
Körfubolti
Tveir stórleikir í kvöld

Fyrsta umferðin í úrvalsdeild karla í körfubolta klárast í kvöld þegar tveir stórleikir verða á dagskrá. Grannarnir Hamar/Selfoss og Þór eigast þá við í Þorlákshöfn og í DHL Höllinni mætast KR og Snæfell. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15 og rétt er að hvetja alla til að mæta á völlinn, enda verður eflaust hart barist á báðum vígstöðvum.