Kobe Bryant skemmti sér vel á vellinum í nótt.

Kobe Bryant skoraði 23 stig í sínum fyrsta leik fyrir LA Lakers á tímabilinu þegar liðið bar sigurorð af Seattle, 118-112. LA Lakers hefur unnið alla þrjá leiki sína það sem af er leiktíð.

"Mér líður nokkuð vel. Ég hugsaði ekki mikið um hnéð á meðan leiknum stóð," sagði Bryant eftir leikinn en meiðslin virtust ekki hrjá honum neitt í leik hans. "Það er gott að vera kominn aftur. Mér líður best á vellinum," sagði Bryant.

Lamar Odom er sjóðandi heitur í upphafi tímabilsins og í gær skoraði hann 28 stig og var að öðrum ólöstuðum maðurinn á bakvið sigur Lakers. Af öðrum afrekum næturinnar má nefna að Allen Iverseon skoraði 39 stig fyrir Philadelphia þegar það vann nauman sigur á Orlando á útivelli, 103-105.

Önnur úrslit næturinnar voru sem hér segir:

Indiana - New Orleans 100:91

Toronto - Milwaukee 109:92

Atlanta - NY Knicks 102:92

Boston - Detroit 88:101

Miami - New Jersey 91:85

San Antonio - Cleveland 91:88

Memphis - Charlotte 96:83

Chicago - Sacramento 88:89

Denver - Minnesota 109:112

Phoenix - Utah 104:108

Golden State - Portland 102:89




Fleiri fréttir

Sjá meira


×