Kristján og Veigar tilnefndir í lið ársins

Kristján Örn Sigurðsson hjá Brann og Veigar Páll Gunnarsson hjá Stabæk eru tilnefndir sem varnar- og sóknarmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þetta árið, en venja er að veita leikmönnum sem þykja hafa skarað framúr í hverri stöðu verðlaun eftir hvert tímabil.