Körfubolti

Denver skellti LA Lakers

Carmelo Anthony skoraði 13 af 32 stigum sínum í þriðja leikhluta og virkar tilbúinn í slaginn í vetur
Carmelo Anthony skoraði 13 af 32 stigum sínum í þriðja leikhluta og virkar tilbúinn í slaginn í vetur NordicPhotos/GettyImages

Denver lagði LA Lakers örugglega 126-108 í æfingaleik liðanna í nótt sem sýndur var beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Carmelo Anthony skoraði 32 stig á aðeins 31 mínútu fyrir Denver og Andre Miller skoraði 14 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 8 fráköst, en Andrew Bynum skoraði 23 stig og hirti 7 fráköst fyrir Lakers. Kobe Bryant var ekki með liði Lakers og er enn tæpur að ná fyrsta deildarleik liðsins eftir helgina.

Orlando lagði Houston 94-90. Tracy McGrady skoraði 18 stig fyrir Houston, en Yao Ming þurfti að fara meiddur af velli eftir að hafa snúið sig á ökkla. Dwight Howard skoraði 22 stig og hirti 15 fráköst á 30 mínútum fyrir Orlando.

Charlotte vann annan leikinn sinn í röð þegar liðið skellti Milwaukee 126-124 í tvíframlengdum leik. Gerald Wallace skoraði 29 stig fyrir Charlotte, Adam Morrison skoraði 18 stig, Brevin Knight skoraði 17 stig og gaf 14 stoðsendingar og Emeka Okafor skoraði 16 stig og hirti 11 fráköst. Hjá Milwaukee skoraði Mo Williams 26 stig og gaf 7 stoðsendingar, Charlie Willanueva skoraði 25 stig og hirti 12 fráköst og Charlie Bell skoraði 22 stig.

Utah lagði Indiana 122-96. Deron Williams skoraði 21 stig og gaf 7 stoðsendingar á 21 mínútu hjá Utah, en Al Harrington skoraði 24 stig fyrir Indiana og Stephen Jackson 19 stig.

Loks tapaði Golden State sínum fyrsta leik á undirbúningstímabilinu þegar liðið lá fyrir Seattle í framlengingu 111-107. Ike Diogu skoraði 25 stig og hirti 8 fráköst fyrir Golden State og Monta Ellis skoraði 20 stig, en Golden State var án allra byrjunarliðsmanna sinna í leiknum. Nick Collison skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst hjá Seattle og Damien Wilkins skoraði 18 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×