Framherjinn Nemanja Sovic hjá Fjölni var í dag útnefndur leikmaður 3. umferðar í úrvalsdeild karla í körfubolta samkvæmt frammistöðuformúlu á tölfræðivef KKÍ. Sovic fékk 44 stig fyrir frammistöðu sína gegn Keflavík á dögunum þar sem hann skoraði 35 stig, hirti 11 fráköst og hitti mjög vel úr skotum sínum í sigri Fjölnis.
Þá var Tamara Bowie hjá Grindavík í gær kjörinn leikmaður annarar umferðar efstu deildar kvenna aðra umferðina í röð eftir stórleik hennar gegn Keflavík. Williams fékk þar 44 stig fyrir frammistöðu sína eftir svipaða frammistöðu og í fyrstu umferðinni og greinilegt að þar er á ferðinni hörkuleikmaður.