Gleði og sorg hjá Eiði Smára 31. október 2006 21:33 Eiður Smári sést hér fagna marki sínu í kvöld. Getty Images Eiður Smári Guðjohnsen skoraði en meiddist illa þegar Barcelona og Chelsea skildu jöfn, 2-2, í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. Eiður Smári kom Barca í 2-1 á 58. mínútu en meiddist, að því er virtist alvarlega, á ökkla um stundarfjórðungi síðar. Eiður Smári var að reyna að ná til boltans á miðjum vellinum þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum en í því steig hann vitlaust í vinstri fótinn og snéri ökklann afar illa. Íslenska landsliðsfyrirliðanum var strax skipt af velli og virtist hann sárþjáður er hann var borinn af leikvelli. Ekki er vitað á þessari stundu hversu lengi Eiður Smári verður frá en líklegt er að meiðslin séu alvarleg. Eftir rólegan fyrri hálfleik lét Eiður Smári vel til sín taka í þeim síðari og skoraði hann markið sem leit út fyrir að tryggja Barcelona þrjú dýrmæt stig. Það gerði hann á 58. mínútu eftir magnaðan undirbúning Ronaldinho. Þess má geta að Eiður Smári fagnaði marki sínu vel og innilega. Áður hafði Frank Lampard jafnað leikinn í 1-1 á 51. mínútu og það var síðan Didier Drogba sem jafnaði metin í 2-2 á 92. mínútu með laglegu marki. Úrslitin þýða að staða Barcelona í A-riðlinum er allt annað en góð því Werder Bremen vann öruggan 3-0 sigur á Levski Sofia á sama tíma. Chelsea er efst með 10 stig, Werder Bremen kemur næst með 7 stig en Barca er aðeins með 5 stig í þriðja sætinu þegar tveir leikir eru eftir. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði en meiddist illa þegar Barcelona og Chelsea skildu jöfn, 2-2, í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. Eiður Smári kom Barca í 2-1 á 58. mínútu en meiddist, að því er virtist alvarlega, á ökkla um stundarfjórðungi síðar. Eiður Smári var að reyna að ná til boltans á miðjum vellinum þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum en í því steig hann vitlaust í vinstri fótinn og snéri ökklann afar illa. Íslenska landsliðsfyrirliðanum var strax skipt af velli og virtist hann sárþjáður er hann var borinn af leikvelli. Ekki er vitað á þessari stundu hversu lengi Eiður Smári verður frá en líklegt er að meiðslin séu alvarleg. Eftir rólegan fyrri hálfleik lét Eiður Smári vel til sín taka í þeim síðari og skoraði hann markið sem leit út fyrir að tryggja Barcelona þrjú dýrmæt stig. Það gerði hann á 58. mínútu eftir magnaðan undirbúning Ronaldinho. Þess má geta að Eiður Smári fagnaði marki sínu vel og innilega. Áður hafði Frank Lampard jafnað leikinn í 1-1 á 51. mínútu og það var síðan Didier Drogba sem jafnaði metin í 2-2 á 92. mínútu með laglegu marki. Úrslitin þýða að staða Barcelona í A-riðlinum er allt annað en góð því Werder Bremen vann öruggan 3-0 sigur á Levski Sofia á sama tíma. Chelsea er efst með 10 stig, Werder Bremen kemur næst með 7 stig en Barca er aðeins með 5 stig í þriðja sætinu þegar tveir leikir eru eftir.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira