Segir stjórnendur KB Banka í felum 30. október 2006 13:00 Danska Ekstra Bladet segir að stjórnendur Kaupþings banka hafi farið í felur eftir skrif blaðsins í gær um það sem blaðið kallar skattasniðgöngukerfi bankans. Í dag birti blaðið frétt um danskan lögfræðing sem starfar með Íslendingum og er sagður viðriðinn mál um peningaþvætti. Lögfræðingurinn, sem heitir Jeff, var í blaðinu í gær sagður vera lykilmaður í útrás íslenskra kaupsýslumanna. Haft var eftir honum að hann hafi unnið með Björgólfsfeðgum og Magnúsi Þorsteinssyni. Fyrri opna af tveimur í Ekstrabladet í dag fer í að sýna ríkmannlegt líf Jeffs, sem ferðast um heiminn á einkaþotu. Auk þess er farið yfir baráttu Jeffs við rússneskan kaupsýslumann um eignarhald í rússnesku símafyrirtæki. Á næstu opnu er það saga af langri sakaskrá og svikum föður Jeffs. En það sem snýr mest að Íslendingum í skrifum blaðsins í dag er annar danskur lögfræðingur og meðeigandi Jeffs, Claus Abildstrøm. Claus er sagður vera stofnandi eða stjórnarformaður í mörgum þekktum fyrirtækjum í eigu Íslendinga. Og hvort blaðið koma til með að sýna fram á tengsl milli Íslendinga og peningaþvættis verður tíminn að leiða í ljós, því Ekstrabladet ætlar sér að draga umfjöllunina á langinn. En það sem kemur fram í dag er að danski lögfræðingurinn Claus Abildstrøm hafi borið vitni í máli sem rekið var í Sviss árið 2004 og ári síðar á Bresku Jómfrúreyjunum, sem tengdist eignarhaldi fyrirtækis meðeiganda hans Jeff. Einnig kemur fram að Claus hafi verið meðeigandi í fyrirtæki sem hafi verið notað til að leyna eignarhaldi í tengslum við sölu á stórum hlut í rússnesku símafyrirtæki. Blaðið hefur þessar upplýsingar úr alþjóðlegri skýrslu endurskoðanda hjá Pricewater House Coopers. Haft er eftir þeim endurskoðanda að það að leyna eignarhaldi fyrirtækja sé lýsandi fyrir peningaþvætti. Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Danska Ekstra Bladet segir að stjórnendur Kaupþings banka hafi farið í felur eftir skrif blaðsins í gær um það sem blaðið kallar skattasniðgöngukerfi bankans. Í dag birti blaðið frétt um danskan lögfræðing sem starfar með Íslendingum og er sagður viðriðinn mál um peningaþvætti. Lögfræðingurinn, sem heitir Jeff, var í blaðinu í gær sagður vera lykilmaður í útrás íslenskra kaupsýslumanna. Haft var eftir honum að hann hafi unnið með Björgólfsfeðgum og Magnúsi Þorsteinssyni. Fyrri opna af tveimur í Ekstrabladet í dag fer í að sýna ríkmannlegt líf Jeffs, sem ferðast um heiminn á einkaþotu. Auk þess er farið yfir baráttu Jeffs við rússneskan kaupsýslumann um eignarhald í rússnesku símafyrirtæki. Á næstu opnu er það saga af langri sakaskrá og svikum föður Jeffs. En það sem snýr mest að Íslendingum í skrifum blaðsins í dag er annar danskur lögfræðingur og meðeigandi Jeffs, Claus Abildstrøm. Claus er sagður vera stofnandi eða stjórnarformaður í mörgum þekktum fyrirtækjum í eigu Íslendinga. Og hvort blaðið koma til með að sýna fram á tengsl milli Íslendinga og peningaþvættis verður tíminn að leiða í ljós, því Ekstrabladet ætlar sér að draga umfjöllunina á langinn. En það sem kemur fram í dag er að danski lögfræðingurinn Claus Abildstrøm hafi borið vitni í máli sem rekið var í Sviss árið 2004 og ári síðar á Bresku Jómfrúreyjunum, sem tengdist eignarhaldi fyrirtækis meðeiganda hans Jeff. Einnig kemur fram að Claus hafi verið meðeigandi í fyrirtæki sem hafi verið notað til að leyna eignarhaldi í tengslum við sölu á stórum hlut í rússnesku símafyrirtæki. Blaðið hefur þessar upplýsingar úr alþjóðlegri skýrslu endurskoðanda hjá Pricewater House Coopers. Haft er eftir þeim endurskoðanda að það að leyna eignarhaldi fyrirtækja sé lýsandi fyrir peningaþvætti.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira