Fimm leikir eru á dagskrá í körfuboltanum hér heima í kvöld. Fjórir leikir eru hjá körlunum og einn í kvennaflokki þar sem Íslandsmeistarar Hauka taka á móti nýliðum Hamars/Selfoss. Sá leikur hefst klukkan 19:15 eins og raunar allir leikir kvöldsins.
Í úrvalsdeild karla taka KR-ingar á móti Fjölni, Keflvíkingar taka á móti Haukum, Njarðvíkingar mæta Tindastól á Sauðárkróki og í Borgarnesi taka Skallagrímsmenn á móti Hamar/Selfoss.