Skallagrímsmenn hafa yfir 44-35 gegn KR þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í úrvalsdeild karla í DHL höllinni. Gestirnir hafa verið með frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn og þar er Darryl Flake atkvæðamestur með 14 stig.
Þegar síðast fréttist höfðu Haukar yfir gegn Snæfelli á heimavelli, Njarðvík var með þægilega forystu gegn Hamri og Grindvíkingar voru yfir gegn Þór.